Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér hvernig dýralíf á Ítalíu er?

Jón Már Halldórsson

Það kemur þeim sem hafa ferðast um Ítalíu og skoðað fagrar borgir eða flatmagað á sólarströndum landsins eflaust á óvart að víða á Ítalíu eru fögur svæði með miklu dýralífi. Á Ítalíu eru meðal annars leifar af upprunalegri fánu svæðisins eins og hún var á tímum Rómaveldis. Þessi svæði eru bundin við þjóðgarða og þá helst í Appennínafjallgarðinum.

Spendýr:

Á Ítalíu finnast 117 tegundir spendýra, þar með talin sjávarspendýr sem finnast innan efnahagslögsögu landsins. Þar af eru fjórar tegundir einlendar (landlægar, e. endemic). Það merkir á máli líffræðinnar að þær lifa aðeins þar í landi en finnast ekki annars staðar. Af einlendum tegundum eru tvær tegundir snjáldurmúsa (Soricidae), ein tegund leðurblaka (Chiroptera) og ein tegund stúfmúsa (Arvicolinae, e. vole).

Korsíkukrónhjörtur (Cervus elaphus corsicanus).

Á Korsíku og Sardiníu lifir tignarleg skepna, korsíkukrónhjörturinn (Cervus elaphus corsicanus) sem er nokkuð minni en hinar 16 deilitegundir krónhjarta. Tarfurinn verður um 110 kg en hindin að jafnaði um 80 kg. Korsíkukrónhjörturinn var áður í mikilli útrýmingarhættu en nú telst stofninn vera rúmlega eitt þúsund dýr og hjörturinn er stærsta landspendýr Ítalíu. Korsíka tilheyrir raunar Frakklandi þó eyjan liggi undan strönd Ítalíu.

Í skóglendi Appennínafjalla er að finna sterka stofna villisvína (Sus scrofa) sem eru mikilvæg fæða úlfa á svæðinu. Stofnar villisvína hafa styrkst verulega í vesturhluta Evrópu á undanförnum 50 árum. Villisvín eru vinsæl veiðidýr sportveiðimanna og er Ítalía þar engin undantekning. Nú finnast villisvín um gjörvalla Ítalíu eftir að útbreiðsla þeirra hefur aukist í landinu jafnt og þétt alla 20. öldina.

Merkilegt hófdýr finnst í ítölsku Ölpunum, sem nefnist alpasteingeitin (Capra ibex). Alpasteingeitin er kröftugt og þreklega vaxið dýr sem finnst hátt í Ölpunum, langt fyrir ofan skógarmörk. Steingeitur finnast þar á hæstu tindum, í skjóli jökla í rúmlega 4.600 metra hæð. Steingeitinni vegnar nú ágætlega, sérstaklega innan Gran Paradiso-þjóðgarðsins (Parco Nazionale del Gran Paradiso) í vesturhluta ítölsku Alpanna. Talið er að þar lifi nú um fjögur þúsund dýr.

Alpasteingeit (Capra ibex).

Fyrir Íslendinga er fjallagemsan (Rupicapra pyrenaica ornata) framandi dýr. Hún finnst í Appennínafjöllum í Mið- og Suður-Ítalíu og er af ætt slíðurhyrninga (Bovidae) eins og nautgripir en er af undirætt geitfjár (Caprinae). Tvær aðrar deilitegundir tegundarinnar er að finna í Evrópu, önnur finnst í Pýreneafjöllunum en hin í Chantabrian-fjöllunum á Spáni. Fjallagemsan lifir á grösum, fléttum og lágvöxnum trjágróðri í 400 til 2.800 metra hæð en yfirleitt halda þær sig fyrir ofan skógarmörk. Af núlifandi deilitegundum tilheyra fæst dýr þeirri ítölsku en hún hefur verið að styrkjast síðan 1990 þegar fjöldinn var talinn vera um 400 dýr. Nú telur stofninn í kringum 1.100 dýr sem halda til í þremur hjörðum.

Alls finnast 17 tegundir rándýra á Ítalíu, meðal annars gaupa (Lynx lynx), úlfur (Canis lupus) og skógarbjörn (Ursus arctos), auk minni tegunda.

Ítalskur úlfur (Canis lupus italicus).

Ítalskir úlfar hafa haft sögulega sterkt vígi í Appennínafjöllum en umfangsmiklar ofsóknir á 18. öld og fram til 1970 leiddu til þess að úlfarnir urðu nánast aldauða. Talið er að fjöldinn hafi verið kominn niður í 100 einstaklinga þegar gripið var til aðgerða og úlfar voru alfriðaðir á Ítalíu árið 1971. Nú telur stofninn um 500 einstaklinga. Skógarbirnir eru fáliðaðir á Ítalíu en staðbundinn 70 dýra stofn finnst í miðhluta Appennínafjalla. Fyrir um áratug voru nokkrir birnir fluttir frá Slóveníu til Trentino-Alto Adige-svæðisins í ítölsku Ölpunum. Nýjustu talningar sýna að álitlegur stofn 24 dýra hafi fest þar rætur.

Listi yfir fjölda spendýrategunda á Ítalíu eftir ættbálkum:

Ættbálkur: Klaufdýr (Artiodactyla) Rándýr (Carnivora) Hvalir (Cetacea) Nagdýr (Rodentia)
Fjöldi tegunda: 7 17 13 27
Ættbálkur: Nartarar (Lagomorpha) Leðurblökur (Chiroptera) Skordýraætur (Insectivora)
Fjöldi tegunda: 6 29 16

Alls hafa fundist 516 tegundir fugla sem verpa eða eru reglulegir flækingar í landinu. Ítalía er mikilvægur áningarstaður fyrir farfugla sem koma frá Afríku og eru á leið til varpstöðva norðar í álfunni.

Egypskur hrægammur (Neophron percnopterus).

Meðal stærstu varpfugla Ítalíu eru tvær tegundir hrægamma. Egypski gammurinn (Neophron percnopterus) finnst á norðurhluta Sikileyjar og syðst á Ítalíuskaganum (á tánni). Egypski gammurinn telst nú vera í talsverðri hættu á að hverfa úr fuglalífi landsins. Annar gammur og talsvert stærri er griffon-gammurinn (Gyps fulvus). Hann var áður mun algengari á Ítalíu en heldur nú velli á Sardiníu. Ítalskir fuglafræðingar hafa verið með verkefni í gangi sem gengur út á að flytja pör frá eynni til Gran Sasso í miðhluta Appennínafjalla og virðist það verkefni hafa gengið vonum framar. Sterkt vígi griffon-gammsins er á Spáni þar sem heildarstofnstærðin er vel yfir 10 þúsund pör. Hann er einnig algengur víða á Balkanskaga.

Af arnartegundum sem finnast á Ítalíu má nefna Bonelli-örninn (Aquila fasciata). Bonelli-örninn er smár örn samanborið við stóru fiskiernina, svo sem haförninn okkar, með einungis um 60 cm vænghaf. Hann verpir aðallega í Appennínafjöllunum þar sem hann fær að vera í friði fyrir mönnum enda viðkvæmur fyrir truflun á varptíma líkt og aðrir ernir.

Í skóglendi víða á Ítalíu er fjöldi tegunda skógarfugla, svo sem spætur (Picidae) og gaukar (Cuculidae). Finkur eru algengur hópur fugla og finnast á fjölbreytilegum búsvæðum, meðal annars inni í byggðum um alla Ítalíu. Á opnum svæðum og á ökrum er rósastari (Sturnus roseus) algengur fugl. Hann sækir þar í skordýr, til dæmis engisprettur (Caelifera).

Eins og áður segir er Ítalía mikilvæg áningarstöð á leið nokkurra farfugla sem eru á leið til og frá varpstöðvum sínum. Tegundir eins og storkur (Ciconia ciconia), býþjór (Pernis apivorus) og vatnagleða (Milvus migrans) nota uppstreymi frá Sikiley og fara yfir Messina-sund til Kalabríu á leið sinni til varpstöðvanna í Mið- og Austur-Evrópu.

Hryggleysingjar:

Ítalskir dýrafræðingar hafa nú skráð alls rúmlega 56 þúsund tegundir landhryggleysingja á Ítalíu. Af þeim eru rúmlega 37 þúsund tegundir skordýra (Insecta). Flestar tegundirnar eru á Norður-Ítalíu, í Toscana, Umbria, Lazio Abruzzi og Campania. Tegundafjölbreytileikinn dvínar nokkuð þegar farið er sunnar á skagann og til Sikileyjar. Vel gæti verið að það sé vegna skorts á rannsóknum.

Vegna plássleysis hér verður ekki fjallað um þessa tegundaauðugu fylkingu sem finnst í landinu en vert er að minnast á nokkur algeng skordýr sem ferðalangar í þessu fallega landi gætu séð. Meðal annars eru fjölmargar tegundir stórra og litskrúðugra fiðrilda en þar má nefna kleópötrufiðrildið (Gonepteryx cleopatra) sem finnst á engjum og í kjarrlendi. Á svipuðum slóðum má sjá hina sérstæðu evrópsku bænabeðu (Mantis religiosa) sem er græn og dylst vel í hávöxnu grasi.

Kleópötrufiðrildið (Gonepteryx cleopatra).

Hinn algengi evrópski geitungur (Vespa crabro) finnst á Ítalíu en hann telst vera í útrýmingarhættu og er friðaður. Hann þykir mun rólegri í skapi og ekki eins árásargjarn og holugeitungur (Vespa vulgaris) sem meðal annars finnst hér á landi. Við votlendi, ár og vötn eru nokkrar tegundir drekaflugna (Anisoptera), auk þess sem moskítóflugur finnast á þeim slóðum.

Innfluttar tegundir:

Ítölsk náttúra er óvenjurík af innfluttum tegundum, allt frá tímum Rómaveldis. Þar má nefna ýmsar tegundir karpa og kragabroddgöltinn (Hystrix cristata) sem þótti herramannsmatur hjá Rómverjum. Sumar tegundir eru mikil meindýr, meðal annars asíska tígrismoskítóflugan (Aedes albopictus) sem er í miklum útbreiðslufasa víða um heim og hefur komið sér vel fyrir í náttúru Ítalíu. Asískar tígrismoskítóflugur eru hýslar og auka þær útbreiðslu nokkurra hættulegra veira, til dæmis gulusóttarveirunar, vesturnílarveiru, veirum sem valda heilabólgu (svo sem st. Luis-heilaveirubólgu), og veiru sem veldur dengui-hitasótt.

Kragabroddgöltur (Hystrix cristata).

Fleiri meindýr hafa komið til Ítalíu frá Austur-Asíu. Þar mætti helst nefna sítrusnashyrningsbjölluna (Anoplophora chinensis) sem veldur miklu tjóni á ýmsum tegundum trjágróðurs.

Heimildir:
  • Giovanni Amori, Francesco Maria Angelic, Claudio Prigiont, Augusto Vtgna Taglianti. The Mammal Fauna of Italy. A Review. Hystrix, (n.s.) 8 (1-2) (1996): 3-7.
  • A Rough Guide to Wolves in Western Europe. Wolves and humans foundation.
  • Snow, David W.; Perrins, Christopher M.; Doherty, Paul & Cramp, Stanley (1998): The Complete Birds of the Western Palaearctic on CD-ROM. Oxford University Press.
  • World Book on Protected Areas.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.7.2011

Spyrjandi

Svandís Perla Snæbjörnsdóttir, f. 2000, Arndís Ósk Magnúsdóttir, f. 2000

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér hvernig dýralíf á Ítalíu er?“ Vísindavefurinn, 7. júlí 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58975.

Jón Már Halldórsson. (2011, 7. júlí). Getið þið sagt mér hvernig dýralíf á Ítalíu er? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58975

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér hvernig dýralíf á Ítalíu er?“ Vísindavefurinn. 7. júl. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58975>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér hvernig dýralíf á Ítalíu er?
Það kemur þeim sem hafa ferðast um Ítalíu og skoðað fagrar borgir eða flatmagað á sólarströndum landsins eflaust á óvart að víða á Ítalíu eru fögur svæði með miklu dýralífi. Á Ítalíu eru meðal annars leifar af upprunalegri fánu svæðisins eins og hún var á tímum Rómaveldis. Þessi svæði eru bundin við þjóðgarða og þá helst í Appennínafjallgarðinum.

Spendýr:

Á Ítalíu finnast 117 tegundir spendýra, þar með talin sjávarspendýr sem finnast innan efnahagslögsögu landsins. Þar af eru fjórar tegundir einlendar (landlægar, e. endemic). Það merkir á máli líffræðinnar að þær lifa aðeins þar í landi en finnast ekki annars staðar. Af einlendum tegundum eru tvær tegundir snjáldurmúsa (Soricidae), ein tegund leðurblaka (Chiroptera) og ein tegund stúfmúsa (Arvicolinae, e. vole).

Korsíkukrónhjörtur (Cervus elaphus corsicanus).

Á Korsíku og Sardiníu lifir tignarleg skepna, korsíkukrónhjörturinn (Cervus elaphus corsicanus) sem er nokkuð minni en hinar 16 deilitegundir krónhjarta. Tarfurinn verður um 110 kg en hindin að jafnaði um 80 kg. Korsíkukrónhjörturinn var áður í mikilli útrýmingarhættu en nú telst stofninn vera rúmlega eitt þúsund dýr og hjörturinn er stærsta landspendýr Ítalíu. Korsíka tilheyrir raunar Frakklandi þó eyjan liggi undan strönd Ítalíu.

Í skóglendi Appennínafjalla er að finna sterka stofna villisvína (Sus scrofa) sem eru mikilvæg fæða úlfa á svæðinu. Stofnar villisvína hafa styrkst verulega í vesturhluta Evrópu á undanförnum 50 árum. Villisvín eru vinsæl veiðidýr sportveiðimanna og er Ítalía þar engin undantekning. Nú finnast villisvín um gjörvalla Ítalíu eftir að útbreiðsla þeirra hefur aukist í landinu jafnt og þétt alla 20. öldina.

Merkilegt hófdýr finnst í ítölsku Ölpunum, sem nefnist alpasteingeitin (Capra ibex). Alpasteingeitin er kröftugt og þreklega vaxið dýr sem finnst hátt í Ölpunum, langt fyrir ofan skógarmörk. Steingeitur finnast þar á hæstu tindum, í skjóli jökla í rúmlega 4.600 metra hæð. Steingeitinni vegnar nú ágætlega, sérstaklega innan Gran Paradiso-þjóðgarðsins (Parco Nazionale del Gran Paradiso) í vesturhluta ítölsku Alpanna. Talið er að þar lifi nú um fjögur þúsund dýr.

Alpasteingeit (Capra ibex).

Fyrir Íslendinga er fjallagemsan (Rupicapra pyrenaica ornata) framandi dýr. Hún finnst í Appennínafjöllum í Mið- og Suður-Ítalíu og er af ætt slíðurhyrninga (Bovidae) eins og nautgripir en er af undirætt geitfjár (Caprinae). Tvær aðrar deilitegundir tegundarinnar er að finna í Evrópu, önnur finnst í Pýreneafjöllunum en hin í Chantabrian-fjöllunum á Spáni. Fjallagemsan lifir á grösum, fléttum og lágvöxnum trjágróðri í 400 til 2.800 metra hæð en yfirleitt halda þær sig fyrir ofan skógarmörk. Af núlifandi deilitegundum tilheyra fæst dýr þeirri ítölsku en hún hefur verið að styrkjast síðan 1990 þegar fjöldinn var talinn vera um 400 dýr. Nú telur stofninn í kringum 1.100 dýr sem halda til í þremur hjörðum.

Alls finnast 17 tegundir rándýra á Ítalíu, meðal annars gaupa (Lynx lynx), úlfur (Canis lupus) og skógarbjörn (Ursus arctos), auk minni tegunda.

Ítalskur úlfur (Canis lupus italicus).

Ítalskir úlfar hafa haft sögulega sterkt vígi í Appennínafjöllum en umfangsmiklar ofsóknir á 18. öld og fram til 1970 leiddu til þess að úlfarnir urðu nánast aldauða. Talið er að fjöldinn hafi verið kominn niður í 100 einstaklinga þegar gripið var til aðgerða og úlfar voru alfriðaðir á Ítalíu árið 1971. Nú telur stofninn um 500 einstaklinga. Skógarbirnir eru fáliðaðir á Ítalíu en staðbundinn 70 dýra stofn finnst í miðhluta Appennínafjalla. Fyrir um áratug voru nokkrir birnir fluttir frá Slóveníu til Trentino-Alto Adige-svæðisins í ítölsku Ölpunum. Nýjustu talningar sýna að álitlegur stofn 24 dýra hafi fest þar rætur.

Listi yfir fjölda spendýrategunda á Ítalíu eftir ættbálkum:

Ættbálkur: Klaufdýr (Artiodactyla) Rándýr (Carnivora) Hvalir (Cetacea) Nagdýr (Rodentia)
Fjöldi tegunda: 7 17 13 27
Ættbálkur: Nartarar (Lagomorpha) Leðurblökur (Chiroptera) Skordýraætur (Insectivora)
Fjöldi tegunda: 6 29 16

Alls hafa fundist 516 tegundir fugla sem verpa eða eru reglulegir flækingar í landinu. Ítalía er mikilvægur áningarstaður fyrir farfugla sem koma frá Afríku og eru á leið til varpstöðva norðar í álfunni.

Egypskur hrægammur (Neophron percnopterus).

Meðal stærstu varpfugla Ítalíu eru tvær tegundir hrægamma. Egypski gammurinn (Neophron percnopterus) finnst á norðurhluta Sikileyjar og syðst á Ítalíuskaganum (á tánni). Egypski gammurinn telst nú vera í talsverðri hættu á að hverfa úr fuglalífi landsins. Annar gammur og talsvert stærri er griffon-gammurinn (Gyps fulvus). Hann var áður mun algengari á Ítalíu en heldur nú velli á Sardiníu. Ítalskir fuglafræðingar hafa verið með verkefni í gangi sem gengur út á að flytja pör frá eynni til Gran Sasso í miðhluta Appennínafjalla og virðist það verkefni hafa gengið vonum framar. Sterkt vígi griffon-gammsins er á Spáni þar sem heildarstofnstærðin er vel yfir 10 þúsund pör. Hann er einnig algengur víða á Balkanskaga.

Af arnartegundum sem finnast á Ítalíu má nefna Bonelli-örninn (Aquila fasciata). Bonelli-örninn er smár örn samanborið við stóru fiskiernina, svo sem haförninn okkar, með einungis um 60 cm vænghaf. Hann verpir aðallega í Appennínafjöllunum þar sem hann fær að vera í friði fyrir mönnum enda viðkvæmur fyrir truflun á varptíma líkt og aðrir ernir.

Í skóglendi víða á Ítalíu er fjöldi tegunda skógarfugla, svo sem spætur (Picidae) og gaukar (Cuculidae). Finkur eru algengur hópur fugla og finnast á fjölbreytilegum búsvæðum, meðal annars inni í byggðum um alla Ítalíu. Á opnum svæðum og á ökrum er rósastari (Sturnus roseus) algengur fugl. Hann sækir þar í skordýr, til dæmis engisprettur (Caelifera).

Eins og áður segir er Ítalía mikilvæg áningarstöð á leið nokkurra farfugla sem eru á leið til og frá varpstöðvum sínum. Tegundir eins og storkur (Ciconia ciconia), býþjór (Pernis apivorus) og vatnagleða (Milvus migrans) nota uppstreymi frá Sikiley og fara yfir Messina-sund til Kalabríu á leið sinni til varpstöðvanna í Mið- og Austur-Evrópu.

Hryggleysingjar:

Ítalskir dýrafræðingar hafa nú skráð alls rúmlega 56 þúsund tegundir landhryggleysingja á Ítalíu. Af þeim eru rúmlega 37 þúsund tegundir skordýra (Insecta). Flestar tegundirnar eru á Norður-Ítalíu, í Toscana, Umbria, Lazio Abruzzi og Campania. Tegundafjölbreytileikinn dvínar nokkuð þegar farið er sunnar á skagann og til Sikileyjar. Vel gæti verið að það sé vegna skorts á rannsóknum.

Vegna plássleysis hér verður ekki fjallað um þessa tegundaauðugu fylkingu sem finnst í landinu en vert er að minnast á nokkur algeng skordýr sem ferðalangar í þessu fallega landi gætu séð. Meðal annars eru fjölmargar tegundir stórra og litskrúðugra fiðrilda en þar má nefna kleópötrufiðrildið (Gonepteryx cleopatra) sem finnst á engjum og í kjarrlendi. Á svipuðum slóðum má sjá hina sérstæðu evrópsku bænabeðu (Mantis religiosa) sem er græn og dylst vel í hávöxnu grasi.

Kleópötrufiðrildið (Gonepteryx cleopatra).

Hinn algengi evrópski geitungur (Vespa crabro) finnst á Ítalíu en hann telst vera í útrýmingarhættu og er friðaður. Hann þykir mun rólegri í skapi og ekki eins árásargjarn og holugeitungur (Vespa vulgaris) sem meðal annars finnst hér á landi. Við votlendi, ár og vötn eru nokkrar tegundir drekaflugna (Anisoptera), auk þess sem moskítóflugur finnast á þeim slóðum.

Innfluttar tegundir:

Ítölsk náttúra er óvenjurík af innfluttum tegundum, allt frá tímum Rómaveldis. Þar má nefna ýmsar tegundir karpa og kragabroddgöltinn (Hystrix cristata) sem þótti herramannsmatur hjá Rómverjum. Sumar tegundir eru mikil meindýr, meðal annars asíska tígrismoskítóflugan (Aedes albopictus) sem er í miklum útbreiðslufasa víða um heim og hefur komið sér vel fyrir í náttúru Ítalíu. Asískar tígrismoskítóflugur eru hýslar og auka þær útbreiðslu nokkurra hættulegra veira, til dæmis gulusóttarveirunar, vesturnílarveiru, veirum sem valda heilabólgu (svo sem st. Luis-heilaveirubólgu), og veiru sem veldur dengui-hitasótt.

Kragabroddgöltur (Hystrix cristata).

Fleiri meindýr hafa komið til Ítalíu frá Austur-Asíu. Þar mætti helst nefna sítrusnashyrningsbjölluna (Anoplophora chinensis) sem veldur miklu tjóni á ýmsum tegundum trjágróðurs.

Heimildir:
  • Giovanni Amori, Francesco Maria Angelic, Claudio Prigiont, Augusto Vtgna Taglianti. The Mammal Fauna of Italy. A Review. Hystrix, (n.s.) 8 (1-2) (1996): 3-7.
  • A Rough Guide to Wolves in Western Europe. Wolves and humans foundation.
  • Snow, David W.; Perrins, Christopher M.; Doherty, Paul & Cramp, Stanley (1998): The Complete Birds of the Western Palaearctic on CD-ROM. Oxford University Press.
  • World Book on Protected Areas.

Myndir:...