Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur nafnið geitungur?

Gísli Már Gíslason

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvaða tilgangi þjóna geitungar í vistkerfinu?
  • Lifa geitungar á skordýrum? Ef ekki þá á hverju? Gera þeir garðinum mínum eitthvert gagn?

Ekki er vitað fyrir víst hvaðan nafnið geitungur kemur. Jón lærði Guðmundsson lýsir trjágeitungi í riti sínu Stutt undirrétting um Íslands aðskiljanlegar náttúrur, en þar nefnir hann geitunginn eiturflugu og randaflugu.

Nafnið er því líklega frá 20. öld og vísar sennilega í geitur sökum þess hversu árásargjarnir þeir geta verið. Nafnið hefur sennilega verið þýtt úr dönsku, “gedehams”, en “ged” þýðir geit á dönsku, en uppruni “hams” gæti verið tilvísun í fálmarana sem minna á horn (geitarhorn).

Á ensku eru geitungar nefndir “wasps" og annað íslenskt heiti yfir geitunga er “vespur” sem er sama og latneska orðið vespa. Í Íslenskri orðsifjabók segir að íslenska orðið vespa sé annað hvort tökuorð úr miðlágþýsku (wespe) eða nýháþýsku (wespe). Í dönsku er orðið hveps notað yfir geitunga.



Geitungar lifa meðal annars á blómasykri.

Vistkerfi eru flókið samspil lífvera þar sem erfitt getur verið að greina mikilvægi hverrar lífveru og hvaða hlutverki hún gegnir í vistkerfinu. Í vistkerfi geitunga gegna þeir einkum hlutverki í hringrás efna. Þeir hreinsa hræ af dýrum og fuglum, það er þeir taka kjötið og færa í búið. Þeir veiða einnig flugur sem fæðu fyrir lirfurnar í búinu og safna jafnframt blómasykri, en við það fræva þeir plöntur og svo má áfram telja.

Frekari upplýsingar um geitunga má finna í eftirfarandi svörum Vísindavefsins:

Heimildir og mynd:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík, 1989.
  • Jón Guðmundsson. 1640-1644. Stutt undirrétting um Íslands aðskiljanlegar náttúrur. Í handriti: Eitt stutt sjónarspil dýra fugla og orma samantekið af tveimur læknismeisturum í Amsterdam en úr hollensku á íslensku útsett af síra Einari Ólafssyni fyrrum presti að Stað í Aðalvík. Eftir hans eiginhandarriti nýlega uppteiknað af síra Snorra Björnssyni MDCCLXCII. 1792: 47r-67v.
  • Richard "Ken" Phillips Jr. á vef The Animal Hospital on Mt. Lookout Square

Höfundur

Gísli Már Gíslason

prófessor emeritus í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

5.1.2006

Spyrjandi

Eyþór Örn
Ólafur Helgi Harðarson
Anna Geirsdóttir

Tilvísun

Gísli Már Gíslason. „Hvaðan kemur nafnið geitungur?“ Vísindavefurinn, 5. janúar 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5542.

Gísli Már Gíslason. (2006, 5. janúar). Hvaðan kemur nafnið geitungur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5542

Gísli Már Gíslason. „Hvaðan kemur nafnið geitungur?“ Vísindavefurinn. 5. jan. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5542>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur nafnið geitungur?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvaða tilgangi þjóna geitungar í vistkerfinu?
  • Lifa geitungar á skordýrum? Ef ekki þá á hverju? Gera þeir garðinum mínum eitthvert gagn?

Ekki er vitað fyrir víst hvaðan nafnið geitungur kemur. Jón lærði Guðmundsson lýsir trjágeitungi í riti sínu Stutt undirrétting um Íslands aðskiljanlegar náttúrur, en þar nefnir hann geitunginn eiturflugu og randaflugu.

Nafnið er því líklega frá 20. öld og vísar sennilega í geitur sökum þess hversu árásargjarnir þeir geta verið. Nafnið hefur sennilega verið þýtt úr dönsku, “gedehams”, en “ged” þýðir geit á dönsku, en uppruni “hams” gæti verið tilvísun í fálmarana sem minna á horn (geitarhorn).

Á ensku eru geitungar nefndir “wasps" og annað íslenskt heiti yfir geitunga er “vespur” sem er sama og latneska orðið vespa. Í Íslenskri orðsifjabók segir að íslenska orðið vespa sé annað hvort tökuorð úr miðlágþýsku (wespe) eða nýháþýsku (wespe). Í dönsku er orðið hveps notað yfir geitunga.



Geitungar lifa meðal annars á blómasykri.

Vistkerfi eru flókið samspil lífvera þar sem erfitt getur verið að greina mikilvægi hverrar lífveru og hvaða hlutverki hún gegnir í vistkerfinu. Í vistkerfi geitunga gegna þeir einkum hlutverki í hringrás efna. Þeir hreinsa hræ af dýrum og fuglum, það er þeir taka kjötið og færa í búið. Þeir veiða einnig flugur sem fæðu fyrir lirfurnar í búinu og safna jafnframt blómasykri, en við það fræva þeir plöntur og svo má áfram telja.

Frekari upplýsingar um geitunga má finna í eftirfarandi svörum Vísindavefsins:

Heimildir og mynd:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík, 1989.
  • Jón Guðmundsson. 1640-1644. Stutt undirrétting um Íslands aðskiljanlegar náttúrur. Í handriti: Eitt stutt sjónarspil dýra fugla og orma samantekið af tveimur læknismeisturum í Amsterdam en úr hollensku á íslensku útsett af síra Einari Ólafssyni fyrrum presti að Stað í Aðalvík. Eftir hans eiginhandarriti nýlega uppteiknað af síra Snorra Björnssyni MDCCLXCII. 1792: 47r-67v.
  • Richard "Ken" Phillips Jr. á vef The Animal Hospital on Mt. Lookout Square
...