Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í dag var mjög stór geitungur inni á heimili okkar, er þetta ný tegund?

Jón Már Halldórsson

Inn á heimili spyrjandans hefur komið drottning sem er nývöknuð af vetrardvala en drottningarnar eru mun stærri en þernur hvort sem um er að ræða holugeitunga (Paravespula vulgaris), trjágeitunga (Dolichovespula norwegica) eða húsageitunga (Vespula germanica).

Á vorin verður fólk vart við drottningar sem vakna af dvala en að jafnaði er það í seinni hluta maímánaðar. Hún er þá að hefja búskap ein síns liðs en haustið áður hafði hún hitt geitung af karlkyni og makast við hann.

Fyrstu dagana eftir dvalann notar drottningin til að næra sig og hressa upp á orkubúskap líkamans. Mikið verk bíður hennar en hún þarf að byggja bú og sinna uppeldi afkvæma yfir sumarið.

Svo virðist sem geitungar séu eitthvað seinna á ferðinni nú í vor en í fyrra en þá gengu umtalsverð hlýindi yfir landið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Í dag var mjög stór geitungur inni á heimili okkar. Ég hef ekki séð neitt svona áður og vildi vita hvort það væri kannski ný tegund af geitungum eða vespum komin til landsins?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.6.2011

Spyrjandi

Alexander Ásgeirsson, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Í dag var mjög stór geitungur inni á heimili okkar, er þetta ný tegund?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2011, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59858.

Jón Már Halldórsson. (2011, 14. júní). Í dag var mjög stór geitungur inni á heimili okkar, er þetta ný tegund? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59858

Jón Már Halldórsson. „Í dag var mjög stór geitungur inni á heimili okkar, er þetta ný tegund?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2011. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59858>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í dag var mjög stór geitungur inni á heimili okkar, er þetta ný tegund?
Inn á heimili spyrjandans hefur komið drottning sem er nývöknuð af vetrardvala en drottningarnar eru mun stærri en þernur hvort sem um er að ræða holugeitunga (Paravespula vulgaris), trjágeitunga (Dolichovespula norwegica) eða húsageitunga (Vespula germanica).

Á vorin verður fólk vart við drottningar sem vakna af dvala en að jafnaði er það í seinni hluta maímánaðar. Hún er þá að hefja búskap ein síns liðs en haustið áður hafði hún hitt geitung af karlkyni og makast við hann.

Fyrstu dagana eftir dvalann notar drottningin til að næra sig og hressa upp á orkubúskap líkamans. Mikið verk bíður hennar en hún þarf að byggja bú og sinna uppeldi afkvæma yfir sumarið.

Svo virðist sem geitungar séu eitthvað seinna á ferðinni nú í vor en í fyrra en þá gengu umtalsverð hlýindi yfir landið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Í dag var mjög stór geitungur inni á heimili okkar. Ég hef ekki séð neitt svona áður og vildi vita hvort það væri kannski ný tegund af geitungum eða vespum komin til landsins?
...