Að mati fjölmargra sem þekkja til geitunga þá eru holugeitungar taldir vera árásargjarnari en aðrir geitungar sem finnast hér á landi. Þrátt fyrir það ber að umgangast alla geitunga af mikilli varúð enda eru þeir allir árásargjarnir. Holugeitungar gera sér bú í jarðvegi, meðal annars er algengt að þeir grafi sig niður í jarðveg við grjót eða hraunhellur sem hafðar eru í til prýðis í görðum. Einnig er algengt að þeir komi sér fyrir í híbýlum svo sem í þakskeggi eða jafnvel í geymslum þar sem þeir komast inn. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Af hverju stinga geitungar?
- Deyja geitungar þegar þeir stinga og eru stungurnar hættulegar fólki?
- Hvað er til margar tegundir af geitungum á Íslandi og hvernig líta þeir út?
- Í dag var mjög stór geitungur inni á heimili okkar, er þetta ný tegund? eftir Jón Má Halldórsson
- BioPix. Sótt 29. 6. 2009.
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Stinga holugeitungar bara strax eða þarf maður að gera þeim eitthvað? Og hvar lifa þeir helst?