Þeir fjölmörgu Íslendingar sem hafa orðið fyrir stungum geitunga undanfarin ár hafa á einhvern hátt ógnað geitungum, því þeir stinga menn aðeins í sjálfsvörn. Geitungarnir stinga okkur þess vegna ef þeim finnst að við ógnum þeim. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Deyja geitungar þegar þeir stinga og eru stungurnar hættulegar fólki? eftir Gísla Má Gíslason og Margréti Björk Sigurðardóttur
- Hvað fara geitungar yfirleitt langt frá búi sínu í fæðuleit? eftir Jón Má Halldórsson
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.