
Stellars-ernir finnast aðeins í Austur-Asíu og eru heimkynni þeirra meðfram Kyrrahafsströnd Rússlands við Beringshaf og Okhotskhaf, þar með talið við Kamtsjatkaskaga og norðurhluta Shakalíneyju. Varpsvæði þeirra nær einnig inn í landið á þessu svæði og þá meðfram ám og við vötn. Deilitegund sem bar nafnið Haliaeetus pelagcius niger lifði í Norður-Kóreu en er sennilega útdauð. Stellars-ernir voru lengi í útrýmingarhættu, en víðtækar friðunaraðgerðir hafa komið þeim úr bráðri hættu. Stofnstærðin telst nú vera nærri 4.200 varppör. Mynd: Hompage of Robert - Birds of Prey