Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar búa úlfar og hvað geta þeir orðið stórir?

Jón Már Halldórsson

Fyrr á öldum voru úlfar (Canis lupus) sennilega útbreiddasta rándýrið á þurrlendi jarðar. Í Norður-Ameríku lifðu þeir allt frá Grænlandi og heimskautasvæðum Kanada og Alaska suður til Mexíkó. Í Evrasíu voru úlfar um alla Evrópu og Asíu, nema á hitabeltissvæðunum. Með fólksfjölgun voru skógar ruddir og þá gekk á landsvæði úlfa og þeim fækkaði. Þetta átti sér stað á seinni hluta miðalda í Evrópu en á 19. öld í Norður-Ameríku þegar Evrópumenn settust að á stórum svæðum innar í álfunni.

Vegna mikillar útbreiðslu fyrr á tímum greindust úlfar í fjölmargar undirtegundir sem voru nokkuð ólíkar innbyrðis. Til dæmis er talsverður stærðarmunur á undirtegundunum. Þeir stærstu lifa nyrst og nefnast heimskautaúlfar (Canis lupus arctos). Karldýrin geta orðið rúmlega 80 kg að þyngd og úlfynjurnar um 55 kg. Smávaxnasta úlfategundin er hins vegar arabíuúlfurinn (Canis lupus arabs) sem verður að jafnaði 17-30 kg á þyngd og rúmlega 60 cm á herðakamb.

Almennt gildir um dýrategundir sem hafa jafnheitt blóð og mikla útbreiðslu, að einstaklingar sem lifa nálægt pólunum eru stærri en einstaklingar sömu tegundar sem lifa fjær pólunum. Þessi regla, sem í vistfræðinni nefnist regla Bergmans, helgast af því að þeim mun stærri sem dýrin eru, þeim mun minna yfirborðsflatarmál hafa þau hlutfallslega og hitatap verður þess vegna ekki eins mikið. Þetta getur skipt miklu hjá dýrum sem lifa á heimskautasvæðunum.

Í dag eru úlfar á mjög takmörkuðu svæði í Evrópu. Í Bandaríkjunum hefur þeim fjölgað aftur eftir skefjalausar veiðar á síðustu öld, þar sem þeim var útrýmt í mörgum fylkjum.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.9.2004

Spyrjandi

Snæfríður Jónsdóttir, f. 1996

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar búa úlfar og hvað geta þeir orðið stórir?“ Vísindavefurinn, 30. september 2004, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4536.

Jón Már Halldórsson. (2004, 30. september). Hvar búa úlfar og hvað geta þeir orðið stórir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4536

Jón Már Halldórsson. „Hvar búa úlfar og hvað geta þeir orðið stórir?“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2004. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4536>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar búa úlfar og hvað geta þeir orðið stórir?
Fyrr á öldum voru úlfar (Canis lupus) sennilega útbreiddasta rándýrið á þurrlendi jarðar. Í Norður-Ameríku lifðu þeir allt frá Grænlandi og heimskautasvæðum Kanada og Alaska suður til Mexíkó. Í Evrasíu voru úlfar um alla Evrópu og Asíu, nema á hitabeltissvæðunum. Með fólksfjölgun voru skógar ruddir og þá gekk á landsvæði úlfa og þeim fækkaði. Þetta átti sér stað á seinni hluta miðalda í Evrópu en á 19. öld í Norður-Ameríku þegar Evrópumenn settust að á stórum svæðum innar í álfunni.

Vegna mikillar útbreiðslu fyrr á tímum greindust úlfar í fjölmargar undirtegundir sem voru nokkuð ólíkar innbyrðis. Til dæmis er talsverður stærðarmunur á undirtegundunum. Þeir stærstu lifa nyrst og nefnast heimskautaúlfar (Canis lupus arctos). Karldýrin geta orðið rúmlega 80 kg að þyngd og úlfynjurnar um 55 kg. Smávaxnasta úlfategundin er hins vegar arabíuúlfurinn (Canis lupus arabs) sem verður að jafnaði 17-30 kg á þyngd og rúmlega 60 cm á herðakamb.

Almennt gildir um dýrategundir sem hafa jafnheitt blóð og mikla útbreiðslu, að einstaklingar sem lifa nálægt pólunum eru stærri en einstaklingar sömu tegundar sem lifa fjær pólunum. Þessi regla, sem í vistfræðinni nefnist regla Bergmans, helgast af því að þeim mun stærri sem dýrin eru, þeim mun minna yfirborðsflatarmál hafa þau hlutfallslega og hitatap verður þess vegna ekki eins mikið. Þetta getur skipt miklu hjá dýrum sem lifa á heimskautasvæðunum.

Í dag eru úlfar á mjög takmörkuðu svæði í Evrópu. Í Bandaríkjunum hefur þeim fjölgað aftur eftir skefjalausar veiðar á síðustu öld, þar sem þeim var útrýmt í mörgum fylkjum.

Myndir:...