Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geturðu sagt mér allt um birni og sýnt mér myndir?

Jón Már Halldórsson

Birnir tilheyra bjarnarætt (Ursidae) sem skiptist í tvær undirættir; Ailurinae (pandabirnir) en til hennar heyrir aðeins ein tegund risapandan (Ailuropoda melanoleuca), og Ursinae (birnir) sem inniheldur sjö tegundir í þremur ættkvíslum. Einungis verður fjallað um tegundir af Ursinae-undirættinni hér þar sem lesa má um risapöndur í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna eru pöndur í útrýmingarhættu?

Þótt tegundir bjarnarættarinnar séu fáar er útbreiðsla hennar mikil. Birnir lifa í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu, í Afríku og Ástralíu. Heimkynni þeirra eru allt frá dimmustu regnskógum Amasonsvæðisins til íss norðurheimsskautsins. Einnig finnast þeir í mikilli hæð í ýmsum fjallgörðum heimsins.

Birnir eru stórir og sterklega vaxnir af rándýrum að vera og eru tvö af stærstu landrándýrum jarðar innan ættarinnar, hvítabjörninn (Ursus maritimus) og brúnbjörninn eða skógarbjörninn (Ursus arctos). Karldýr hvítabjarnarins geta til dæmis hæglega orðið um 800 kg að þyngd, en almennt gildir að karldýrin eru stærri en kvendýrin, stundum allt að helmingi stærri.

Malajabjörn (Helarctos malajanus)

Malajabjörn eða sólarbjörn eins og hann er líka stundum nefndur er minnsti meðlimur bjarnarættarinnar, aðeins 25 - 55 kg að þyngd. Heimkynni hans ná frá austurhluta Himalayafjalla austur til Sze-Chwan í Kína og suður til Myanmar. Einnig lifir hann víða í skóglendi Indókína allt suður á Malayaskaga í Malasíu. Malajabirnir finnast aðallega í þéttum láglendisregnskógi og eyða oft dágóðum tíma uppi í háum trjám.



Malajabjörn (Helarctos malajanus).

Af öllum bjarnategundum heimsins er minnst vitað um ýmsa þætti í líffræði og vistfræði malajabjarna sökum þess hversu óaðgengilegt búsvæði þeirra er. Nákvæm stofnstærð er óþekkt, en þó er vitað að tegundin hefur verið á undanhaldi síðustu áratugi bæði vegna eyðingar regnskóga og ólöglegra veiða.

Líkt og flestir aðrir birnir eru malajabirnir miklir tækifærissinnar í fæðuvali, en ýmsar tegundir hryggleysingja, meðal annars termítar og ánamaðkar, eru stór hluti fæðunnar. Þeir hafa óvenju langa tungu sem hjálpar þeim að ná hunangi úr býflugnabúum og termítum úr termítahraukum. Eðlur og ýmis smávaxin hryggdýr eru einnig á matseðlinum, auk þess sem þeir éta hræ sem tígrísdýr hafa skilið eftir þegar slíkt býðst. Nærri mannabyggðum leggjast malajabirnir í matarúrganga og ræna ávöxtum af plantekrum, en sá siður hefur skapað þeim þó nokkrar óvinsældir.

Letibjörn (Melursus ursinus)

Letibjörninn, sem stundum er nefndur varabjörn, á heimkynni í skóg- og kjarrlendi á Indlandi, Sri Lanka og allt norður til Nepal, Bangladess og Bútan. Letibirnir voru nokkuð algengir þar til fyrir um 20 árum, en nú er svo komið að afar erfitt er að finna þá þar sem verulega hefur verið gengið á heimkynni þeirra.

Letibirnir eru talsvert stærri en malajabirnir eða á bilinu 65 - 140 kg að þyngd. Þeir eru um margt sérstakir, til dæmis er trýnið óvenju langt og minnir mjög á mauraætur. Þeir eru smátenntir með flata jaxla auk þess sem ránjaxla vantar í efri góm og eru það merki um þróun frá ránlífi. Fæturnir eru hlutfallslega lengri en hjá öðrum björnum og klærnar eru óvenju langar.



Letibjörn (Melursus ursinus).


Letibirnir eru miklir tækifærissinnar í fæðuvali. Stór hluti fæðunnar eru skordýr, lauf, hunang og ávextir, en einnig ráðast þeir á termítahrauka og sleikja þá termítana upp. Letibirnir hafa skapað sér óvinsældir meðal manna þar sem þeir eiga það til að ráðast inn á akra, éta þar plönturnar og valda öðrum skemmdum.

Eins og áður sagði hefur mjög verið þrengt að heimkynnum letibjarna og skýrir það að hluta til mikla hnignum tegundarinnar og að þeir leiti inn á akra í fæðuleit. Annað sem er vert að nefna er að á undanförnum árum hefur termítahraukum verði mokað upp til þess að fá jarðveg sem þykir góður í tennisvelli. Þetta hefur valdið miklum fæðuskorti hjá letibjörnum og þvingað þá í fæðuleit á sífellt stækkandi akurlendin. Letibirnir geta verið illskeyttir þegar reynt er að reka þá af ökrum og snúist til varnar með þeim afleiðingum að á árunum 1989 til 1994 urðu rúmlega 700 árásir á menn og 48 dauðsföll. Ekki fylgir sögunni hversu margir birnir drápust í þessum átökum.

Gleraugnbjörn (Tremarctos ornatus)

Gleraugnabjörninn er eina villta bjarndýrstegundin í Suður-Ameríku. Kjörsvæði hans eru rakir og þéttir regnskógar, oft í fjalllendi allt upp í 2300 metra hæð. Útbreiðslusvæðið er aðallega bundið fjallshlíðum Andesfjalla frá Venesúela suður til Perú, en gleraugnabirnir hafa þó oft fundist bæði sunnar og norðar. Gleraugnabirnir eru taldir vera beinir afkomendur stærsta landrándýrs sem uppi var á ísöld í Ameríku og hefur verið kallaður ‘bulldog bear’ á ensku eða Arctodus simus á latínu.



Gleraugnbjörn (Tremarctos ornatus).

Gleraugnabirnir eru smávaxnir af björnum að vera, loðnir og svartir með mynstur sem minnir á gleraugu kringum augun, en af því draga þeir nafn sitt. Þeir eru með óvenju öfluga kjálka sem gera þeim kleyft að éta fæðu sem flest önnur dýr geta ekki étið, svo sem trjábörk. Gleraugnabirnir eru næturdýr en sofa í fylgsnum í hellum eða uppi í stórum trjám yfir daginn.

Gleraugnabirnir reyna í lengstu lög að forðast menn og því er afar erfitt að rannsaka þá. Þrátt fyrir þetta er ýmislegt vitað um gleraugnabirni. Þeir eru alætur en ávextir og jurtir eru þó langstærsti hluti fæðu þeirra. Eins og allir tækifærissinnar í fæðuvali fúlsa gleraugnabirnir ekki við kjöti þegar það býðst. Rannsóknir hafa þó sýnt að aðeins 4% af fæðu þeirra kemur úr dýraríkinu og teljast þeir því til mestu jurtaæta meðal bjarna (fyrir utan pandabirni að sjálfsögðu).

Líkt og öðrum björnum hefur gleraugnabjörnum fækkað mjög á undanförnum áratugum og telja vísindamenn að nú séu aðeins um 20,000 villt dýr eftir. Tegundin telst því vera í mikilli útrýmingarhættu.

Svartbjörn (Ursus americanus)

Svartbjörn finnst víða í Norður-Ameríku, frá Alaska og allt suður til Mexíkó, aðallega á óaðgengilegum tempruðum skógarsvæðum með miklum undirgróðri. Syðst á útbreiðslusvæðinu heldur hann til í fjalllendi upp í allt að 3000 metra hæð sökum þess hve mikið hefur verið gengið á kjörsvæði hans.



Svartbjörn (Ursus americanus).

Svartbirnir eru venjulega svartir að lit eins og nafnið gefur til kynna, en í vesturhluta útbreiðslusvæðisins eru þeir þó ljósari yfirlitum. Oft eru hvítar skellur á feldi dýranna og þá gjarnan á bringu. Svartbirnir eru á bilinu 80 - 400 kg að þyngd og eru karldýrin mun stærri en kvendýrin. Það má greina svartbirni frá brúnbjörnum (Ursus arctos) á því að þeir fyrrnefndu eru með lengri eyru og ekki eins loðnir Eins eru þeir ekki með eins kryppulaga axlir og brúnbirnir heldur með ávalari baklæga líkamsbyggingu.

Á vorin og sumrin éta svartbirnir aðallega gras og lauf. Þegar líður á sumarið snúa þeir sér að ýmsum ávöxtum, en éta harðari og trénaðri gróður á haustin. Svartbirnir eru ekki mikil rándýr en sækja mjög í prótín og fituríka fæðu þegar hún býðst. Líkt og flestir aðrir birnir geta þeir verið skæðir í sorphaugum. Þeir eru afar sterkir og skapast oft hætta þegar þeir komast nærri fólki enda er lundarfar þeirra óútreiknanlegt. Samt sem áður eru einungis skráð 36 dauðsföll af völdum svartbjarna á síðustu öld sem telst ekki há tala.

Þó svartbjörnum hafi fækkað á nýliðinni öld er stofninn enn stór og er þetta að öllum líkindum sá björn sem mest er af í heiminum.

Asískur svartbjörn (Ursus thiberanus)

Asíski svartbjörninn er enn þann dag í dag mjög útbreiddur í austanverðri Asíu, frá Pakistan allt austur til Ussurilands í Rússlandi og suður til Tælands. Hann finnst bæði í tempruðum skógum og hitabeltisskógum. Hann heldur sig gjarnan upp til fjalla á sumrin en leitar niður á láglendi á veturna.



Asískur svartbjörn (Ursus thiberanus).

Asísku svartbirnirnir eru öllu minni en nafnar þeirra í Ameríku, á bilinu 65 - 140 kg, og eru karldýrin stærri en kvendýrin. Asískir svartbirnir eru uppáhaldsfæða tígrisdýra, sérstaklega síberíu- tígrisdýra, og sennilega drepa þau tugi ef ekki hundruðir bjarna á hverju ári. Birnirnir gæða sér gjarnan á hræjum sem tígrísdýr hafa skilið eftir, en ef tígrisdýr snýr aftur að hræi sem björn er kominn í þá eru dagar bjarndýrsins líklega taldir.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um stofnstærð asíska skógarbjarnarins. Þó er vitað að mikil búsvæðaeyðing og veiði hefur valdið gríðarlegri fækkun á undanförnum áratugum, en lítið hefur verið gert enn sem komið er til að reyna að bjarga tegundinni.

Skógarbjörn (Ursus arctos)

Skógarbjörninn, eða brúnbjörninn eins og hann er líka nefndur, hefur langmesta útbreiðslu allra bjarndýra heimsins. Söguleg útbreiðsla hans nær um alla Norður-Ameríku, þó í dag sé lítið um þá í Bandaríkjunum nema þá í Alaska, frá vestur Evrópu allt austur til Kyrrahafssvæða Rússlands og suður um Asíu, en nú eru þar aðeins smáir einangraðir stofnar.

Vegna þessarar miklu útbreiðslu eru skógarbirnir greindir niður í fjölda deilitegunda. Stærstu meðlimir þessarar tegundar eru svokallaðir alaskabirnir eða kódíakbirnir (Ursus arctos middendorffi), en stærstu karldýr tegundarinnar verða vel yfir 500 kg að þyngd og eru því meðal stærstu landrándýr heims. Reyndar hafa veiðst risavaxin karldýr sem hafa vegið allt að 850 kg. Kamtchatkabirnirnir (Ursus arctos beringianus) eru litlu minni. Almennt gildir um brúnbirni að því norðar sem deilitegundin finnst því stærri eru dýrin, og einnig verða evrasísku birnirnir stærri eftir því sem austar dregur.



Skógarbjörn (Ursus arctos).

Allt að 80 mismunandi deilitegundum skógarbjarna hefur verið lýst í Norður-Ameríku. Þeirra á meðal er grábjörninn sem á ensku er þekktur undir heitinu “grizzly bear”. Grábirnir (Ursus horribilies), sem eitt sinn voru taldir sér tegund, höfðu áður afar mikla útbreiðslu í austanverðri álfunni en hefur nú verið nær útrýmt. Nafnið horribilies vísar til ákveðinna "útlagabjarna" sem urðu síðastir eftir af stórum stofnum brúnbjarna undir lok 19. aldar. Þessir birnir voru bæði árásargjarnir og útsjónarsamir þrátt fyrir að vera oft særðir og illa haldnir.

Fæða skógarbjarna er meira úr dýraríkinu en hjá öðrum björnum að hvítabjörnum undanskildum.

Ísbjörn (Ursus maritimus)

Loks má nefna ísbirni eða hvítabirni, en talsvert hefur verið fjallað um þá á Vísindavefnum og geta lesendur nálgast þau svör með því að nota leitarvélina á forsíðu vefsins.

Víða á netinu má lesa meira um birni og eru til dæmis margar heimasíður tileinkaður “vinsælustu björnunum”, ísbjörnum og skógarbjörnum. Til þess að nálgast upplýsingar um birni er ágætt að setja latnesku tegundaheitin inn í leitarvélar.

Á Vísindavefnum er að finna nokkur svör um birni eftir sama höfund, til dæmis:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.3.2006

Spyrjandi

Hanna Valdimarsdóttir, f. 1992

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geturðu sagt mér allt um birni og sýnt mér myndir?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5707.

Jón Már Halldórsson. (2006, 14. mars). Geturðu sagt mér allt um birni og sýnt mér myndir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5707

Jón Már Halldórsson. „Geturðu sagt mér allt um birni og sýnt mér myndir?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5707>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geturðu sagt mér allt um birni og sýnt mér myndir?
Birnir tilheyra bjarnarætt (Ursidae) sem skiptist í tvær undirættir; Ailurinae (pandabirnir) en til hennar heyrir aðeins ein tegund risapandan (Ailuropoda melanoleuca), og Ursinae (birnir) sem inniheldur sjö tegundir í þremur ættkvíslum. Einungis verður fjallað um tegundir af Ursinae-undirættinni hér þar sem lesa má um risapöndur í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna eru pöndur í útrýmingarhættu?

Þótt tegundir bjarnarættarinnar séu fáar er útbreiðsla hennar mikil. Birnir lifa í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu, í Afríku og Ástralíu. Heimkynni þeirra eru allt frá dimmustu regnskógum Amasonsvæðisins til íss norðurheimsskautsins. Einnig finnast þeir í mikilli hæð í ýmsum fjallgörðum heimsins.

Birnir eru stórir og sterklega vaxnir af rándýrum að vera og eru tvö af stærstu landrándýrum jarðar innan ættarinnar, hvítabjörninn (Ursus maritimus) og brúnbjörninn eða skógarbjörninn (Ursus arctos). Karldýr hvítabjarnarins geta til dæmis hæglega orðið um 800 kg að þyngd, en almennt gildir að karldýrin eru stærri en kvendýrin, stundum allt að helmingi stærri.

Malajabjörn (Helarctos malajanus)

Malajabjörn eða sólarbjörn eins og hann er líka stundum nefndur er minnsti meðlimur bjarnarættarinnar, aðeins 25 - 55 kg að þyngd. Heimkynni hans ná frá austurhluta Himalayafjalla austur til Sze-Chwan í Kína og suður til Myanmar. Einnig lifir hann víða í skóglendi Indókína allt suður á Malayaskaga í Malasíu. Malajabirnir finnast aðallega í þéttum láglendisregnskógi og eyða oft dágóðum tíma uppi í háum trjám.



Malajabjörn (Helarctos malajanus).

Af öllum bjarnategundum heimsins er minnst vitað um ýmsa þætti í líffræði og vistfræði malajabjarna sökum þess hversu óaðgengilegt búsvæði þeirra er. Nákvæm stofnstærð er óþekkt, en þó er vitað að tegundin hefur verið á undanhaldi síðustu áratugi bæði vegna eyðingar regnskóga og ólöglegra veiða.

Líkt og flestir aðrir birnir eru malajabirnir miklir tækifærissinnar í fæðuvali, en ýmsar tegundir hryggleysingja, meðal annars termítar og ánamaðkar, eru stór hluti fæðunnar. Þeir hafa óvenju langa tungu sem hjálpar þeim að ná hunangi úr býflugnabúum og termítum úr termítahraukum. Eðlur og ýmis smávaxin hryggdýr eru einnig á matseðlinum, auk þess sem þeir éta hræ sem tígrísdýr hafa skilið eftir þegar slíkt býðst. Nærri mannabyggðum leggjast malajabirnir í matarúrganga og ræna ávöxtum af plantekrum, en sá siður hefur skapað þeim þó nokkrar óvinsældir.

Letibjörn (Melursus ursinus)

Letibjörninn, sem stundum er nefndur varabjörn, á heimkynni í skóg- og kjarrlendi á Indlandi, Sri Lanka og allt norður til Nepal, Bangladess og Bútan. Letibirnir voru nokkuð algengir þar til fyrir um 20 árum, en nú er svo komið að afar erfitt er að finna þá þar sem verulega hefur verið gengið á heimkynni þeirra.

Letibirnir eru talsvert stærri en malajabirnir eða á bilinu 65 - 140 kg að þyngd. Þeir eru um margt sérstakir, til dæmis er trýnið óvenju langt og minnir mjög á mauraætur. Þeir eru smátenntir með flata jaxla auk þess sem ránjaxla vantar í efri góm og eru það merki um þróun frá ránlífi. Fæturnir eru hlutfallslega lengri en hjá öðrum björnum og klærnar eru óvenju langar.



Letibjörn (Melursus ursinus).


Letibirnir eru miklir tækifærissinnar í fæðuvali. Stór hluti fæðunnar eru skordýr, lauf, hunang og ávextir, en einnig ráðast þeir á termítahrauka og sleikja þá termítana upp. Letibirnir hafa skapað sér óvinsældir meðal manna þar sem þeir eiga það til að ráðast inn á akra, éta þar plönturnar og valda öðrum skemmdum.

Eins og áður sagði hefur mjög verið þrengt að heimkynnum letibjarna og skýrir það að hluta til mikla hnignum tegundarinnar og að þeir leiti inn á akra í fæðuleit. Annað sem er vert að nefna er að á undanförnum árum hefur termítahraukum verði mokað upp til þess að fá jarðveg sem þykir góður í tennisvelli. Þetta hefur valdið miklum fæðuskorti hjá letibjörnum og þvingað þá í fæðuleit á sífellt stækkandi akurlendin. Letibirnir geta verið illskeyttir þegar reynt er að reka þá af ökrum og snúist til varnar með þeim afleiðingum að á árunum 1989 til 1994 urðu rúmlega 700 árásir á menn og 48 dauðsföll. Ekki fylgir sögunni hversu margir birnir drápust í þessum átökum.

Gleraugnbjörn (Tremarctos ornatus)

Gleraugnabjörninn er eina villta bjarndýrstegundin í Suður-Ameríku. Kjörsvæði hans eru rakir og þéttir regnskógar, oft í fjalllendi allt upp í 2300 metra hæð. Útbreiðslusvæðið er aðallega bundið fjallshlíðum Andesfjalla frá Venesúela suður til Perú, en gleraugnabirnir hafa þó oft fundist bæði sunnar og norðar. Gleraugnabirnir eru taldir vera beinir afkomendur stærsta landrándýrs sem uppi var á ísöld í Ameríku og hefur verið kallaður ‘bulldog bear’ á ensku eða Arctodus simus á latínu.



Gleraugnbjörn (Tremarctos ornatus).

Gleraugnabirnir eru smávaxnir af björnum að vera, loðnir og svartir með mynstur sem minnir á gleraugu kringum augun, en af því draga þeir nafn sitt. Þeir eru með óvenju öfluga kjálka sem gera þeim kleyft að éta fæðu sem flest önnur dýr geta ekki étið, svo sem trjábörk. Gleraugnabirnir eru næturdýr en sofa í fylgsnum í hellum eða uppi í stórum trjám yfir daginn.

Gleraugnabirnir reyna í lengstu lög að forðast menn og því er afar erfitt að rannsaka þá. Þrátt fyrir þetta er ýmislegt vitað um gleraugnabirni. Þeir eru alætur en ávextir og jurtir eru þó langstærsti hluti fæðu þeirra. Eins og allir tækifærissinnar í fæðuvali fúlsa gleraugnabirnir ekki við kjöti þegar það býðst. Rannsóknir hafa þó sýnt að aðeins 4% af fæðu þeirra kemur úr dýraríkinu og teljast þeir því til mestu jurtaæta meðal bjarna (fyrir utan pandabirni að sjálfsögðu).

Líkt og öðrum björnum hefur gleraugnabjörnum fækkað mjög á undanförnum áratugum og telja vísindamenn að nú séu aðeins um 20,000 villt dýr eftir. Tegundin telst því vera í mikilli útrýmingarhættu.

Svartbjörn (Ursus americanus)

Svartbjörn finnst víða í Norður-Ameríku, frá Alaska og allt suður til Mexíkó, aðallega á óaðgengilegum tempruðum skógarsvæðum með miklum undirgróðri. Syðst á útbreiðslusvæðinu heldur hann til í fjalllendi upp í allt að 3000 metra hæð sökum þess hve mikið hefur verið gengið á kjörsvæði hans.



Svartbjörn (Ursus americanus).

Svartbirnir eru venjulega svartir að lit eins og nafnið gefur til kynna, en í vesturhluta útbreiðslusvæðisins eru þeir þó ljósari yfirlitum. Oft eru hvítar skellur á feldi dýranna og þá gjarnan á bringu. Svartbirnir eru á bilinu 80 - 400 kg að þyngd og eru karldýrin mun stærri en kvendýrin. Það má greina svartbirni frá brúnbjörnum (Ursus arctos) á því að þeir fyrrnefndu eru með lengri eyru og ekki eins loðnir Eins eru þeir ekki með eins kryppulaga axlir og brúnbirnir heldur með ávalari baklæga líkamsbyggingu.

Á vorin og sumrin éta svartbirnir aðallega gras og lauf. Þegar líður á sumarið snúa þeir sér að ýmsum ávöxtum, en éta harðari og trénaðri gróður á haustin. Svartbirnir eru ekki mikil rándýr en sækja mjög í prótín og fituríka fæðu þegar hún býðst. Líkt og flestir aðrir birnir geta þeir verið skæðir í sorphaugum. Þeir eru afar sterkir og skapast oft hætta þegar þeir komast nærri fólki enda er lundarfar þeirra óútreiknanlegt. Samt sem áður eru einungis skráð 36 dauðsföll af völdum svartbjarna á síðustu öld sem telst ekki há tala.

Þó svartbjörnum hafi fækkað á nýliðinni öld er stofninn enn stór og er þetta að öllum líkindum sá björn sem mest er af í heiminum.

Asískur svartbjörn (Ursus thiberanus)

Asíski svartbjörninn er enn þann dag í dag mjög útbreiddur í austanverðri Asíu, frá Pakistan allt austur til Ussurilands í Rússlandi og suður til Tælands. Hann finnst bæði í tempruðum skógum og hitabeltisskógum. Hann heldur sig gjarnan upp til fjalla á sumrin en leitar niður á láglendi á veturna.



Asískur svartbjörn (Ursus thiberanus).

Asísku svartbirnirnir eru öllu minni en nafnar þeirra í Ameríku, á bilinu 65 - 140 kg, og eru karldýrin stærri en kvendýrin. Asískir svartbirnir eru uppáhaldsfæða tígrisdýra, sérstaklega síberíu- tígrisdýra, og sennilega drepa þau tugi ef ekki hundruðir bjarna á hverju ári. Birnirnir gæða sér gjarnan á hræjum sem tígrísdýr hafa skilið eftir, en ef tígrisdýr snýr aftur að hræi sem björn er kominn í þá eru dagar bjarndýrsins líklega taldir.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um stofnstærð asíska skógarbjarnarins. Þó er vitað að mikil búsvæðaeyðing og veiði hefur valdið gríðarlegri fækkun á undanförnum áratugum, en lítið hefur verið gert enn sem komið er til að reyna að bjarga tegundinni.

Skógarbjörn (Ursus arctos)

Skógarbjörninn, eða brúnbjörninn eins og hann er líka nefndur, hefur langmesta útbreiðslu allra bjarndýra heimsins. Söguleg útbreiðsla hans nær um alla Norður-Ameríku, þó í dag sé lítið um þá í Bandaríkjunum nema þá í Alaska, frá vestur Evrópu allt austur til Kyrrahafssvæða Rússlands og suður um Asíu, en nú eru þar aðeins smáir einangraðir stofnar.

Vegna þessarar miklu útbreiðslu eru skógarbirnir greindir niður í fjölda deilitegunda. Stærstu meðlimir þessarar tegundar eru svokallaðir alaskabirnir eða kódíakbirnir (Ursus arctos middendorffi), en stærstu karldýr tegundarinnar verða vel yfir 500 kg að þyngd og eru því meðal stærstu landrándýr heims. Reyndar hafa veiðst risavaxin karldýr sem hafa vegið allt að 850 kg. Kamtchatkabirnirnir (Ursus arctos beringianus) eru litlu minni. Almennt gildir um brúnbirni að því norðar sem deilitegundin finnst því stærri eru dýrin, og einnig verða evrasísku birnirnir stærri eftir því sem austar dregur.



Skógarbjörn (Ursus arctos).

Allt að 80 mismunandi deilitegundum skógarbjarna hefur verið lýst í Norður-Ameríku. Þeirra á meðal er grábjörninn sem á ensku er þekktur undir heitinu “grizzly bear”. Grábirnir (Ursus horribilies), sem eitt sinn voru taldir sér tegund, höfðu áður afar mikla útbreiðslu í austanverðri álfunni en hefur nú verið nær útrýmt. Nafnið horribilies vísar til ákveðinna "útlagabjarna" sem urðu síðastir eftir af stórum stofnum brúnbjarna undir lok 19. aldar. Þessir birnir voru bæði árásargjarnir og útsjónarsamir þrátt fyrir að vera oft særðir og illa haldnir.

Fæða skógarbjarna er meira úr dýraríkinu en hjá öðrum björnum að hvítabjörnum undanskildum.

Ísbjörn (Ursus maritimus)

Loks má nefna ísbirni eða hvítabirni, en talsvert hefur verið fjallað um þá á Vísindavefnum og geta lesendur nálgast þau svör með því að nota leitarvélina á forsíðu vefsins.

Víða á netinu má lesa meira um birni og eru til dæmis margar heimasíður tileinkaður “vinsælustu björnunum”, ísbjörnum og skógarbjörnum. Til þess að nálgast upplýsingar um birni er ágætt að setja latnesku tegundaheitin inn í leitarvélar.

Á Vísindavefnum er að finna nokkur svör um birni eftir sama höfund, til dæmis:

Heimildir og myndir:...