Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða dýr hafa lengstu klærnar?

Jón Már Halldórsson

Að öllum líkindum hafa bjarndýr og letidýr lengstu klær sem þekktar eru meðal núlifandi dýra.

Letidýr af ættkvíslinni Bradypus sem lifa á Amazon-svæðunum, eru með gríðarlega langar klær. Lengdin hefur mælst 8 - 12 cm hjá fullorðnum dýrum. Bjarndýr eru einnig með mjög langar klær eða allt að 7,5 cm. Klær af þeirri lengd finnast til dæmis hjá letibirninum, sem hann notar meðal annars til að krafsa í tré. Letibjörninn finnst í sunnanverðri Asíu.

Stærstu einstaklingar brúnbjarnarins (Ursus arctos) hafa þó lengstar klær meðal bjarndýra, allt að 10 cm langar, svipað og letidýr. Aftur á móti hafa hvítabirnir ekki eins langar klær og brúnbirnir en þær eru mun gildari og sterklegri. Sennileg skýring á því er að þær hafi lagast að því að hvítabirnir ganga á ís eða sambærilegu undirlagi.

Stærstu ránfuglar hafa einnig langar klær en ná ekki umræddri klór lengd letidýra og bjarndýra.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.2.2003

Spyrjandi

Tinna Ingólfsdóttir, f. 1992

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr hafa lengstu klærnar?“ Vísindavefurinn, 4. febrúar 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3098.

Jón Már Halldórsson. (2003, 4. febrúar). Hvaða dýr hafa lengstu klærnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3098

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr hafa lengstu klærnar?“ Vísindavefurinn. 4. feb. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3098>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða dýr hafa lengstu klærnar?
Að öllum líkindum hafa bjarndýr og letidýr lengstu klær sem þekktar eru meðal núlifandi dýra.

Letidýr af ættkvíslinni Bradypus sem lifa á Amazon-svæðunum, eru með gríðarlega langar klær. Lengdin hefur mælst 8 - 12 cm hjá fullorðnum dýrum. Bjarndýr eru einnig með mjög langar klær eða allt að 7,5 cm. Klær af þeirri lengd finnast til dæmis hjá letibirninum, sem hann notar meðal annars til að krafsa í tré. Letibjörninn finnst í sunnanverðri Asíu.

Stærstu einstaklingar brúnbjarnarins (Ursus arctos) hafa þó lengstar klær meðal bjarndýra, allt að 10 cm langar, svipað og letidýr. Aftur á móti hafa hvítabirnir ekki eins langar klær og brúnbirnir en þær eru mun gildari og sterklegri. Sennileg skýring á því er að þær hafi lagast að því að hvítabirnir ganga á ís eða sambærilegu undirlagi.

Stærstu ránfuglar hafa einnig langar klær en ná ekki umræddri klór lengd letidýra og bjarndýra.

Mynd:...