Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna eru pöndur í útrýmingarhættu?

Jón Már Halldórsson

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað lifa pöndur lengi?
  • Í hvaða löndum lifa pöndur?
  • Hvað heita karldýr, kvendýr og afkvæmi panda?

Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að á ísaldartímabili jarðar (pleistósen), fyrir um 2,6 milljónum til 10.000 árum, lifði risapandan (Ailuropoda melanoleuca) á nokkuð víðáttumiklu svæði um alla suðaustanverða Asíu. Leifar af henni hafa fundist þar sem nú er Peking og allt suður til Mjanmar og Víetnam. Útbreiðsla hennar minnkaði hægt en eftir að umfangsmikil skógareyðing hófst í Kína hafa heimkynni risapöndunnar dregist gríðarlega saman. Nú lifa risapöndur aðeins á fjalllendum bambusskógarsvæðum innan þriggja héraða í miðhluta Kína (Gansu, Sichuan og Shaanxi) sem samtals eru einungis um 13 þúsund ferkílómetrar.

Bambus leikur stórt hlutverk í lífi pandabjarna því allt að 98% af fæðu þeirra samanstendur af laufum, stofni eða rótum þessara trjáa. Þrátt fyrir þetta einhæfa jurtafæði tilheyra risapöndur flokki rándýra. Í líkamsbyggingu þessara stórvöxnu skepna má sjá ýmsa aðlögun að jurtaáti, svo sem í tann- og kjálkagerð og byggingu framloppa. Hins vegar minnir meltingarkerfið mjög á meltingarkerfi annarra rándýra og því geta pöndur ekki melt beðmi (cellulósa) sem er aðal uppistaða í bambus. Meltingarvegur risapöndunnar leysir þennan vanda með því að láta fæðuna ganga hratt niður í gegn og þarf pandan því að eyða drjúgum hluta tíma síns við át eða allt að 16 klukkustundum á sólahring.

Risapandan (Ailuropoda melanoleuca).

Þar sem risapöndur eru af bjarndýraætt þá liggur beinast við að nefna karldýrin birni, kvendýrin birnur og afkvæmin húna líkt og hjá öðrum tegundum bjarna. Risapöndur geta orðið langlífar eins og aðrir frændur þeirra innan ættarinnar en rannsóknir hafa sýnt að þær geti náð allt að 30 ára aldri.

Risapandan hefur um áratugaskeið verið tákn þeirra dýra sem eiga á hættu að hverfa úr villtri náttúru. Ástæðuna fyrir bágbornu ástandi risapöndunnar má fyrst og fremst rekja til eyðingar bambusskóganna í Kína eins og áður er getið en einnig voru um langt árabil stundaðar stjórnlausar veiðar á henni. Fram eftir 20. öldinni ógnaði veiðiþjófnaður mjög tilvist risapöndunnar en á síðasta áratug aldarinnar stórefldu stjórnvöld í Kína allt verndunarstarf og telst risapandan núna vera „dýrgripur kínversku þjóðarinnar“. Verndarsvæði pöndunnar hafa verið stækkuð nokkuð og eftirlit stóreflt auk þess sem viðurlög við veiðum á risapöndum er fangelsisdómur upp á allt að 10 ár. Þar að auki hafa kínversk stjórnvöld hafið umfangsmikið samstarf við erlenda vísindamenn um aðstoð við verndunarstarfið líkt og stjórnvöld í Austur-Afríku og Rússlandi hafa gert með góðum árangri vegna tegunda sem þar eru í útrýmingarhættu.

Nú er talið að villtar pöndur séu að minnsta kosti 1.800 auk nokkur hundruða dýra í umsjón manna

Niðurstöður rannsókna á fjölda villtra panda benda til þess að þeim hafi fjölgað talsvert. Nú er talið að villtar pöndur séu að minnsta kosti 1.800 auk nokkur hundruða dýra í umsjón manna. Frá 2016 hafa Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin (International Union for Conservation of Nature, IUCN) flokkað pöndur sem tegund í nokkurri hættu (e. vulnerable) en áður var hún flokku sem tegund í hættu (e. endangered).

Á undanförnum áratugum hefur flestum tegundum villtra spendýra í Kína fækkað gríðarlega þó svo að athyglin hafi fyrst og fremst beinst að risapöndunni. Óhætt er að segja að aðrar tegundir í þessu víðlenda ríki hafi liðið fyrir það, sérstaklega suðurkínverska tígrisdýrið (Panthera tigris amoyensis). Um miðja síðustu öld var stofninn álitinn vera um 3-5 þúsund dýr en með kerfisbundinni útrýmingarherferð að skipun stjórnvalda í Peking er þessi deilitegund tígrisdýra því sem næst útdauð í dag. Aðeins teljast nú um 20 villt dýr á örlitlu svæði í suðurhluta Kína.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.12.2004

Síðast uppfært

3.5.2024

Spyrjandi

Anna Jónsdóttir
Harpa María Jörgensen

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna eru pöndur í útrýmingarhættu?“ Vísindavefurinn, 27. desember 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4682.

Jón Már Halldórsson. (2004, 27. desember). Hvers vegna eru pöndur í útrýmingarhættu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4682

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna eru pöndur í útrýmingarhættu?“ Vísindavefurinn. 27. des. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4682>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru pöndur í útrýmingarhættu?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvað lifa pöndur lengi?
  • Í hvaða löndum lifa pöndur?
  • Hvað heita karldýr, kvendýr og afkvæmi panda?

Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að á ísaldartímabili jarðar (pleistósen), fyrir um 2,6 milljónum til 10.000 árum, lifði risapandan (Ailuropoda melanoleuca) á nokkuð víðáttumiklu svæði um alla suðaustanverða Asíu. Leifar af henni hafa fundist þar sem nú er Peking og allt suður til Mjanmar og Víetnam. Útbreiðsla hennar minnkaði hægt en eftir að umfangsmikil skógareyðing hófst í Kína hafa heimkynni risapöndunnar dregist gríðarlega saman. Nú lifa risapöndur aðeins á fjalllendum bambusskógarsvæðum innan þriggja héraða í miðhluta Kína (Gansu, Sichuan og Shaanxi) sem samtals eru einungis um 13 þúsund ferkílómetrar.

Bambus leikur stórt hlutverk í lífi pandabjarna því allt að 98% af fæðu þeirra samanstendur af laufum, stofni eða rótum þessara trjáa. Þrátt fyrir þetta einhæfa jurtafæði tilheyra risapöndur flokki rándýra. Í líkamsbyggingu þessara stórvöxnu skepna má sjá ýmsa aðlögun að jurtaáti, svo sem í tann- og kjálkagerð og byggingu framloppa. Hins vegar minnir meltingarkerfið mjög á meltingarkerfi annarra rándýra og því geta pöndur ekki melt beðmi (cellulósa) sem er aðal uppistaða í bambus. Meltingarvegur risapöndunnar leysir þennan vanda með því að láta fæðuna ganga hratt niður í gegn og þarf pandan því að eyða drjúgum hluta tíma síns við át eða allt að 16 klukkustundum á sólahring.

Risapandan (Ailuropoda melanoleuca).

Þar sem risapöndur eru af bjarndýraætt þá liggur beinast við að nefna karldýrin birni, kvendýrin birnur og afkvæmin húna líkt og hjá öðrum tegundum bjarna. Risapöndur geta orðið langlífar eins og aðrir frændur þeirra innan ættarinnar en rannsóknir hafa sýnt að þær geti náð allt að 30 ára aldri.

Risapandan hefur um áratugaskeið verið tákn þeirra dýra sem eiga á hættu að hverfa úr villtri náttúru. Ástæðuna fyrir bágbornu ástandi risapöndunnar má fyrst og fremst rekja til eyðingar bambusskóganna í Kína eins og áður er getið en einnig voru um langt árabil stundaðar stjórnlausar veiðar á henni. Fram eftir 20. öldinni ógnaði veiðiþjófnaður mjög tilvist risapöndunnar en á síðasta áratug aldarinnar stórefldu stjórnvöld í Kína allt verndunarstarf og telst risapandan núna vera „dýrgripur kínversku þjóðarinnar“. Verndarsvæði pöndunnar hafa verið stækkuð nokkuð og eftirlit stóreflt auk þess sem viðurlög við veiðum á risapöndum er fangelsisdómur upp á allt að 10 ár. Þar að auki hafa kínversk stjórnvöld hafið umfangsmikið samstarf við erlenda vísindamenn um aðstoð við verndunarstarfið líkt og stjórnvöld í Austur-Afríku og Rússlandi hafa gert með góðum árangri vegna tegunda sem þar eru í útrýmingarhættu.

Nú er talið að villtar pöndur séu að minnsta kosti 1.800 auk nokkur hundruða dýra í umsjón manna

Niðurstöður rannsókna á fjölda villtra panda benda til þess að þeim hafi fjölgað talsvert. Nú er talið að villtar pöndur séu að minnsta kosti 1.800 auk nokkur hundruða dýra í umsjón manna. Frá 2016 hafa Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin (International Union for Conservation of Nature, IUCN) flokkað pöndur sem tegund í nokkurri hættu (e. vulnerable) en áður var hún flokku sem tegund í hættu (e. endangered).

Á undanförnum áratugum hefur flestum tegundum villtra spendýra í Kína fækkað gríðarlega þó svo að athyglin hafi fyrst og fremst beinst að risapöndunni. Óhætt er að segja að aðrar tegundir í þessu víðlenda ríki hafi liðið fyrir það, sérstaklega suðurkínverska tígrisdýrið (Panthera tigris amoyensis). Um miðja síðustu öld var stofninn álitinn vera um 3-5 þúsund dýr en með kerfisbundinni útrýmingarherferð að skipun stjórnvalda í Peking er þessi deilitegund tígrisdýra því sem næst útdauð í dag. Aðeins teljast nú um 20 villt dýr á örlitlu svæði í suðurhluta Kína.

Heimildir og myndir: ...