Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær ríktu Rómverjar?

Geir Þ. Þórarinsson

Samkvæmt venju er stofnun Rómar talin hafa átt sér stað 21. apríl árið 753 f.Kr. Í fyrstu var Róm ekki nema lítið þorp við ána Tíber. Er fram liðu tímar óx borgin og Rómverjar seildust til áhrifa utan borgarinnar. Róm varð lýðveldi árið 510 eða 509 f.Kr. Á lýðveldistímanum varð Rómaveldi að stórveldi. Rómverjar náðu fyrst völdum yfir öðrum þjóðum á Appenínaskaganum, þar á meðal Sabínum, Samnítum og Etrúrum. Í orrustunni við Tarentum árið 282 f.Kr. náðu Rómverjar valdi yfir síðustu grísku nýlendunni á Ítalíu og réðu þá skaganum öllum.

Kort af Rómaveldi.

Rómverjar háðu þrjú stríð – púnversku stríðin – við Karþagómenn, sem Rómverjar nefndu Púnverja. Fyrsta púnverska stríðið var háð á árunum 264-241 f.Kr. Þá náðu Rómverjar yfirráðum yfir Sikiley og náðu einnig ítökum á Spáni. Þar með höfðu þeir náð völdum utan Ítalíu í fyrsta skipti. Seinna náðu þeir einnig eyjunum Sardiníu og Korsíku á sitt vald. Öðru púnverska stríðinu 218-202 f.Kr. lauk einnig með sigri Rómverja og gerði þá að valdamestu þjóðinni við vestanvert Miðjarðarhafið. Karþagó gat ekki lengur veitt Rómaveldi samkeppni um völd og yfirráð og í þriðja púnverska stríðinu 149-146 f.Kr. lögðu Rómverjar Karþagó í rúst. Smám saman treystu og juku Rómverjar völd sín við Miðjarðarhafið. Á árunum 58 – 52 f. Kr. lagði Júlíus Caesar Gallíu, þar sem nú er Frakkland, undir Rómaveldi.

Um miðja 1. öld f.Kr. geisuðu borgarastríð í Róm. Þegar varanlegur friður komst loks á var Octavíanus, sem síðar hlaut virðingarheitið Ágústus, við völd. Á valdatíma hans breyttist Rómaveldi úr lýðveldi í keisaraveldi, enda þótt formlega væri lýðveldið aldrei lagt niður. Venjan er að miða upphaf keisaratímans við árið 27 f.Kr. Rómaveldi var æ síðan keisaraveldi. Það var stærst á valdatíma Trajanusar á árunum 98-117 e.Kr.

Undir lok 2. aldar hófst langt hnignunarskeið Rómaveldis. Ósjaldan var barist um völdin en margir valdamanna voru vanhæfir. Árið 293 var ríkinu skipt í austur- og vesturhluta en árið 395 varð skiptingin varanleg og til urðu Vestrómverska ríkið og Austrómverska ríkið. Konstantínópel, sem í dag heitir Istanbúl, varð höfuðborg Austrómverska ríkisins. Borgin, sem Konstantín mikli stofnaði árið 330, hafði áður heitið Býzantíon og þaðan er komið nafnið Býsansríkið, sem er annað heiti á Austrómverska ríkinu.

Í Vestrómverska ríkinu hélt hnignunin áfram. Innrásir úr norðri voru tíðar, hagstjórn var slæm og farsóttir geisuðu. Germanskir þjóðflokkar náðu að endingu völdum í borginni og hröktu Rómúlus Ágústus, síðasta keisara Vestrómverska ríkisins, í útlegð árið árið 476. Oftast er fall Vestrómverska ríkisins miðað við þetta ártal. Úr leifum Vestrómverska ríkisins urðu síðar til ný ríki, meðal annars Frankaríkið og síðar Heilaga rómverska keisaradæmið. Býsansríkið hélt hins vegar velli og féll ekki fyrr en árið 1453.

Kort:
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

10.8.2007

Síðast uppfært

9.11.2021

Spyrjandi

Jón Haraldsson, f. 1993

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvenær ríktu Rómverjar?“ Vísindavefurinn, 10. ágúst 2007, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6751.

Geir Þ. Þórarinsson. (2007, 10. ágúst). Hvenær ríktu Rómverjar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6751

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvenær ríktu Rómverjar?“ Vísindavefurinn. 10. ágú. 2007. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6751>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær ríktu Rómverjar?
Samkvæmt venju er stofnun Rómar talin hafa átt sér stað 21. apríl árið 753 f.Kr. Í fyrstu var Róm ekki nema lítið þorp við ána Tíber. Er fram liðu tímar óx borgin og Rómverjar seildust til áhrifa utan borgarinnar. Róm varð lýðveldi árið 510 eða 509 f.Kr. Á lýðveldistímanum varð Rómaveldi að stórveldi. Rómverjar náðu fyrst völdum yfir öðrum þjóðum á Appenínaskaganum, þar á meðal Sabínum, Samnítum og Etrúrum. Í orrustunni við Tarentum árið 282 f.Kr. náðu Rómverjar valdi yfir síðustu grísku nýlendunni á Ítalíu og réðu þá skaganum öllum.

Kort af Rómaveldi.

Rómverjar háðu þrjú stríð – púnversku stríðin – við Karþagómenn, sem Rómverjar nefndu Púnverja. Fyrsta púnverska stríðið var háð á árunum 264-241 f.Kr. Þá náðu Rómverjar yfirráðum yfir Sikiley og náðu einnig ítökum á Spáni. Þar með höfðu þeir náð völdum utan Ítalíu í fyrsta skipti. Seinna náðu þeir einnig eyjunum Sardiníu og Korsíku á sitt vald. Öðru púnverska stríðinu 218-202 f.Kr. lauk einnig með sigri Rómverja og gerði þá að valdamestu þjóðinni við vestanvert Miðjarðarhafið. Karþagó gat ekki lengur veitt Rómaveldi samkeppni um völd og yfirráð og í þriðja púnverska stríðinu 149-146 f.Kr. lögðu Rómverjar Karþagó í rúst. Smám saman treystu og juku Rómverjar völd sín við Miðjarðarhafið. Á árunum 58 – 52 f. Kr. lagði Júlíus Caesar Gallíu, þar sem nú er Frakkland, undir Rómaveldi.

Um miðja 1. öld f.Kr. geisuðu borgarastríð í Róm. Þegar varanlegur friður komst loks á var Octavíanus, sem síðar hlaut virðingarheitið Ágústus, við völd. Á valdatíma hans breyttist Rómaveldi úr lýðveldi í keisaraveldi, enda þótt formlega væri lýðveldið aldrei lagt niður. Venjan er að miða upphaf keisaratímans við árið 27 f.Kr. Rómaveldi var æ síðan keisaraveldi. Það var stærst á valdatíma Trajanusar á árunum 98-117 e.Kr.

Undir lok 2. aldar hófst langt hnignunarskeið Rómaveldis. Ósjaldan var barist um völdin en margir valdamanna voru vanhæfir. Árið 293 var ríkinu skipt í austur- og vesturhluta en árið 395 varð skiptingin varanleg og til urðu Vestrómverska ríkið og Austrómverska ríkið. Konstantínópel, sem í dag heitir Istanbúl, varð höfuðborg Austrómverska ríkisins. Borgin, sem Konstantín mikli stofnaði árið 330, hafði áður heitið Býzantíon og þaðan er komið nafnið Býsansríkið, sem er annað heiti á Austrómverska ríkinu.

Í Vestrómverska ríkinu hélt hnignunin áfram. Innrásir úr norðri voru tíðar, hagstjórn var slæm og farsóttir geisuðu. Germanskir þjóðflokkar náðu að endingu völdum í borginni og hröktu Rómúlus Ágústus, síðasta keisara Vestrómverska ríkisins, í útlegð árið árið 476. Oftast er fall Vestrómverska ríkisins miðað við þetta ártal. Úr leifum Vestrómverska ríkisins urðu síðar til ný ríki, meðal annars Frankaríkið og síðar Heilaga rómverska keisaradæmið. Býsansríkið hélt hins vegar velli og féll ekki fyrr en árið 1453.

Kort:
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990....