Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um drekaflugur?

Jón Már Halldórsson

Drekaflugur (einnig kallaðar slenjur) nefnast öll skordýr af undirættbálki vogvængja (Anisoptera). Alls eru þekktar um 2.500 tegundir af drekaflugum.

Helstu einkenni þessara flugna eru áberandi langur bolur, stór augu og útstæðir vængir, einnig í hvíldarstöðu. Augun þekja mestan part höfuðsins og er sjónskyn flugnanna gríðalega vítt eða allt að 360°. Til eru mjög mörg litaafbrigði af drekaflugum, litir vængjanna geta verið allt frá málmkenndum til pastellitar og skrokkurinn getur ýmist verið grænn, svartur, rauður eða brúnn. Oft er búkurinn með fallegum mynstrum eins hjá tegundinni Hemianax papuensis (sjá mynd).

Drekaflugur eru stórar miðað við aðra hópa flugna. Stærsta tegundin hefur 16 cm vænghaf og sú minnsta 20 mm, en jafnvel það er töluvert miðað við aðrar flugur. Drekaflugur eru ránskordýr og veiða önnur skordýr á flugi. Þær eru einstaklega fimar á flugi og fljúga hraðast allra skordýra. Drekafluga sem lifir í Ástralíu hefur mælst á rúmlega 57 km/klst hraða. Þess má geta að húsflugur ná vart meiri hraða en 10 km/klst.

Lirfur drekaflugurnar lifa í vatni og eru einnig skæð rándýr. Þær lifa á ýmsum smáum dýrum sem lifa í vatninu, svo sem öðrum skordýralirfum.

Margir þættir eru breytilegir í vistfræði drekaflugna, svo sem varphættir þeirra. Sumar tegundir drekaflugna verpa eggjum inn í plöntur, aðrar í jarðveg og sumar verpa beint í vatn. Lirfurnar lifa í vatninu og nota tálkn til að ná í súrefni. Þær ganga í gegnum nokkur hamskipti og áður en það síðasta gengur í garð, skríða þær upp á yfirborðið til að hafa hamskipti og fljúga upp í fyrsta sinn á ævi sinni.

Margar „þjóðsögur“ eru til um drekaflugur. Ein tegund sem nefnist á íslensku „stoppunál djöfulsins“ (e. devil´s darning needle), er sögð sauma fyrir augu, eyru eða munn sofandi barna, sérstaklega þegar þau hafa verið óþekk! Reyndin er hins vegar sú að drekaflugur eru sauðmeinlausar öllum mönnum og þær vinna reyndar töluvert gagn þar sem þær éta mikið af moskítóflugum.

Drekaflugur líkjast mjög elstu skordýrunum í þróunarsögunni. Í steingervingalögum má sjá drekaflugur alveg eins útlítandi og þær sem eru á ferli í dag. Telja vísindamenn að þessi hópur skordýra hafi komið fram fyrir tæpum 300 milljónum ára. Margar forsögulegar tegundir drekaflugna voru miklu stærri en þær sem við þekkjum nú. Til dæmis voru drekaflugur af ættkvíslinni Meganura með um 75 cm vænghaf!

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.11.2002

Spyrjandi

Anton Örn Björnsson, f. 1992

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um drekaflugur?“ Vísindavefurinn, 29. nóvember 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2921.

Jón Már Halldórsson. (2002, 29. nóvember). Hvað getið þið sagt mér um drekaflugur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2921

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um drekaflugur?“ Vísindavefurinn. 29. nóv. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2921>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um drekaflugur?
Drekaflugur (einnig kallaðar slenjur) nefnast öll skordýr af undirættbálki vogvængja (Anisoptera). Alls eru þekktar um 2.500 tegundir af drekaflugum.

Helstu einkenni þessara flugna eru áberandi langur bolur, stór augu og útstæðir vængir, einnig í hvíldarstöðu. Augun þekja mestan part höfuðsins og er sjónskyn flugnanna gríðalega vítt eða allt að 360°. Til eru mjög mörg litaafbrigði af drekaflugum, litir vængjanna geta verið allt frá málmkenndum til pastellitar og skrokkurinn getur ýmist verið grænn, svartur, rauður eða brúnn. Oft er búkurinn með fallegum mynstrum eins hjá tegundinni Hemianax papuensis (sjá mynd).

Drekaflugur eru stórar miðað við aðra hópa flugna. Stærsta tegundin hefur 16 cm vænghaf og sú minnsta 20 mm, en jafnvel það er töluvert miðað við aðrar flugur. Drekaflugur eru ránskordýr og veiða önnur skordýr á flugi. Þær eru einstaklega fimar á flugi og fljúga hraðast allra skordýra. Drekafluga sem lifir í Ástralíu hefur mælst á rúmlega 57 km/klst hraða. Þess má geta að húsflugur ná vart meiri hraða en 10 km/klst.

Lirfur drekaflugurnar lifa í vatni og eru einnig skæð rándýr. Þær lifa á ýmsum smáum dýrum sem lifa í vatninu, svo sem öðrum skordýralirfum.

Margir þættir eru breytilegir í vistfræði drekaflugna, svo sem varphættir þeirra. Sumar tegundir drekaflugna verpa eggjum inn í plöntur, aðrar í jarðveg og sumar verpa beint í vatn. Lirfurnar lifa í vatninu og nota tálkn til að ná í súrefni. Þær ganga í gegnum nokkur hamskipti og áður en það síðasta gengur í garð, skríða þær upp á yfirborðið til að hafa hamskipti og fljúga upp í fyrsta sinn á ævi sinni.

Margar „þjóðsögur“ eru til um drekaflugur. Ein tegund sem nefnist á íslensku „stoppunál djöfulsins“ (e. devil´s darning needle), er sögð sauma fyrir augu, eyru eða munn sofandi barna, sérstaklega þegar þau hafa verið óþekk! Reyndin er hins vegar sú að drekaflugur eru sauðmeinlausar öllum mönnum og þær vinna reyndar töluvert gagn þar sem þær éta mikið af moskítóflugum.

Drekaflugur líkjast mjög elstu skordýrunum í þróunarsögunni. Í steingervingalögum má sjá drekaflugur alveg eins útlítandi og þær sem eru á ferli í dag. Telja vísindamenn að þessi hópur skordýra hafi komið fram fyrir tæpum 300 milljónum ára. Margar forsögulegar tegundir drekaflugna voru miklu stærri en þær sem við þekkjum nú. Til dæmis voru drekaflugur af ættkvíslinni Meganura með um 75 cm vænghaf!

Mynd:

...