Fuglar hafa segulsteind í höfðinu og með henni geta þeir skynjað segulsvið jarðar. Þessa steind er ekki bara að finna í fuglum heldur einnig hjá býflugum og hvölum. Þessi segulsteind er meðal annars talin vera ein ástæða þess að sum dýr ókyrrast fyrir jarðskjálfta. Ef breytingar verða á rafsegulsviði fyrir jarðskjálfta getur þessi áttaviti ruglast og það getur vel valdið ókyrrð hjá dýrunum. Heimildir kort og frekara lesefni:
- Geta dýr skynjað jarðskjálfta áður en þeir verða? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvernig geta fuglar ratað svona langar vegalengdir? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvað er krían lengi að fljúga frá Íslandi til Suðurskautslandsins? eftir JMH
- Wikimedia Commons
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.