Það eru margir þættir sem hafa áhrif á það hversu mikið nautgripir éta. Hægt er að skipta áhrifaþáttum í þrennt, það sem snýr að gripnum sjálfum, fóðrinu og bóndanum. Gripurinn Stærð og holdafar nautgripa hefur áhrif á hversu mikið þeir éta. Ef miðað er við gripi af sömu stærð éta feitir gripir minna en magrir. Annað sem hefur áhrif er framleiðsluskeiðið, til dæmis hvort gripurinn er að vaxa eða er í jafnvægi. Einnig skiptir máli hversu mikla mjólk gripurinn á að gefa. Fóðrið Meltanleiki fóðursins hefur áhrif á át nautgripa. Ef það er mikið af tormeltum trefjum í fóðrinu hægist á meltingunni. Samsetning fóðurs er einnig áhrifaþáttur þar sem örverur í vömbinni þurfa að fá næringarefni í réttum hlutföllum til þess að ná hámarksafköstum. Bóndinn Fjölbreytni í fóðri og rétt samsetning fóðurs hefur áhrif á átgetu nautgripa. Þessir þættir eru á valdi bóndans og þannig hefur hann og ákvarðanir hans bein áhrif á átgetuna. Erfitt er að gefa eina tölu yfir át nautgripa. Til eru flóknar formúlur sem taka mið af ofangreindum þáttum til þess að áætla át gripa. Einföld formúla fyrir át mjólkurkúa er:
0,025 x þungi + 0,1 x nyt = át (kg þurrefnis/dag).Dæmi:
0,025 x 500 + 0,1 x 30 = 15,5 kgAlmennt má segja að naut éti um 2-3% af líkamsþyngd sinni á dag og mjólkurkýr éti sem samsvarar um 3-4% af þyngd sinni.