Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1400 svör fundust

category-iconHugvísindi

Gilda einhverjar reglur um það að konur eigi að sitja vinstra megin í kirkjum?

Engar reglur eru í gildi í þessu efni hér á landi og hafa ekki verið lengi. Það er hins vegar siður í formlegum kirkjubrúðkaupum að kynin sitji hvort sínum megin í kirkjunni og konur þá til vinstri þegar inn er gengið eða norðanmegin í kirkjunni. Þetta er þó alfarið á valdi hjónanna sem í hlut eiga og engin kirkju...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver eru einkenni eistnakrabbameins og hvernig er hægt að ganga úr skugga um að um eistnakrabba sé að ræða?

Eistnakrabbamein er algengasta illkynja mein í ungum karlmönnum. Um 7.400 ný tilfelli voru greind í Bandaríkjunum árið 2000. Tíðni þessa krabbameins hefur farið vaxandi undanfarna áratugi en ástæður þessarar aukningar eru óþekktar. Karlmenn geta fengið krabbamein í eistu á hvaða aldri sem er. Hinsvegar er al...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið frætt mig um klaufhala?

Klaufhalar (Dermaptera) eru ættbálkur skordýra. Þeir eru meðalstór skordýr og fremra vængjapar þeirra hefur ummyndast í litlar plötur sem hylja samanbrotna afturvængi. Klaufhalar hafa langa, þráðlaga, margliða fálmara. Á afturenda eru tveir harðir kítínstafir sem mynda nokkurs konar griptöng. Á henni þekkjast klau...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Finnast hættuleg eiturefni í kartöflum?

Sólanín er samheiti yfir efnin alfa-sólanín og alfa-chacónín sem eru glýkóalkalóíðar. Með alkalóíðum er átt við lífræn efni sem hafa þrígilt köfnunarefni. Glýkóalkalóíðar eru náttúruleg eiturefni sem geta myndast í kartöflum og gegna hlutverki varnarefna, það er geta varið kartöfluna fyrir ákveðnum sjúkdómum og au...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er íslenska notuð í geimnum?

Já, íslenska er notuð í geimnum! Ekki þó í þeim skilningi að þar tali menn almennt íslensku heldur eru til nokkrir staðir í sólkerfinu sem bera íslensk heiti. Frá árinu 1919 hefur það verið í verkahring nafnanefndar Alþjóðasambands stjarnfræðinga (e. International Astronomical Union) að nefna fyrirbæri á hnöttum s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Í hvaða bergtegundum finnst gull?

Eins og önnur efni jarðskorpunnar er gull upphaflega komið með bergbráð úr jarðmöttlinum. Í skorpunni hefur það svo safnast aðallega í kísilríkt (súrt) storkuberg, einkum granít. Þó finnst það einnig í basísku bergi; til dæmis eru uppi áætlanir um að nema gull úr stórum gabbró-hleif á Austur-Grænlandi (Skærgård) þ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að komast að því hvort maður hafi hraðar eða hægar vöðvafrumur og hvernig er farið að því?

Í stuttu máli er svarið já, það er hægt að komast að því hvort maður hafi hraðar eða hægar vöðvafrumur. Til þess að finna út úr því þarf að taka vöðvasýni á stærð við strokleður á blýanti úr einum eða fleiri vöðvum. Sýnið er svo greint á rannsóknarstofu og að því loknu er hægt að reikna út hlutfall hraðra og hæ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru steingervingar og hvernig myndast þeir?

Steingervingar eru steinrunnar leifar eða för dýra eða plantna sem varðveittar eru í jarðlögum. Sagt er að Leonardó da Vinci (dagbók frá um 1500) hafi fyrstur manna áttað sig á því að steingerðar skeljar í jarðlögum á Ítalíu séu menjar lifandi dýra – almennt var talið að skeljarnar hefðu vaxið í berginu. Hins v...

category-iconFélagsvísindi

Er leyfilegt á Íslandi að eiga lögheimili í sumarbústað?

Nei, það er ekki heimilt að skrá lögheimili í sumarbústað, eða „frístundabyggð“ eins og sumarbústaðasvæði eru kölluð í lögum. Í lögum um lögheimili er tekið fram að lögheimili manns sé sá staður þar sem hann hafi fasta búsetu en á þeirri meginreglu eru þó nokkrar undantekningar. Þannig er dvöl í gistihúsi, fangels...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru gammablossar og hvernig myndast þeir?

Gammablossar nefnast hrinur háorku rafsegulgeislunar sem berast til jarðar utan úr geimnum að jafnaði einu sinni á sólarhring. Hver hrina er skammlíf og getur varað allt frá sekúndubrotum og upp í allmargar mínútur. Nú er almennt talið að flestir gammablossar verði þegar massamikil sólstjarna endar ævi sína. Ti...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um kameljón?

Kameljón (Chamaeleonidae) eru eðlur af undirflokknum Iguania en til eru um 160 tegundir af þeim. Þau finnast í Afríku, á Spáni, í Suður-Asíu og á Indlandi. Þau lifa einungis á hlýjum búsvæðum svo sem eyðimörkum en þó einkum í regnskógum. Fæætur kameljóna eru sérstaklega lagaðir til þess að klifra í trjám. Mörgum f...

category-iconLögfræði

Af hverju nota breskir dómarar og lögmenn hárkollur í réttarsal?

Margir hafa væntanlega kynnst dæmigerðum réttarhöldum í Bretlandi og Bandaríkjunum í gegnum kvikmyndir og sjónvarsþætti. Iðulega eru dómarar og lögmenn á þessum vettvangi með hárkollur við málflutning. Hárkollurnar geta verið mismunandi. Dómarinn er oftast með síða hárkollu sem nær niður á axlir en lögmaðurinn ...

category-iconTölvunarfræði

Hvernig virkar tölvumús?

Upprunalega spurningin var: Þegar maður er með geislamús og hreyfir músina þá hreyfist örin á skjánum líka. Hvernig virkar þessi geisli og er sama hvernig ljósaperan er á litinn? Tölvumús þjónar því hlutverki að færa bendil til á tölvuskjánum. Mýsnar voru vélrænar fram að síðustu aldamótum en síðan tóku "ljósk...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaðan kemur sá siður að láta börn sofa úti í vagni?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur sá siður að láta börn sofa úti í vagni á fyrstu ævi árunum? Hafa rannsóknir verið gerðar á kostum þess og göllum? Höfundur þessa svars veit ekki til þess að gerðar hafi verið athuganir eða rannsóknir á kostum eða göllum útisvefns í vagni. Reynslan hefur hins vegar ...

category-iconHagfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Joan Nymand Larsen rannsakað?

Joan Nymand Larsen er vísindamaður við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og prófessor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Hún er hagfræðingur og sérhæfir sig í efnahagslegri og sjálfbærri þróun á norðurslóðum; nýtingu og stjórnun náttúruauðlinda; félagslegum og efnahagslegum áhrifum loftslagsbreytin...

Fleiri niðurstöður