Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er leyfilegt á Íslandi að eiga lögheimili í sumarbústað?

Árni Helgason

Nei, það er ekki heimilt að skrá lögheimili í sumarbústað, eða „frístundabyggð“ eins og sumarbústaðasvæði eru kölluð í lögum. Í lögum um lögheimili er tekið fram að lögheimili manns sé sá staður þar sem hann hafi fasta búsetu en á þeirri meginreglu eru þó nokkrar undantekningar. Þannig er dvöl í gistihúsi, fangelsi, vinnuhæli, sjúkrahúsi, athvarfi, heimavistarskóla, verbúð, vinnubúðum eða öðru húsnæði, sem jafna má til þessa, ekki talið ígildi fastrar búsetu samkvæmt lögunum og sama gildir um húsnæði í skipulagðri frístundabyggð.



Orlofshúsabyggð í Vatnsfirði á Barðaströnd.

Lögheimilislögunum var breytt árið 2006 þannig að girt var fyrir að unnt væri að skrá lögheimili í frístundabyggð. Sú lagabreyting var gerð í kjölfar dóms sem gekk í Hæstarétti þann 14. apríl 2005. Niðurstaða Hæstaréttar í því máli, sem snerist um lögmæti þess að fjölskyldu var synjað að skrá lögheimili sitt í sumarhúsi í sveitarfélaginu Bláskógabyggð, var að sveitarfélaginu hefði ekki verið heimilt að synja um skráninguna. Í dóminum er meðal annars vísað til þess að í ljósi 4. mgr. 66. gr. stjórnarskrárinnar nytu einstaklingar réttar til að ráða búsetu sinni, enda stangaðist slík ákvörðun ekki á við lög og þeir hefðu að einkarétti yfirráð yfir þeim stað. Þá segir ennfremur að ekki hafi verið vísað til haldbærra heimilda, hvorki í skipulags- og byggingarlögum, nr. 73/1997, né öðrum lögum, sem sett gætu skorður við skráningu lögheimilis í sumarhúsi á svæði sem ætlað væri fyrir frístundabyggð.

Í kjölfar þess að dómurinn gekk var farið í vinnu á vegum félagsmálaráðuneytisins til að skerpa á ákvæðum laga að þessu leyti.

Þótt fólk eigi almennt að geta ráðið sinni búsetu og þar með lögheimili eru ákveðin rök sem mæla fyrir um að setja takmarkanir á rétt manna til að skrá lögheimili sitt þar sem þeir vilja. Í greinargerð starfshópsins sem fór yfir hvaða breytingar þyrfti að gera í kjölfar dóms Hæstaréttar, segir meðal annars um þetta atriði:

Opinber þjónusta getur til að mynda orðið dýrari og af þeim sökum gæti þurft að draga úr þjónustu þar sem tekjustofnar sveitarfélaganna eru takmarkaðir. Það er mikilvægur þáttur í sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga að þau geti innan marka laga forgangsraðað verkefnum og ákveðið útfærslu þeirrar þjónustu sem þau veita, m.a. í þeim tilgangi að nýta tekjustofna sína af hagkvæmni. Algert frjálsræði í vali á búsetu innan sveitarfélags getur þannig ekki aðeins grafið undan forræði sveitarfélaga í skipulagsmálum heldur getur það einnig haft áhrif á rekstrargrundvöll þeirra. Eru slíkar afleiðingar sérstaklega nærtækar í víðfeðmum sveitarfélögum þar sem stórar sumarhúsabyggðir eru og eigendur sumarhúsa jafnvel margfalt fleiri en íbúar viðkomandi sveitarfélags. Auk þess eru aðstæður víða þannig í frístundabyggðum að erfitt er að tryggja þjónustu allt árið um kring vegna þess að aðgengi er erfitt og til dæmis er snjómokstur nánast útilokaður nema með óheyrilegum tilkostnaði.

Niðurstaða hópsins var því að leggja til fyrrgreinda breytingu á lögheimilislögum og er því ekki heimilt í dag að skrá lögheimili í sumarbústað.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund

Höfundur

Árni Helgason

lögfræðingur og fyrrverandi laganemi við HÍ

Útgáfudagur

29.7.2009

Spyrjandi

Tryggvi Hrólfsson

Tilvísun

Árni Helgason. „Er leyfilegt á Íslandi að eiga lögheimili í sumarbústað?“ Vísindavefurinn, 29. júlí 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48451.

Árni Helgason. (2009, 29. júlí). Er leyfilegt á Íslandi að eiga lögheimili í sumarbústað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48451

Árni Helgason. „Er leyfilegt á Íslandi að eiga lögheimili í sumarbústað?“ Vísindavefurinn. 29. júl. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48451>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er leyfilegt á Íslandi að eiga lögheimili í sumarbústað?
Nei, það er ekki heimilt að skrá lögheimili í sumarbústað, eða „frístundabyggð“ eins og sumarbústaðasvæði eru kölluð í lögum. Í lögum um lögheimili er tekið fram að lögheimili manns sé sá staður þar sem hann hafi fasta búsetu en á þeirri meginreglu eru þó nokkrar undantekningar. Þannig er dvöl í gistihúsi, fangelsi, vinnuhæli, sjúkrahúsi, athvarfi, heimavistarskóla, verbúð, vinnubúðum eða öðru húsnæði, sem jafna má til þessa, ekki talið ígildi fastrar búsetu samkvæmt lögunum og sama gildir um húsnæði í skipulagðri frístundabyggð.



Orlofshúsabyggð í Vatnsfirði á Barðaströnd.

Lögheimilislögunum var breytt árið 2006 þannig að girt var fyrir að unnt væri að skrá lögheimili í frístundabyggð. Sú lagabreyting var gerð í kjölfar dóms sem gekk í Hæstarétti þann 14. apríl 2005. Niðurstaða Hæstaréttar í því máli, sem snerist um lögmæti þess að fjölskyldu var synjað að skrá lögheimili sitt í sumarhúsi í sveitarfélaginu Bláskógabyggð, var að sveitarfélaginu hefði ekki verið heimilt að synja um skráninguna. Í dóminum er meðal annars vísað til þess að í ljósi 4. mgr. 66. gr. stjórnarskrárinnar nytu einstaklingar réttar til að ráða búsetu sinni, enda stangaðist slík ákvörðun ekki á við lög og þeir hefðu að einkarétti yfirráð yfir þeim stað. Þá segir ennfremur að ekki hafi verið vísað til haldbærra heimilda, hvorki í skipulags- og byggingarlögum, nr. 73/1997, né öðrum lögum, sem sett gætu skorður við skráningu lögheimilis í sumarhúsi á svæði sem ætlað væri fyrir frístundabyggð.

Í kjölfar þess að dómurinn gekk var farið í vinnu á vegum félagsmálaráðuneytisins til að skerpa á ákvæðum laga að þessu leyti.

Þótt fólk eigi almennt að geta ráðið sinni búsetu og þar með lögheimili eru ákveðin rök sem mæla fyrir um að setja takmarkanir á rétt manna til að skrá lögheimili sitt þar sem þeir vilja. Í greinargerð starfshópsins sem fór yfir hvaða breytingar þyrfti að gera í kjölfar dóms Hæstaréttar, segir meðal annars um þetta atriði:

Opinber þjónusta getur til að mynda orðið dýrari og af þeim sökum gæti þurft að draga úr þjónustu þar sem tekjustofnar sveitarfélaganna eru takmarkaðir. Það er mikilvægur þáttur í sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga að þau geti innan marka laga forgangsraðað verkefnum og ákveðið útfærslu þeirrar þjónustu sem þau veita, m.a. í þeim tilgangi að nýta tekjustofna sína af hagkvæmni. Algert frjálsræði í vali á búsetu innan sveitarfélags getur þannig ekki aðeins grafið undan forræði sveitarfélaga í skipulagsmálum heldur getur það einnig haft áhrif á rekstrargrundvöll þeirra. Eru slíkar afleiðingar sérstaklega nærtækar í víðfeðmum sveitarfélögum þar sem stórar sumarhúsabyggðir eru og eigendur sumarhúsa jafnvel margfalt fleiri en íbúar viðkomandi sveitarfélags. Auk þess eru aðstæður víða þannig í frístundabyggðum að erfitt er að tryggja þjónustu allt árið um kring vegna þess að aðgengi er erfitt og til dæmis er snjómokstur nánast útilokaður nema með óheyrilegum tilkostnaði.

Niðurstaða hópsins var því að leggja til fyrrgreinda breytingu á lögheimilislögum og er því ekki heimilt í dag að skrá lögheimili í sumarbústað.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund...