Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það satt að maður eignist jörð ef hann nýtir hana í 20 ár án þess að borga leigu?

Hildigunnur Hafsteinsdóttir

Hér er um að ræða hefðun, en sá sem hefðar einhverja eign eignast hana óháð því hvort annar aðili átti hana áður. Um þetta gilda lög um hefð, lög nr. 46 frá árinu 1905. Þar segir meðal annars að hægt sé að hefða fasteign á 20 árum. Þessi lög hafa takmarkað hagnýtt gildi.

Leigjandi má ekki hefða jörðina sem hann leigir. Skilyrði er að hefðandi sé ekki meðvitaður um að annar maður eigi meira tilkall til eignarinnar. Þá verður eignarhald að vera óslitið. Það þýðir að sami maður þarf að nýta eignina í tuttugu ár í röð en ekki með hléum á milli.

Lög um hefðun eru eðlilega nokkuð fornfáleg enda 101 árs gömul þegar þetta er skrifað. Því er best að skýra þau með dæmum.

Hefð stofnast ekki ef manneskja nýtir jörð sem hún veit eða getur fengið að vita að annar maður á. Þetta gildir til dæmis ef viðkomandi hefur fengið jörðina til láns eða leigu. Ekki nægir að "borga ekki leigu" til að eignast jörðina. Sama gildir ef menn komast yfir jörð með glæpsamlegu athæfi.

Ef maður nýtir jörð í tuttugu ár og borgar ekki leigu getur hann þó eignast hana, en þá verða framangreind skilyrði að vera uppfyllt. Mjög hæpið er í raun að það geti gerst. Unnið er að því að skipta öllu Íslandi upp í þjóðlendur og eignarlönd, þannig að það land sem einstaklingar eiga ekki mun tilheyra ríkinu. Því er ekki líklegt að eigendalaus lönd eða lönd sem eigandinn hirðir ekki um séu víða á lausu. Eftir þessa skiptingu verður líka erfiðara að sanna að maður hafi ekki vitað af eignarrétti annars yfir jörð.

Takist hefðun hins vegar felur hún í sér fullkomin eignarréttindi.

Heimildir

  • Lög um hefð, nr. 46/1905.
  • Lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998.

Höfundur

meistaranemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

15.6.2006

Spyrjandi

Jónatan Magnússon

Tilvísun

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. „Er það satt að maður eignist jörð ef hann nýtir hana í 20 ár án þess að borga leigu?“ Vísindavefurinn, 15. júní 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6017.

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. (2006, 15. júní). Er það satt að maður eignist jörð ef hann nýtir hana í 20 ár án þess að borga leigu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6017

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. „Er það satt að maður eignist jörð ef hann nýtir hana í 20 ár án þess að borga leigu?“ Vísindavefurinn. 15. jún. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6017>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það satt að maður eignist jörð ef hann nýtir hana í 20 ár án þess að borga leigu?
Hér er um að ræða hefðun, en sá sem hefðar einhverja eign eignast hana óháð því hvort annar aðili átti hana áður. Um þetta gilda lög um hefð, lög nr. 46 frá árinu 1905. Þar segir meðal annars að hægt sé að hefða fasteign á 20 árum. Þessi lög hafa takmarkað hagnýtt gildi.

Leigjandi má ekki hefða jörðina sem hann leigir. Skilyrði er að hefðandi sé ekki meðvitaður um að annar maður eigi meira tilkall til eignarinnar. Þá verður eignarhald að vera óslitið. Það þýðir að sami maður þarf að nýta eignina í tuttugu ár í röð en ekki með hléum á milli.

Lög um hefðun eru eðlilega nokkuð fornfáleg enda 101 árs gömul þegar þetta er skrifað. Því er best að skýra þau með dæmum.

Hefð stofnast ekki ef manneskja nýtir jörð sem hún veit eða getur fengið að vita að annar maður á. Þetta gildir til dæmis ef viðkomandi hefur fengið jörðina til láns eða leigu. Ekki nægir að "borga ekki leigu" til að eignast jörðina. Sama gildir ef menn komast yfir jörð með glæpsamlegu athæfi.

Ef maður nýtir jörð í tuttugu ár og borgar ekki leigu getur hann þó eignast hana, en þá verða framangreind skilyrði að vera uppfyllt. Mjög hæpið er í raun að það geti gerst. Unnið er að því að skipta öllu Íslandi upp í þjóðlendur og eignarlönd, þannig að það land sem einstaklingar eiga ekki mun tilheyra ríkinu. Því er ekki líklegt að eigendalaus lönd eða lönd sem eigandinn hirðir ekki um séu víða á lausu. Eftir þessa skiptingu verður líka erfiðara að sanna að maður hafi ekki vitað af eignarrétti annars yfir jörð.

Takist hefðun hins vegar felur hún í sér fullkomin eignarréttindi.

Heimildir

  • Lög um hefð, nr. 46/1905.
  • Lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998.
...