Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Joan Nymand Larsen rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Joan Nymand Larsen er vísindamaður við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og prófessor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Hún er hagfræðingur og sérhæfir sig í efnahagslegri og sjálfbærri þróun á norðurslóðum; nýtingu og stjórnun náttúruauðlinda; félagslegum og efnahagslegum áhrifum loftslagsbreytinga; og þróun kerfa til að meta og vakta þróun lífskjara og lífsgæða.

Joan var í forsvari fyrir nýlega skýrslu, Arctic Human Development Report (2014), um þróun mannlífs á norðurslóðum. Um þessar mundir beinast norðurslóðarannsóknir Joan að nýjum leiðum fyrir samfélög og íbúa; þar með talið að finna lausnir sem tengjast efnahagslegum og lýðfræðilegum áskorunum, þéttbýlismyndun og lífstílsbreytingum, og vernd lifnaðarhátta frumbyggja.

Joan Nymand Larsen er hagfræðingur og sérhæfir sig meðal annars í efnahagslegri og sjálfbærri þróun á norðurslóðum.

Joan stýrir um þessar mundir alþjóðlegu verkefni um líf ungs fólks á norðurslóðum, vonir og væntingar þess og þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Hún stundar einnig rannsóknir á samfélags- og efnahagslegum áhrifum loftslagsbreytinga almennt. Hún var leiðandi höfundur Polar Regions, 5. kafla matsskýrslu IPCC, WG-II. Hún er samstarfsaðili í H2020-verkefni (Nunataryuk), sem rannsakar áhrif þiðnunar sífrera, með áherslu á hvernig íbúar á norðurskautssvæðinu sem búa nálægt sífreraströndum, verða fyrir áhrifum af breytingum á strandsvæðunum, þar á meðal áhrifum á innviði, mannvirki og staðbundið efnahagslíf. Rannsóknir Joan leitast við að skilgreina efnislega, líkamlega og félagslega áhættu vegna þverrandi sífrera og áhrifaríka aðlögun og mótvægisaðgerðir. Vettvangssvæði eru Vestur-Grænland, Svalbarði og Inuvialuit-svæðið í Kanada.

Joan stýrir einnig rannsóknum á áhrifum nýtingar náttúruauðlinda á heimskautssvæðum í verkefni norræns öndvegisseturs (Nordic Centre of Excellence - Resource Extraction & Sustainable Arctic Communities) sem felur einnig í sér þróun sjálfbærnisþróunarvísa sem hægt er að nota við umhverfislegt, félagslegt og efnahagslegt mat á áhrifum olíu-, gas- og námavinnslu á norðurslóðum.

Joan var í forsvari fyrir nýlega skýrslu um þróun mannlífs á norðurslóðum.

Joan fæddist í Danmörku árið 1963 og bjó hluta af æskuárunum í Maniitsoq og Nanortalik á Grænlandi. Eftir menntaskólapróf í Danmörku og ár sem skiptinemi við landbúnaðarstörf í Ástralíu hóf hún nám í hagfræði við Háskólann í Kaupmannahöfn. Hún útskrifaðist síðan með MA-gráðu í hagfræði frá Háskólanum í Manitoba í Kanada og síðar doktorsgráðu í hagfræði frá sama háskóla árið 2002. Doktorsritgerðin ber titilinn: Economic Development in Greenland: A time series analysis of dependency, growth, and instability.

Myndir:
  • Úr safni JNL.

Útgáfudagur

31.3.2018

Síðast uppfært

19.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Joan Nymand Larsen rannsakað?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75579.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 31. mars). Hvað hefur vísindamaðurinn Joan Nymand Larsen rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75579

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Joan Nymand Larsen rannsakað?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75579>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Joan Nymand Larsen rannsakað?

Joan Nymand Larsen er vísindamaður við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og prófessor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Hún er hagfræðingur og sérhæfir sig í efnahagslegri og sjálfbærri þróun á norðurslóðum; nýtingu og stjórnun náttúruauðlinda; félagslegum og efnahagslegum áhrifum loftslagsbreytinga; og þróun kerfa til að meta og vakta þróun lífskjara og lífsgæða.

Joan var í forsvari fyrir nýlega skýrslu, Arctic Human Development Report (2014), um þróun mannlífs á norðurslóðum. Um þessar mundir beinast norðurslóðarannsóknir Joan að nýjum leiðum fyrir samfélög og íbúa; þar með talið að finna lausnir sem tengjast efnahagslegum og lýðfræðilegum áskorunum, þéttbýlismyndun og lífstílsbreytingum, og vernd lifnaðarhátta frumbyggja.

Joan Nymand Larsen er hagfræðingur og sérhæfir sig meðal annars í efnahagslegri og sjálfbærri þróun á norðurslóðum.

Joan stýrir um þessar mundir alþjóðlegu verkefni um líf ungs fólks á norðurslóðum, vonir og væntingar þess og þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Hún stundar einnig rannsóknir á samfélags- og efnahagslegum áhrifum loftslagsbreytinga almennt. Hún var leiðandi höfundur Polar Regions, 5. kafla matsskýrslu IPCC, WG-II. Hún er samstarfsaðili í H2020-verkefni (Nunataryuk), sem rannsakar áhrif þiðnunar sífrera, með áherslu á hvernig íbúar á norðurskautssvæðinu sem búa nálægt sífreraströndum, verða fyrir áhrifum af breytingum á strandsvæðunum, þar á meðal áhrifum á innviði, mannvirki og staðbundið efnahagslíf. Rannsóknir Joan leitast við að skilgreina efnislega, líkamlega og félagslega áhættu vegna þverrandi sífrera og áhrifaríka aðlögun og mótvægisaðgerðir. Vettvangssvæði eru Vestur-Grænland, Svalbarði og Inuvialuit-svæðið í Kanada.

Joan stýrir einnig rannsóknum á áhrifum nýtingar náttúruauðlinda á heimskautssvæðum í verkefni norræns öndvegisseturs (Nordic Centre of Excellence - Resource Extraction & Sustainable Arctic Communities) sem felur einnig í sér þróun sjálfbærnisþróunarvísa sem hægt er að nota við umhverfislegt, félagslegt og efnahagslegt mat á áhrifum olíu-, gas- og námavinnslu á norðurslóðum.

Joan var í forsvari fyrir nýlega skýrslu um þróun mannlífs á norðurslóðum.

Joan fæddist í Danmörku árið 1963 og bjó hluta af æskuárunum í Maniitsoq og Nanortalik á Grænlandi. Eftir menntaskólapróf í Danmörku og ár sem skiptinemi við landbúnaðarstörf í Ástralíu hóf hún nám í hagfræði við Háskólann í Kaupmannahöfn. Hún útskrifaðist síðan með MA-gráðu í hagfræði frá Háskólanum í Manitoba í Kanada og síðar doktorsgráðu í hagfræði frá sama háskóla árið 2002. Doktorsritgerðin ber titilinn: Economic Development in Greenland: A time series analysis of dependency, growth, and instability.

Myndir:
  • Úr safni JNL.

...