Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvaða bergtegundum finnst gull?

Sigurður Steinþórsson

Eins og önnur efni jarðskorpunnar er gull upphaflega komið með bergbráð úr jarðmöttlinum. Í skorpunni hefur það svo safnast aðallega í kísilríkt (súrt) storkuberg, einkum granít. Þó finnst það einnig í basísku bergi; til dæmis eru uppi áætlanir um að nema gull úr stórum gabbró-hleif á Austur-Grænlandi (Skærgård) þar sem gull og fleiri eðalmálmar virðast tengjast einu þunnu lagi í hinu fjögurra km þykka innskoti.

Talið er að gull berist einkum með jarðhitavökvum tengdum bergkviku, enda finnst það oft í æðum mynduðum af slíkum vökvum ásamt efnum sem mynda súlfíð-steindir, til dæmis kopar, blý og zink. Gull binst hins vegar hvorki brennisteini né öðrum efnum og kemur ævinlega fyrir sem hinn hreini málmur — nefnilega sem steindin (steintegundin) gull.



Tveir gullmolar ættaðir frá Viktoríufylki í Ástralíu.

Gull er allra efna stöðugast og raunar nánast óeyðanlegt – ekki er fjarri lagi að meginþorri þess gulls sem grafið hefur verið úr jörðu frá upphafi vega sé ennþá í notkun. Gull úr eyrnalokk Kleópötru kann nú að vera í tannfyllingu einhvers eða giftingarhring.

Þótt gull tengist einkum graníti og æðum tengdum þeim, finnst það í litlum mæli í flestu storkubergi. En vegna þess hve lágur styrkur (magn) þess er í storkubergi, og hve vel það stenst hvers kyns veðrun og rof, hafa helstu gullnámur jafnan verið í árseti þar sem gullið situr eftir þegar önnur efni molna og eyðast og berast burt. Mest og merkust slíkra myndana er gullsvæðið mikla þar sem heitir Witwatersrand í Suður-Afríku. Þessi forkambríska völusteinsmyndun er að flatarmáli næstum jafnstór og Ísland og hefur sums staðar verið numin niður á þriggja km dýpi síðan gull fannst þar fyrst árið 1885 – þaðan koma yfir 60% þess gulls sem numið er árlega í heiminum. En mikið þarf til: berg sem kallað er gullauðugt inniheldur ekki nema 0,007% af gulli (Au) þannig að um 50 grömm af málmi fást úr hverju tonni af grjóti.

Almennt er álitið að gullið í Witwatersrand hafi borist með straumvatni ásamt völuberginu en þó eru þeir til sem halda því fram að gullið hafi fallið út úr jarðhitavatni. Meginrökin eru þau, að með gullinu er steindin úraninít (UO2) sem stenst veðrun mjög illa og leysist auðveldlega upp — það þykir skjóta skökku við að óeyðanleg og mjög-eyðanleg steind skuli hafa fengið sömu örlög í árburðinum. En hver svo sem myndunarsaga þess er, þá er þetta svæði einstætt í veröldinni.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:Mynd: Gold á Wikipedia. Sótt 22. 1. 2010.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

22.1.2010

Spyrjandi

Einar Gunnarsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Í hvaða bergtegundum finnst gull?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=8459.

Sigurður Steinþórsson. (2010, 22. janúar). Í hvaða bergtegundum finnst gull? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=8459

Sigurður Steinþórsson. „Í hvaða bergtegundum finnst gull?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=8459>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hvaða bergtegundum finnst gull?
Eins og önnur efni jarðskorpunnar er gull upphaflega komið með bergbráð úr jarðmöttlinum. Í skorpunni hefur það svo safnast aðallega í kísilríkt (súrt) storkuberg, einkum granít. Þó finnst það einnig í basísku bergi; til dæmis eru uppi áætlanir um að nema gull úr stórum gabbró-hleif á Austur-Grænlandi (Skærgård) þar sem gull og fleiri eðalmálmar virðast tengjast einu þunnu lagi í hinu fjögurra km þykka innskoti.

Talið er að gull berist einkum með jarðhitavökvum tengdum bergkviku, enda finnst það oft í æðum mynduðum af slíkum vökvum ásamt efnum sem mynda súlfíð-steindir, til dæmis kopar, blý og zink. Gull binst hins vegar hvorki brennisteini né öðrum efnum og kemur ævinlega fyrir sem hinn hreini málmur — nefnilega sem steindin (steintegundin) gull.



Tveir gullmolar ættaðir frá Viktoríufylki í Ástralíu.

Gull er allra efna stöðugast og raunar nánast óeyðanlegt – ekki er fjarri lagi að meginþorri þess gulls sem grafið hefur verið úr jörðu frá upphafi vega sé ennþá í notkun. Gull úr eyrnalokk Kleópötru kann nú að vera í tannfyllingu einhvers eða giftingarhring.

Þótt gull tengist einkum graníti og æðum tengdum þeim, finnst það í litlum mæli í flestu storkubergi. En vegna þess hve lágur styrkur (magn) þess er í storkubergi, og hve vel það stenst hvers kyns veðrun og rof, hafa helstu gullnámur jafnan verið í árseti þar sem gullið situr eftir þegar önnur efni molna og eyðast og berast burt. Mest og merkust slíkra myndana er gullsvæðið mikla þar sem heitir Witwatersrand í Suður-Afríku. Þessi forkambríska völusteinsmyndun er að flatarmáli næstum jafnstór og Ísland og hefur sums staðar verið numin niður á þriggja km dýpi síðan gull fannst þar fyrst árið 1885 – þaðan koma yfir 60% þess gulls sem numið er árlega í heiminum. En mikið þarf til: berg sem kallað er gullauðugt inniheldur ekki nema 0,007% af gulli (Au) þannig að um 50 grömm af málmi fást úr hverju tonni af grjóti.

Almennt er álitið að gullið í Witwatersrand hafi borist með straumvatni ásamt völuberginu en þó eru þeir til sem halda því fram að gullið hafi fallið út úr jarðhitavatni. Meginrökin eru þau, að með gullinu er steindin úraninít (UO2) sem stenst veðrun mjög illa og leysist auðveldlega upp — það þykir skjóta skökku við að óeyðanleg og mjög-eyðanleg steind skuli hafa fengið sömu örlög í árburðinum. En hver svo sem myndunarsaga þess er, þá er þetta svæði einstætt í veröldinni.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:Mynd: Gold á Wikipedia. Sótt 22. 1. 2010....