Brennisteinninn sem myndar járnkísið er upphaflega af tvennum toga, beint úr eldfjallagasi eða úr veðrun storkubergs. Í basalti er oft um 0,1% af brennisteini (S) sem grunnvatn getur skolað úr berginu og síðan fellt út sem járnkís í jarðhitakerfum. Í Kröflu mældist allt að 6% brennisteinn í borsvarfi af 500 til 1100 m dýpi í sumum borholum, sennilega að einhverju eða verulegu leyti frá kvikuhólfinu undir, en einnig skolað með vatni út bergi. Í slíkum jarðhitakerfum er járnkís helsta súlfíðið, stundum einnig með segulkís, FeS. Í slíkum jarðhitakerfum leysist járnoxíð (til dæmis magnetít) upp í brennisteinssúrum vökvanum og í staðinn fellur út járnsúlfíð. Járnkísið fræga í Gljúfurá í Húnavatnssýslu tengist sennilega hinni fornu Vatnsdals-megineldstöð og djúpbergi undir henni. Þegar bergkvika storknar djúpt í jörðu safnast ýmis efni í vatnsríka síðustu bráð sem síðan myndar málmríkar æðar í innskotinu sjálfu og grannberginu í kring. Af því tagi eru til dæmis málmmyndanirnar kringum graníthleifana í Cornwall á Englandi, sem Rómverjar námu fyrir 2000 árum – og sennilega kvarsæðarnar við Miðdal sem þýskum jarðfræðingum á vegum Einars Benediktssonar, skálds og athafnamanns, virtust vænlegastar til gullvinnslu hér á landi. Járnkís er sérlega „hrein“ steind, en þó hafa menn greint í því ýmis efni önnur en járn og brennistein, svosem sink, blý og gull. Líklegast er þó að þessi aukaefni séu ekki hluti af grindbyggingu kristalsins, heldur örsmáar innlyksur í honum (sinkblendi, blýglans, gull). Þess má að lokum geta að í kolum er oft talsvert af járnkís sem veldur mengun (súru regni) þegar kolunum er brennt. Á síðustu árum hefur verið tekið á þessu og brennisteinninn hreinsaður burt fyrir brennslu. Járnkís er enda ein meginuppspretta brennisteins í efnaiðnaði. Í stuttu máli: Glópagull er járnkís, sem oftast myndar teningslaga kristalla. Það fellur út úr brennisteinsríkum vökvum í jarðhitakerfum og kringum kólnandi innskot, en myndast einnig við myndbreytingu bergs og sets þar sem brennisteinn flakkar (oft með vatni sem einhvers konar klór-samsett efnasamband) um bergið uns hann binst járni í vaxandi kristöllum. Mynd: R.Weller/Cochise College
Brennisteinninn sem myndar járnkísið er upphaflega af tvennum toga, beint úr eldfjallagasi eða úr veðrun storkubergs. Í basalti er oft um 0,1% af brennisteini (S) sem grunnvatn getur skolað úr berginu og síðan fellt út sem járnkís í jarðhitakerfum. Í Kröflu mældist allt að 6% brennisteinn í borsvarfi af 500 til 1100 m dýpi í sumum borholum, sennilega að einhverju eða verulegu leyti frá kvikuhólfinu undir, en einnig skolað með vatni út bergi. Í slíkum jarðhitakerfum er járnkís helsta súlfíðið, stundum einnig með segulkís, FeS. Í slíkum jarðhitakerfum leysist járnoxíð (til dæmis magnetít) upp í brennisteinssúrum vökvanum og í staðinn fellur út járnsúlfíð. Járnkísið fræga í Gljúfurá í Húnavatnssýslu tengist sennilega hinni fornu Vatnsdals-megineldstöð og djúpbergi undir henni. Þegar bergkvika storknar djúpt í jörðu safnast ýmis efni í vatnsríka síðustu bráð sem síðan myndar málmríkar æðar í innskotinu sjálfu og grannberginu í kring. Af því tagi eru til dæmis málmmyndanirnar kringum graníthleifana í Cornwall á Englandi, sem Rómverjar námu fyrir 2000 árum – og sennilega kvarsæðarnar við Miðdal sem þýskum jarðfræðingum á vegum Einars Benediktssonar, skálds og athafnamanns, virtust vænlegastar til gullvinnslu hér á landi. Járnkís er sérlega „hrein“ steind, en þó hafa menn greint í því ýmis efni önnur en járn og brennistein, svosem sink, blý og gull. Líklegast er þó að þessi aukaefni séu ekki hluti af grindbyggingu kristalsins, heldur örsmáar innlyksur í honum (sinkblendi, blýglans, gull). Þess má að lokum geta að í kolum er oft talsvert af járnkís sem veldur mengun (súru regni) þegar kolunum er brennt. Á síðustu árum hefur verið tekið á þessu og brennisteinninn hreinsaður burt fyrir brennslu. Járnkís er enda ein meginuppspretta brennisteins í efnaiðnaði. Í stuttu máli: Glópagull er járnkís, sem oftast myndar teningslaga kristalla. Það fellur út úr brennisteinsríkum vökvum í jarðhitakerfum og kringum kólnandi innskot, en myndast einnig við myndbreytingu bergs og sets þar sem brennisteinn flakkar (oft með vatni sem einhvers konar klór-samsett efnasamband) um bergið uns hann binst járni í vaxandi kristöllum. Mynd: R.Weller/Cochise College