Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru einkenni eistnakrabbameins og hvernig er hægt að ganga úr skugga um að um eistnakrabba sé að ræða?

Sigurður Böðvarsson

Eistnakrabbamein er algengasta illkynja mein í ungum karlmönnum. Um 7.400 ný tilfelli voru greind í Bandaríkjunum árið 2000. Tíðni þessa krabbameins hefur farið vaxandi undanfarna áratugi en ástæður þessarar aukningar eru óþekktar.

Karlmenn geta fengið krabbamein í eistu á hvaða aldri sem er. Hinsvegar er algengast að þeir greinist með sjúkdóminn á aldursskeiðinu 15-35 ára. Einnig er ekki óalgengt að menn greinist á sjötugsaldri. Einhverra hluta vegna er tíðni þessa sjúkdóms hærri í Danmörku en öðrum löndum. Lægst er tíðnin í Austurlöndum.

Kynfrumuæxli geta vaxið víðar en í eistum því 10% þeirra vaxa í kviðarholi, miðmæti (svæðið milli lungnanna) og heila. Þessi dreifing er tilkomin vegna þróunar á fósturskeiði.

Vitað er um nokkra þætti sem auka áhættu á að fá eistnakrabbamein. Fyrri saga um eistnakrabbamein er áhættuþáttur. Launeistun eða cryptorchidism (þegar eista gengur ekki niður í pung) veldur 20-40 faldri aukningu á áhættu. Klinefelter-heilkenni (47XXY), það er karlmenn með auka kvenlitning, hefur sérstaklega verið tengt kynfrumuæxlum í miðmæti. Einnig hafa sjúklingar með Down's-heilkenni aukna áhættu. Líklega er fjölskyldusaga áhættuþáttur.

Fyrirferð í eista er algengasta einkenni eistnakrabbameins. Yfirleitt er hún verkjalaus en stundum fylgir þyngslatilfinning. Hafi meinið sáð sér geta menn haft einkenni frá meinvörpum, svo sem bakverk, kviðverki, hægðatregðu, brjóstastækkun, mæði, hósta og brjóstverk. Meinvörp í miðtaugakerfi geta valdið miðtaugakerfiseinkennum.

Stig eistnakrabbameins eru þrjú, allt eftir útbreiðslu sjúkdómsins. Almennt talað er stig I bundið við krabbamein í eista, stig II við eitla í kviðarholi og stig III við fjarmeinvörp í lifur, lungum, beinum og víðar. Meðferð ræðst af stigi og vefjagreiningu æxlisins.

Varðandi skimun og greiningu sjúkdómsins þá hefur reglubundin skimun ekki sannað gildi sitt. Vakni grunur um fyrirferð í eista er næsta skref yfirleitt ómskoðun. Í kjölfarið fylgir yfirleitt brottnám á eista sé grunur um fyrirferð staðfestur. Ekki er ráðlagt að gera fínnálarástungu því oftar en ekki getur það orðið til að sá meininu. Ýmis blóðpróf eru notuð til að fylgja eftir meðferð.

Eftir að eistað hefur verið numið á brott með skurðaðgerð er síðan beitt geisla og/eða lyfjameðferð eftir útbreiðslu sjúkdómsins. Lyfjameðferð á eistnakrabbameini hefur reynst ákaflega vel. Í heildina séð læknast yfir 90% sjúklinga, jafnvel þótt þeir séu með fjarmeinvörp við sjúkdómsgreiningu.

Á Vísindavefnum eru mörg svör sem fjalla um krabbamein, til dæmis við spurningunum:

Mynd: Knowledge is Power. Sótt 27. 3. 2009.

Svar þetta er lítillega aðlagaður texti af vefnum krabbamein.is og birt með góðfúslegu leyfi höfundar.

Höfundur

krabbameinslæknir

Útgáfudagur

31.3.2009

Spyrjandi

Jón Grétarsson

Tilvísun

Sigurður Böðvarsson. „Hver eru einkenni eistnakrabbameins og hvernig er hægt að ganga úr skugga um að um eistnakrabba sé að ræða?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2009, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=8824.

Sigurður Böðvarsson. (2009, 31. mars). Hver eru einkenni eistnakrabbameins og hvernig er hægt að ganga úr skugga um að um eistnakrabba sé að ræða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=8824

Sigurður Böðvarsson. „Hver eru einkenni eistnakrabbameins og hvernig er hægt að ganga úr skugga um að um eistnakrabba sé að ræða?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2009. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=8824>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru einkenni eistnakrabbameins og hvernig er hægt að ganga úr skugga um að um eistnakrabba sé að ræða?
Eistnakrabbamein er algengasta illkynja mein í ungum karlmönnum. Um 7.400 ný tilfelli voru greind í Bandaríkjunum árið 2000. Tíðni þessa krabbameins hefur farið vaxandi undanfarna áratugi en ástæður þessarar aukningar eru óþekktar.

Karlmenn geta fengið krabbamein í eistu á hvaða aldri sem er. Hinsvegar er algengast að þeir greinist með sjúkdóminn á aldursskeiðinu 15-35 ára. Einnig er ekki óalgengt að menn greinist á sjötugsaldri. Einhverra hluta vegna er tíðni þessa sjúkdóms hærri í Danmörku en öðrum löndum. Lægst er tíðnin í Austurlöndum.

Kynfrumuæxli geta vaxið víðar en í eistum því 10% þeirra vaxa í kviðarholi, miðmæti (svæðið milli lungnanna) og heila. Þessi dreifing er tilkomin vegna þróunar á fósturskeiði.

Vitað er um nokkra þætti sem auka áhættu á að fá eistnakrabbamein. Fyrri saga um eistnakrabbamein er áhættuþáttur. Launeistun eða cryptorchidism (þegar eista gengur ekki niður í pung) veldur 20-40 faldri aukningu á áhættu. Klinefelter-heilkenni (47XXY), það er karlmenn með auka kvenlitning, hefur sérstaklega verið tengt kynfrumuæxlum í miðmæti. Einnig hafa sjúklingar með Down's-heilkenni aukna áhættu. Líklega er fjölskyldusaga áhættuþáttur.

Fyrirferð í eista er algengasta einkenni eistnakrabbameins. Yfirleitt er hún verkjalaus en stundum fylgir þyngslatilfinning. Hafi meinið sáð sér geta menn haft einkenni frá meinvörpum, svo sem bakverk, kviðverki, hægðatregðu, brjóstastækkun, mæði, hósta og brjóstverk. Meinvörp í miðtaugakerfi geta valdið miðtaugakerfiseinkennum.

Stig eistnakrabbameins eru þrjú, allt eftir útbreiðslu sjúkdómsins. Almennt talað er stig I bundið við krabbamein í eista, stig II við eitla í kviðarholi og stig III við fjarmeinvörp í lifur, lungum, beinum og víðar. Meðferð ræðst af stigi og vefjagreiningu æxlisins.

Varðandi skimun og greiningu sjúkdómsins þá hefur reglubundin skimun ekki sannað gildi sitt. Vakni grunur um fyrirferð í eista er næsta skref yfirleitt ómskoðun. Í kjölfarið fylgir yfirleitt brottnám á eista sé grunur um fyrirferð staðfestur. Ekki er ráðlagt að gera fínnálarástungu því oftar en ekki getur það orðið til að sá meininu. Ýmis blóðpróf eru notuð til að fylgja eftir meðferð.

Eftir að eistað hefur verið numið á brott með skurðaðgerð er síðan beitt geisla og/eða lyfjameðferð eftir útbreiðslu sjúkdómsins. Lyfjameðferð á eistnakrabbameini hefur reynst ákaflega vel. Í heildina séð læknast yfir 90% sjúklinga, jafnvel þótt þeir séu með fjarmeinvörp við sjúkdómsgreiningu.

Á Vísindavefnum eru mörg svör sem fjalla um krabbamein, til dæmis við spurningunum:

Mynd: Knowledge is Power. Sótt 27. 3. 2009.

Svar þetta er lítillega aðlagaður texti af vefnum krabbamein.is og birt með góðfúslegu leyfi höfundar....