Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gilda einhverjar reglur um það að konur eigi að sitja vinstra megin í kirkjum?

Hjalti Hugason

Engar reglur eru í gildi í þessu efni hér á landi og hafa ekki verið lengi. Það er hins vegar siður í formlegum kirkjubrúðkaupum að kynin sitji hvort sínum megin í kirkjunni og konur þá til vinstri þegar inn er gengið eða norðanmegin í kirkjunni. Þetta er þó alfarið á valdi hjónanna sem í hlut eiga og engin kirkjuleg rök eru fyrir því að halda í venjuna.


Engar reglur gilda um sætaskipan í kirkjum hér á landi. Myndin er úr kirkju í Færeyjum.

Áður fyrr giltu strangar reglur um staðsetningu fólks í kirkjum og var þar farið eftir kyni, þjóðfélagsstöðu og efnahag. Upphaflega máttu engir ganga í kór, innsta hluta kirkjunnar, nema vígðir menn sem þangað áttu erindi vegna þjónustu sinnar. Eftir siðaskipti breyttist þetta og þá tóku efnameiri karlmenn að sitja í kórnum. Almennt var þá um bændur og jafnvel aðeins betri bændur að ræða. Annars var reglan sú að konur voru vinstra megin í kirkjunni en karlar hægra megin, gift fólk (bændur og húsfreyjur) sátu framar en ógift fólk sem flest var jafnframt vinnufólk eða hjú sem ekki réðu sér sjálf. Þá sátu ríkir framar en fátækir. Staðsetning hvers og eins í kirkjunni endurspeglaði þannig staðsetningu hans eða hennar í samfélaginu.

Á miðöldum hélst sú aðgreining sem hér er lýst út yfir gröf og dauða. Karlar voru grafnir sunnan við kirkju en konur norðantil í kirkjugarðinum. Þá voru hinir betur settu grafnir nær kirkju en þeir sem stóðu höllum fæti úti við kirkjugarðsvegginn. Þá þótti gott að vera grafinn við kór kirkjunnar. Alþekkt vísa um Jón hrak endurspeglar því ekki hina kirkjulegu þjóðtrú en samkvæmt henni var ekki talið „kalt við kórbak“.

Aðgreining kynjanna og staða kvenna vinstra megin í kirkju hefur verið skýrð með ýmsum hætti. Trúarbrögð aðgreina kynin oft við helgihald og er kynjaskiptingin í kristni án efa komin úr Gyðingdómi. Þá hefur verið bent á að við friðarkveðjuna í upphafi kvöldmáltíðarhluta messunnar hafi koss átt að innsigla friðinn í söfnuðinum. Hafa sumir viljað telja þennan sið ástæðu aðgreiningarinnar þar sem ekki hafi þótt við hæfi að einstaklingar af gagnstæðu kyni kysstust í messunni..

Staðsetning kvenna vinstra megin í kirkjum hefur verið skýrð með því að á hefðbundnum krossfestingarmyndum er María guðsmóðir vinstra megin á myndinni en Jóhannes postuli og guðspjallamaður hægra megin. Er þá litið svo á að þessi myndbygging skipti kirkjunni i kvenna- og karlahluta.

Önnur og þjóðfræðilegri skýring er sú að suður sé átt ljóss og hita en norður myrkurs og kulda. Er þá litið svo á að hinu ráðandi kyni hafi verið skipað þeim megin í kirkjuna sem horfði mót ljósinu en óæðra kyninu sem talið var vísað í norðurhlutann.

Þær venjur sem hér var lýst hurfu með hinu hefðbundna sveitasamfélagi en hér á landi eimdi eftir af þeim fram á 20. öld.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Gilda einhverjar reglur um það að konur eigi að sitja vinstra megin í kirkjum? Ef svo er, hvaðan kemur sú hefð og hver er skýringin á henni?

Höfundur

Hjalti Hugason

prófessor emeritus í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

24.3.2009

Spyrjandi

Ólafur Sveinsson

Tilvísun

Hjalti Hugason. „Gilda einhverjar reglur um það að konur eigi að sitja vinstra megin í kirkjum?“ Vísindavefurinn, 24. mars 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=23903.

Hjalti Hugason. (2009, 24. mars). Gilda einhverjar reglur um það að konur eigi að sitja vinstra megin í kirkjum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=23903

Hjalti Hugason. „Gilda einhverjar reglur um það að konur eigi að sitja vinstra megin í kirkjum?“ Vísindavefurinn. 24. mar. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=23903>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gilda einhverjar reglur um það að konur eigi að sitja vinstra megin í kirkjum?
Engar reglur eru í gildi í þessu efni hér á landi og hafa ekki verið lengi. Það er hins vegar siður í formlegum kirkjubrúðkaupum að kynin sitji hvort sínum megin í kirkjunni og konur þá til vinstri þegar inn er gengið eða norðanmegin í kirkjunni. Þetta er þó alfarið á valdi hjónanna sem í hlut eiga og engin kirkjuleg rök eru fyrir því að halda í venjuna.


Engar reglur gilda um sætaskipan í kirkjum hér á landi. Myndin er úr kirkju í Færeyjum.

Áður fyrr giltu strangar reglur um staðsetningu fólks í kirkjum og var þar farið eftir kyni, þjóðfélagsstöðu og efnahag. Upphaflega máttu engir ganga í kór, innsta hluta kirkjunnar, nema vígðir menn sem þangað áttu erindi vegna þjónustu sinnar. Eftir siðaskipti breyttist þetta og þá tóku efnameiri karlmenn að sitja í kórnum. Almennt var þá um bændur og jafnvel aðeins betri bændur að ræða. Annars var reglan sú að konur voru vinstra megin í kirkjunni en karlar hægra megin, gift fólk (bændur og húsfreyjur) sátu framar en ógift fólk sem flest var jafnframt vinnufólk eða hjú sem ekki réðu sér sjálf. Þá sátu ríkir framar en fátækir. Staðsetning hvers og eins í kirkjunni endurspeglaði þannig staðsetningu hans eða hennar í samfélaginu.

Á miðöldum hélst sú aðgreining sem hér er lýst út yfir gröf og dauða. Karlar voru grafnir sunnan við kirkju en konur norðantil í kirkjugarðinum. Þá voru hinir betur settu grafnir nær kirkju en þeir sem stóðu höllum fæti úti við kirkjugarðsvegginn. Þá þótti gott að vera grafinn við kór kirkjunnar. Alþekkt vísa um Jón hrak endurspeglar því ekki hina kirkjulegu þjóðtrú en samkvæmt henni var ekki talið „kalt við kórbak“.

Aðgreining kynjanna og staða kvenna vinstra megin í kirkju hefur verið skýrð með ýmsum hætti. Trúarbrögð aðgreina kynin oft við helgihald og er kynjaskiptingin í kristni án efa komin úr Gyðingdómi. Þá hefur verið bent á að við friðarkveðjuna í upphafi kvöldmáltíðarhluta messunnar hafi koss átt að innsigla friðinn í söfnuðinum. Hafa sumir viljað telja þennan sið ástæðu aðgreiningarinnar þar sem ekki hafi þótt við hæfi að einstaklingar af gagnstæðu kyni kysstust í messunni..

Staðsetning kvenna vinstra megin í kirkjum hefur verið skýrð með því að á hefðbundnum krossfestingarmyndum er María guðsmóðir vinstra megin á myndinni en Jóhannes postuli og guðspjallamaður hægra megin. Er þá litið svo á að þessi myndbygging skipti kirkjunni i kvenna- og karlahluta.

Önnur og þjóðfræðilegri skýring er sú að suður sé átt ljóss og hita en norður myrkurs og kulda. Er þá litið svo á að hinu ráðandi kyni hafi verið skipað þeim megin í kirkjuna sem horfði mót ljósinu en óæðra kyninu sem talið var vísað í norðurhlutann.

Þær venjur sem hér var lýst hurfu með hinu hefðbundna sveitasamfélagi en hér á landi eimdi eftir af þeim fram á 20. öld.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Gilda einhverjar reglur um það að konur eigi að sitja vinstra megin í kirkjum? Ef svo er, hvaðan kemur sú hefð og hver er skýringin á henni?
...