Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 270 svör fundust
Hvort eru fleiri karlar eða konur í heiminum?
Karlar eru aðeins fleiri eða 102 á móti 100 konum samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum fyrir árið 2000. Það þýðir að um 50,49% mannkyns eru karlar. Ekki er ljóst hvers vegna svo er en yfirleitt fæðast fleiri drengir en stúlkur í heiminum en það er samt svolítið misjafnt eftir árum. Kynjahlutfallið er einnig br...
Hvort eru fleiri konur eða karlar á Íslandi?
Svarið er karlar. Þann 1. desember 1999 voru Íslendingar 278.717 talsins, þar af voru 139.518 karlar og 139.199 konur. Mismunurinn er 319. Á höfuðborgarsvæðinu eru konur hins vegar fleiri en karlar (86.986 á móti 84.529) og gildir það bæði um höfuðborgina sjálfa (55.624 konur og 53.528 karlar) og Hafnarfjörð, ...
Voru konur fleiri en karlar árið 1944?
Ef átt er við Ísland þá voru konur aðeins fleiri en karlar árið 1944. Samkvæmt upplýsingum af vef Hagstofunnar voru Íslendingar alls 125.967 það ár. Af þeim voru konur um 50,5% en karlar 49,5% eða 100 konur á móti rétt rúmlega 98 körlum. Þannig hafði þetta verið um langan tíma, það er að segja konur voru ívið flei...
Gátu karlar verið völvur á víkingaöld?
Öll spurningin hljóðaði svona: Gátu karlar verið völvur á víkingaöld? Ef ekki, af hverju? Kveðja, Arnar Ási og félagar hans í 5. bekk Vatnsendaskóla. Samkvæmt íslenskum miðaldabókmenntum var fólk talið fjölkunnugt, byggi það yfir þekkingu sem var ofar almennum skilningi, eða meintri kunnáttu til að hafa áhri...
Hvers vegna eru helstu afbrot kvenna búðaþjófnaður?
Samkvæmt opinberum gögnum eru afbrot kvenna yfirleitt minni háttar auðgunarbrot eins og hnupl, þjófnaður og skjalafals, eða brot án eiginlegs þolanda, eins og vændi eða fíkniefnaneysla. Karlar eru hins vegar ráðandi í ofbeldisbrotum, meiri háttar auðgunarbrotum og ekki síst í viðskipta- og stjórnmálatengdum glæpum...
Eru karlar líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi en konur?
Einfalda svarið við þessari spurningu er já. Ef við tökum allt líkamlegt ofbeldi alls staðar í heiminum þá eru karlar mun líklegri til að vera gerendur en konur. En hér þarf marga fyrirvara. Ein af ástæðum þess að karlar eru líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi er einfaldlega að víða eru þeir (en ekki konur) þj...
Hvers vegna voru konur 20% fleiri en karlar í manntalinu 1703?
Þegar fyrst var tekið manntal á Íslandi, árið 1703, töldust karlar vera 22.867 en konur 27.491. Yfirfjöldi kvenna var þannig 4.624 eða rúmlega 20% af fjölda karla. Það merkti til dæmis að hefðu allir Íslendingar verið paraðir saman, karlar og konur, svo lengi sem karlarnir hrukku til, hefðu 4.624 konur orðið afgan...
Eru karlar með meira adrenalín en konur?
Adrenalín, öðru nafni epínefrín, var fyrst einangrað af tveimur óháðum hópum vísindamanna 1900 og 1901. Efnafræðilega tilheyrir adrenalín svokölluðum katekólamínum. Adrenalín er hormón myndað í nýrnahettumerg og hefur áhrif á geymslu, flutning og efnaskipti fjölsykrunnar glýkógens og fitusýra. Því er seytt þe...
Hvað er karlmennska?
Íslensk orðabók segir karlmennsku vera „manndómur, hreysti, dugnaður, hugrekki“. Og nógu áhugavert að þetta er kvenkynsorð. En því er ekki auðsvarað hvað átt sé við með hugtakinu karlmennska. Það getur auðvitað verið upptalning á jákvæðum eiginleikum eins og orðabókin gerir. Þá vaknar spurningin hvort karlmennska ...
Hve mikill hluti af Suðurnesjabúum býr í Reykjanesbæ?
Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands um íbúafjölda á Íslandi þann 1. desember árið 2002, voru íbúar á Suðurnesjum 16.793 talsins. Af þeim voru 10.914 með skráð lögheimili í Reykjanesbæ en það samsvarar því að um 65% Suðurnesjamanna búi í Reykjanesbæ. Ívið fleiri karlar en konur búa í Reykjanesbæ því skipting á mi...
Af hverju eru afbrot kvenna sjaldgæfari en afbrot karla?
Ef opinberar afbrotafræðiskýrslur eru skoðaðar kemur í ljós að konur fremja að jafnaði ekki nema um 10-20% af öllum afbrotum, en hlutfallið er reyndar svolítið breytilegt eftir brotaflokkum. Hvers vegna er tíðnin lægri? Margar kenningar hafa verið settar fram til að skýra hvers vegna konur fremja síður glæpi en ka...
Hvað eru til margar konur í heiminum?
Það er ekki hægt að segja upp á hár hversu margar konur eru í heiminum þar sem mannfjöldi hér á jörðinni er áætlaður. Eins þarf að áætla hversu stór hluti mannkyns eru konur og hversu stór hluti karlar. En við höfum þó nokkuð góða hugmynd um hvernig þessir hlutir. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hv...
Hvaða íslensku nöfnum geta bæði karlar og konur heitið?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hversu mörg nöfn í íslensku er hægt að nota bæði fyrir karla og konur? Spurningin er nokkuð erfið að því leyti að ómögulegt er að segja fyrir um hvaða nöfn eru skyndilega valin á annað kyn en hefðbundið er (sbr. Sigríður, sjá neðar). Ég mun því tína til þau nöfn í nafnagru...
Hver er mismunur á launum kynjanna?
Kannanir á kynbundnum launamun hérlendis á undanförnum árum sýna mismunandi niðurstöður þótt í þeim öllum komi fram að konur hafi að jafnaði lægri laun en karlar. Í könnunum af þessu tagi er annars vegar talað um óleiðréttan launamun (e. unadjusted wage gap) og hins vegar leiðréttan launamun (e. adjusted wage gap)...
Hvort eru konur eða karlar fremri í heimspeki?
Sennilega er engin leið til að svara þessari spurningu með skýrum hætti, ekki síst vegna þess að hún vekur í raun ótal spurningar sem erfitt er að svara. Hvað gerir eina manneskju fremri annarri í heimspeki? Hvaða mælikvarða á að nota? Og ef flókið er að meta hvað gerir einn einstakling fremri öðrum í heimspeki, h...