Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna eru helstu afbrot kvenna búðaþjófnaður?

Helgi Gunnlaugsson

Samkvæmt opinberum gögnum eru afbrot kvenna yfirleitt minni háttar auðgunarbrot eins og hnupl, þjófnaður og skjalafals, eða brot án eiginlegs þolanda, eins og vændi eða fíkniefnaneysla. Karlar eru hins vegar ráðandi í ofbeldisbrotum, meiri háttar auðgunarbrotum og ekki síst í viðskipta- og stjórnmálatengdum glæpum. Hvers vegna er þessi munur á eðli afbrota milli kynjanna? Margt bendir til þess að ólík staða kynjanna í samfélaginu skýri þennan mun.




Fyrstu rannsóknir innan afbrotafræði á búðaþjófnaði upp úr miðri 20. öld bentu til þess að konur væru mun meiri hnuplarar en karlar (sjá til dæmis bókina Criminology eftir Beirne og Messerschmidt). Meðal ungmenna var hlutfallið nokkuð jafnt milli kynjanna en þegar kom að fullorðnum voru konur í meirihluta. Skýringarnar eru taldar vera þær að konur sáu að mestu leyti um innkaup og höfðu því mun fleiri og betri tækifæri til þess að hnupla úr búðum en karlar. Þegar fleiri karlar fóru að kaupa inn hefur hlutfallið milli kynjanna orðið jafnara.

Mary Owen Cameron hélt því fram í bókinni The Booster and the Snitch (1964) að konur væru ekki hlutfallslega fleiri í hópi hnuplara en í hópi viðskiptavina yfirleitt. Rannsóknir sem gerðar hafa verið síðar, eftir að hlutur karla í innkaupum jókst, staðfesta þessa niðurstöðu Camerons. Nýjustu rannsóknir á hnupli sýna að það virðist aukast mun hraðar meðal karla en meðal kvenna og má vafalítið rekja þessa þróun til vaxandi þátttöku karla í innkaupum. Búast má þó við því að hnupl verði enn um sinn sú tegund afbrota sem konur taka hvað virkastan þátt í.

Svör sama höfundar um svipuð efni á Vísindavefnum:

Mynd: Ananova.com

Höfundur

Helgi Gunnlaugsson

prófessor í félagsfræði við HÍ

Útgáfudagur

20.3.2003

Spyrjandi

Úlfar Guðmundsson, f. 1984

Tilvísun

Helgi Gunnlaugsson. „Hvers vegna eru helstu afbrot kvenna búðaþjófnaður?“ Vísindavefurinn, 20. mars 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3261.

Helgi Gunnlaugsson. (2003, 20. mars). Hvers vegna eru helstu afbrot kvenna búðaþjófnaður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3261

Helgi Gunnlaugsson. „Hvers vegna eru helstu afbrot kvenna búðaþjófnaður?“ Vísindavefurinn. 20. mar. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3261>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru helstu afbrot kvenna búðaþjófnaður?
Samkvæmt opinberum gögnum eru afbrot kvenna yfirleitt minni háttar auðgunarbrot eins og hnupl, þjófnaður og skjalafals, eða brot án eiginlegs þolanda, eins og vændi eða fíkniefnaneysla. Karlar eru hins vegar ráðandi í ofbeldisbrotum, meiri háttar auðgunarbrotum og ekki síst í viðskipta- og stjórnmálatengdum glæpum. Hvers vegna er þessi munur á eðli afbrota milli kynjanna? Margt bendir til þess að ólík staða kynjanna í samfélaginu skýri þennan mun.




Fyrstu rannsóknir innan afbrotafræði á búðaþjófnaði upp úr miðri 20. öld bentu til þess að konur væru mun meiri hnuplarar en karlar (sjá til dæmis bókina Criminology eftir Beirne og Messerschmidt). Meðal ungmenna var hlutfallið nokkuð jafnt milli kynjanna en þegar kom að fullorðnum voru konur í meirihluta. Skýringarnar eru taldar vera þær að konur sáu að mestu leyti um innkaup og höfðu því mun fleiri og betri tækifæri til þess að hnupla úr búðum en karlar. Þegar fleiri karlar fóru að kaupa inn hefur hlutfallið milli kynjanna orðið jafnara.

Mary Owen Cameron hélt því fram í bókinni The Booster and the Snitch (1964) að konur væru ekki hlutfallslega fleiri í hópi hnuplara en í hópi viðskiptavina yfirleitt. Rannsóknir sem gerðar hafa verið síðar, eftir að hlutur karla í innkaupum jókst, staðfesta þessa niðurstöðu Camerons. Nýjustu rannsóknir á hnupli sýna að það virðist aukast mun hraðar meðal karla en meðal kvenna og má vafalítið rekja þessa þróun til vaxandi þátttöku karla í innkaupum. Búast má þó við því að hnupl verði enn um sinn sú tegund afbrota sem konur taka hvað virkastan þátt í.

Svör sama höfundar um svipuð efni á Vísindavefnum:

Mynd: Ananova.com...