Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Voru konur fleiri en karlar árið 1944?

EDS

1944
Ef átt er við Ísland þá voru konur aðeins fleiri en karlar árið 1944. Samkvæmt upplýsingum af vef Hagstofunnar voru Íslendingar alls 125.967 það ár. Af þeim voru konur um 50,5% en karlar 49,5% eða 100 konur á móti rétt rúmlega 98 körlum. Þannig hafði þetta verið um langan tíma, það er að segja konur voru ívið fleiri en karlar þótt hlutfallið hafi rokkað eitthvað. Um miðja síðustu öld var hlutfall kynjanna hins vegar nánast alveg jafnt. Síðan þá hafa karlar verið fleiri en konur á Íslandi og núna allra síðustu ár hefur hlutfall þeirra aukist frekar en hitt, samanber mynd hér fyrir neðan. Árið 2019 er hlutfallið um það bil 100:104 körlum í hag.

Hlutfall kynjanna á Íslandi 1904-2019.

Ef átt er við heiminn allan er aðeins erfiðara að svara spurningunni um þetta tiltekna ár því góðar lýðfræðiupplýsingar svona langt aftur í tímann eru ekki mjög aðgengilegar og auðfundnar. Sem dæmi þá ná upplýsingar á vef Sameinuðu þjóðanna ekki lengra aftur en til 1950. En ef við gerum ráð fyrir að ekki hafi verið mjög mikill munur á 1944 og 1950 og skoðum tölurnar fyrir það síðara þá var hlutfall kynjanna í heiminum nánast jafnt, konur voru 1.270 milljónir (50,08%) og karlar 1.266 milljónir (49,02%). Síðustu áratugi hefur þróunin á heimsvísu verið sú sama og á Íslendi, það er að hlutfall karla hefur aðeins aukist og er nú mjög nálægt því að vera 102 karlar á móti hverjum 100 konum.

Hvort sem horft er á heiminn í heild eða bara á Ísland þá eru karlar örlítið fleiri en konur.

Það eru ákveðnir þættir sem hafa áhrif á hlutfall kynjanna hverju sinni og eru margir þeirra breytilegir bæði í tíma og rúmi. Í fyrsta lagi er það staðreynd að það fæðast fleiri drengir en stúlkur í öllum samfélögum þegar náttúran fær alfarið að ráða og er hlutfallið um það bil 105:100. Þetta forskot karlkynsins jafnast þó smám saman út því það er einnig staðreynd að nánast allstaðar í heiminum eru meiri líkur á að drengir deyi í æsku og einnig lifa karlar að meðaltali styttra en konur. Ef litið er til einstakra samfélaga þá fara aðrir þættir einnig að hafa áhrif svo sem flutningar fólks. Til dæmis eru hátt í 4 karlar á móti hverri konu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem mjög mikið er um innflutt vinnuafl sem fyrst og fremst eru karlar.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

21.10.2019

Spyrjandi

Védís Huld Sigurðardóttir

Tilvísun

EDS. „Voru konur fleiri en karlar árið 1944?“ Vísindavefurinn, 21. október 2019, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77504.

EDS. (2019, 21. október). Voru konur fleiri en karlar árið 1944? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77504

EDS. „Voru konur fleiri en karlar árið 1944?“ Vísindavefurinn. 21. okt. 2019. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77504>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Voru konur fleiri en karlar árið 1944?
Ef átt er við Ísland þá voru konur aðeins fleiri en karlar árið 1944. Samkvæmt upplýsingum af vef Hagstofunnar voru Íslendingar alls 125.967 það ár. Af þeim voru konur um 50,5% en karlar 49,5% eða 100 konur á móti rétt rúmlega 98 körlum. Þannig hafði þetta verið um langan tíma, það er að segja konur voru ívið fleiri en karlar þótt hlutfallið hafi rokkað eitthvað. Um miðja síðustu öld var hlutfall kynjanna hins vegar nánast alveg jafnt. Síðan þá hafa karlar verið fleiri en konur á Íslandi og núna allra síðustu ár hefur hlutfall þeirra aukist frekar en hitt, samanber mynd hér fyrir neðan. Árið 2019 er hlutfallið um það bil 100:104 körlum í hag.

Hlutfall kynjanna á Íslandi 1904-2019.

Ef átt er við heiminn allan er aðeins erfiðara að svara spurningunni um þetta tiltekna ár því góðar lýðfræðiupplýsingar svona langt aftur í tímann eru ekki mjög aðgengilegar og auðfundnar. Sem dæmi þá ná upplýsingar á vef Sameinuðu þjóðanna ekki lengra aftur en til 1950. En ef við gerum ráð fyrir að ekki hafi verið mjög mikill munur á 1944 og 1950 og skoðum tölurnar fyrir það síðara þá var hlutfall kynjanna í heiminum nánast jafnt, konur voru 1.270 milljónir (50,08%) og karlar 1.266 milljónir (49,02%). Síðustu áratugi hefur þróunin á heimsvísu verið sú sama og á Íslendi, það er að hlutfall karla hefur aðeins aukist og er nú mjög nálægt því að vera 102 karlar á móti hverjum 100 konum.

Hvort sem horft er á heiminn í heild eða bara á Ísland þá eru karlar örlítið fleiri en konur.

Það eru ákveðnir þættir sem hafa áhrif á hlutfall kynjanna hverju sinni og eru margir þeirra breytilegir bæði í tíma og rúmi. Í fyrsta lagi er það staðreynd að það fæðast fleiri drengir en stúlkur í öllum samfélögum þegar náttúran fær alfarið að ráða og er hlutfallið um það bil 105:100. Þetta forskot karlkynsins jafnast þó smám saman út því það er einnig staðreynd að nánast allstaðar í heiminum eru meiri líkur á að drengir deyi í æsku og einnig lifa karlar að meðaltali styttra en konur. Ef litið er til einstakra samfélaga þá fara aðrir þættir einnig að hafa áhrif svo sem flutningar fólks. Til dæmis eru hátt í 4 karlar á móti hverri konu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem mjög mikið er um innflutt vinnuafl sem fyrst og fremst eru karlar.

Heimildir og myndir:

...