Svarið er karlar. Þann 1. desember 1999 voru Íslendingar 278.717 talsins, þar af voru 139.518 karlar og 139.199 konur. Mismunurinn er 319. Á höfuðborgarsvæðinu eru konur hins vegar fleiri en karlar (86.986 á móti 84.529) og gildir það bæði um höfuðborgina sjálfa (55.624 konur og 53.528 karlar) og Hafnarfjörð, Kópavog, Seltjarnarnes og Mosfellsbæ en í Garðabæ, Bessastaðahreppi og Kjósarhreppi eru karlar fleiri. Í flestum sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins eru karlar fleiri en konur en undantekningar eru Kolbeinsstaðahreppur, Kaldrananeshreppur, Áshreppur, Blönduós, Engihlíðarhreppur, Hrísey, Akureyri, Grýtubakkahreppur, Bárðdælahreppur, Austur-Hérað, Vestur-Landeyjahreppur og Ásahreppur. Sjá einnig svar Ásgeirs Haraldssonar við spurningunni Eru strákar algengari en stelpur?
Heimildir: Hagstofa Íslands
Mynd: HB