Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru afbrot kvenna sjaldgæfari en afbrot karla?

Helgi Gunnlaugsson

Ef opinberar afbrotafræðiskýrslur eru skoðaðar kemur í ljós að konur fremja að jafnaði ekki nema um 10-20% af öllum afbrotum, en hlutfallið er reyndar svolítið breytilegt eftir brotaflokkum. Hvers vegna er tíðnin lægri? Margar kenningar hafa verið settar fram til að skýra hvers vegna konur fremja síður glæpi en karlar.

Athyglisverð kenning var sett fram rétt eftir miðja síðustu öld, af Otto Pollak í bókinni The Criminology of Women (1961). Kenningin fólst í því að þar sem konur hafi í flestum tilfellum ekki sama líkamlega styrk og karlar, verði þær að beita öðrum aðferðum en þeir, og þá fyrst og fremst klókindum. Glæpir kvenna séu oft duldari en glæpir karla og komast því síður upp. Konur séu oftar aðstoðarmenn karla í glæpum og ef upp kemst um glæpinn, væru karlarnir svo miklir heiðursmenn að þeir tækju á sig alla sök. Einnig taldi Pollak að lögreglan gengi ekki eins hart að konum sem taldar voru hafa óhreint mjöl í pokahorninu, og að körlum, þar sem slíkt þyki ekki mjög karlmannlegt. Rannsóknir á síðustu árum hafa þó ekki stutt þessa kenningu og hún á sér ekki marga fylgismenn í dag.

Hin síðari ár hafa afbrotafræðingar einkum staldrað við félags- og sálfræðilegar skýringar en að einhverju leyti líffræðilegar líka. Mikilvægar skýringar snerta ólík hlutverk karla og kvenna í samfélaginu og þá um leið mismunandi félagslegt taumhald á kynjunum. Í samfélaginu hafi yfirleitt verið gerðar meiri kröfur til stúlkna en drengja að halda aftur af sér og almennt er ætlast til betri framkomu af hálfu kvenna en karla. Drengir megi vera fyrirferðameiri og frelsi þeirra til athafna er yfirleitt meira. Margir fræðimenn telja að skýringuna á þessari ólíku afstöðu til kynjanna megi rekja til umönnunarhlutverks kvenna í samfélaginu. Umönnunarskylda með börnum og heimili er enn meira sett á konur en karla sem stuðli að því að konum takist betur að halda sig á vegi dyggðanna en körlum. Sjálfsmynd kvenna sé meira tengd móður- og umönnunarhlutverki og líklegt að meiri ábyrgð þeirra á heimili og börnum, hjálpi þeim að halda aftur af sér þegar tækifæri gefst til glæpsamlegs athæfis.

Árið 1975 kom út merkisrit í afbrotafræðinni eftir fræðikonuna Fredu Adler, sem hét því skemmtilega nafni Sisters in Crime. Þar er því spáð að eftir því sem þátttaka kvenna muni aukast á vinnumarkaðnum muni konur smám saman nálgast hlutdeild karla í afbrotum og ná jafnstöðu á því sviði sem öðrum í samfélaginu. Nú blasir við sú ágæta staðreynd að hlutdeild kvenna í afbrotum er enn langtum minni en karla þrátt fyrir aukna atvinnuþátttöku þeirra. Ef til vill er það eins gott því ef konur færu að hegða sér eins og karlar, myndi sennilega fljótlega ríkja hálfgerð skálmöld í flestum samfélögum, en á hinn bóginn yrði veröldin friðsæl og draumi líkust ef karlar færu að hegða sér eins og konur á þessu sviði!

Myndir:

Höfundur

Helgi Gunnlaugsson

prófessor í félagsfræði við HÍ

Útgáfudagur

18.3.2003

Spyrjandi

Óttar Birgisson, f. 1984

Tilvísun

Helgi Gunnlaugsson. „Af hverju eru afbrot kvenna sjaldgæfari en afbrot karla?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3251.

Helgi Gunnlaugsson. (2003, 18. mars). Af hverju eru afbrot kvenna sjaldgæfari en afbrot karla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3251

Helgi Gunnlaugsson. „Af hverju eru afbrot kvenna sjaldgæfari en afbrot karla?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3251>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru afbrot kvenna sjaldgæfari en afbrot karla?
Ef opinberar afbrotafræðiskýrslur eru skoðaðar kemur í ljós að konur fremja að jafnaði ekki nema um 10-20% af öllum afbrotum, en hlutfallið er reyndar svolítið breytilegt eftir brotaflokkum. Hvers vegna er tíðnin lægri? Margar kenningar hafa verið settar fram til að skýra hvers vegna konur fremja síður glæpi en karlar.

Athyglisverð kenning var sett fram rétt eftir miðja síðustu öld, af Otto Pollak í bókinni The Criminology of Women (1961). Kenningin fólst í því að þar sem konur hafi í flestum tilfellum ekki sama líkamlega styrk og karlar, verði þær að beita öðrum aðferðum en þeir, og þá fyrst og fremst klókindum. Glæpir kvenna séu oft duldari en glæpir karla og komast því síður upp. Konur séu oftar aðstoðarmenn karla í glæpum og ef upp kemst um glæpinn, væru karlarnir svo miklir heiðursmenn að þeir tækju á sig alla sök. Einnig taldi Pollak að lögreglan gengi ekki eins hart að konum sem taldar voru hafa óhreint mjöl í pokahorninu, og að körlum, þar sem slíkt þyki ekki mjög karlmannlegt. Rannsóknir á síðustu árum hafa þó ekki stutt þessa kenningu og hún á sér ekki marga fylgismenn í dag.

Hin síðari ár hafa afbrotafræðingar einkum staldrað við félags- og sálfræðilegar skýringar en að einhverju leyti líffræðilegar líka. Mikilvægar skýringar snerta ólík hlutverk karla og kvenna í samfélaginu og þá um leið mismunandi félagslegt taumhald á kynjunum. Í samfélaginu hafi yfirleitt verið gerðar meiri kröfur til stúlkna en drengja að halda aftur af sér og almennt er ætlast til betri framkomu af hálfu kvenna en karla. Drengir megi vera fyrirferðameiri og frelsi þeirra til athafna er yfirleitt meira. Margir fræðimenn telja að skýringuna á þessari ólíku afstöðu til kynjanna megi rekja til umönnunarhlutverks kvenna í samfélaginu. Umönnunarskylda með börnum og heimili er enn meira sett á konur en karla sem stuðli að því að konum takist betur að halda sig á vegi dyggðanna en körlum. Sjálfsmynd kvenna sé meira tengd móður- og umönnunarhlutverki og líklegt að meiri ábyrgð þeirra á heimili og börnum, hjálpi þeim að halda aftur af sér þegar tækifæri gefst til glæpsamlegs athæfis.

Árið 1975 kom út merkisrit í afbrotafræðinni eftir fræðikonuna Fredu Adler, sem hét því skemmtilega nafni Sisters in Crime. Þar er því spáð að eftir því sem þátttaka kvenna muni aukast á vinnumarkaðnum muni konur smám saman nálgast hlutdeild karla í afbrotum og ná jafnstöðu á því sviði sem öðrum í samfélaginu. Nú blasir við sú ágæta staðreynd að hlutdeild kvenna í afbrotum er enn langtum minni en karla þrátt fyrir aukna atvinnuþátttöku þeirra. Ef til vill er það eins gott því ef konur færu að hegða sér eins og karlar, myndi sennilega fljótlega ríkja hálfgerð skálmöld í flestum samfélögum, en á hinn bóginn yrði veröldin friðsæl og draumi líkust ef karlar færu að hegða sér eins og konur á þessu sviði!

Myndir:...