Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið frætt mig um klaufhala?

Erling Ólafsson

Klaufhalar (Dermaptera) eru ættbálkur skordýra. Þeir eru meðalstór skordýr og fremra vængjapar þeirra hefur ummyndast í litlar plötur sem hylja samanbrotna afturvængi. Klaufhalar hafa langa, þráðlaga, margliða fálmara. Á afturenda eru tveir harðir kítínstafir sem mynda nokkurs konar griptöng. Á henni þekkjast klaufhalar auðveldlega. Kítín er fjölsykra sem er í stoðgrind margra liðdýra. Hægt er að lesa meira um kítín í svari við spurningunni Hvað eru beinin stór í húsflugum? Stafirnir eru kræktir á karldýrum en nær beinir á kvendýrum.

Klaufhalar eru einkum næturdýr og halda sig undir steinum, í gróðri eða á öðrum frekar þröngum, dimmum stöðum á daginn. Stundum má þó sjá þá á flugi á daginn þegar vel viðrar. Þeir eru alætur.


Garðaklaufhali (Forficula auricularia), 16 mm langt karldýr. Griptöngin sést vel afturendanum.

Ein tegund klaufhala, garðaklaufhali (Forficula auricularia), berst reglulega til landsins með ýmsum varningi, ekki síst grænmeti. Hann berst í mismiklum mæli eftir því hvernig honum vegnar úti í Evrópu, en árskipti eru af honum þar. Hann fannst fyrst í Reykjavík 1902. Stundum voru uppi vísbendingar um að hann væri að stinga sér niður á landinu, til dæmis í gróðurhúsum. Slíkum tilfellum fór svo fjölgandi þegar leið að aldamótum. Dæmi voru um fasta bólsetu í húsum eða þeim tengt á Álftanesi og í Búðardal. Ljóst er orðið að garðaklaufhali hefur sest að í Hólahverfi í Reykjavík en þar finnst hann árlega í nokkrum mæli á vissum stöðum.

Garðaklaufhalar hafa fundist víða um land, flestir á höfuðborgarsvæðinu, einnig í Grindavík, Búðardal, á Grundarfirði, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki og Akureyri, svo og undir Eyjafjöllum.

Garðaklaufhali nærist einkum á rotnandi plöntu- og dýraleifum og er einkar sólginn í skemmda ávexti. Dýrin athafna sig einkum að næturlagi og safnast þá gjarnan margir saman í æti. Á veturna koma kvendýrin sér fyrir í holu í jörðu og verpa þar á tímabilinu nóvember til mars. Þau annast eggin og sjá til þess að þau þroskist eðlilega og verði ekki sýkingum að bráð. Þegar eggin klekjast deyja mæðurnar og eru étnar upp af afkvæmum sínum.

Heimildir:
  • Bjarni Sæmundsson 1931. Nýjungar úr dýraríki Íslands. Skýrsla um Hið ísl. náttúrufræðisfélag 1929–30: 32–39.
  • Erling Ólafsson 1993. Athyglisverð skordýr: Garðaklaufhali. Náttúrufræðingurinn 63: 158.
  • Tuxen, S.L. 1938. Orthoptera and Dermaptera. Zoology of Iceland III, Part 38. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 5 bls.

Mynd:
  • Klaufhali. © Erling Ólafsson. Sótt 12.1.2010.

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Getið þið frætt mig um klaufhala? Sem fyrst og sem mest. Þeir eru ekki vinir mínir!!!


Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Svarið er birt hér í örlítið breyttri mynd.

Almennt um klaufhala af vef NÍ. (uppfært 15.5.2018)

Um garðaklaufhala af vef NÍ. (uppfært 15.5.2018)

Höfundur

Erling Ólafsson

skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun

Útgáfudagur

12.1.2010

Síðast uppfært

15.5.2018

Spyrjandi

Jóhanna Óladóttir

Tilvísun

Erling Ólafsson. „Getið þið frætt mig um klaufhala?“ Vísindavefurinn, 12. janúar 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=15031.

Erling Ólafsson. (2010, 12. janúar). Getið þið frætt mig um klaufhala? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=15031

Erling Ólafsson. „Getið þið frætt mig um klaufhala?“ Vísindavefurinn. 12. jan. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=15031>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið frætt mig um klaufhala?
Klaufhalar (Dermaptera) eru ættbálkur skordýra. Þeir eru meðalstór skordýr og fremra vængjapar þeirra hefur ummyndast í litlar plötur sem hylja samanbrotna afturvængi. Klaufhalar hafa langa, þráðlaga, margliða fálmara. Á afturenda eru tveir harðir kítínstafir sem mynda nokkurs konar griptöng. Á henni þekkjast klaufhalar auðveldlega. Kítín er fjölsykra sem er í stoðgrind margra liðdýra. Hægt er að lesa meira um kítín í svari við spurningunni Hvað eru beinin stór í húsflugum? Stafirnir eru kræktir á karldýrum en nær beinir á kvendýrum.

Klaufhalar eru einkum næturdýr og halda sig undir steinum, í gróðri eða á öðrum frekar þröngum, dimmum stöðum á daginn. Stundum má þó sjá þá á flugi á daginn þegar vel viðrar. Þeir eru alætur.


Garðaklaufhali (Forficula auricularia), 16 mm langt karldýr. Griptöngin sést vel afturendanum.

Ein tegund klaufhala, garðaklaufhali (Forficula auricularia), berst reglulega til landsins með ýmsum varningi, ekki síst grænmeti. Hann berst í mismiklum mæli eftir því hvernig honum vegnar úti í Evrópu, en árskipti eru af honum þar. Hann fannst fyrst í Reykjavík 1902. Stundum voru uppi vísbendingar um að hann væri að stinga sér niður á landinu, til dæmis í gróðurhúsum. Slíkum tilfellum fór svo fjölgandi þegar leið að aldamótum. Dæmi voru um fasta bólsetu í húsum eða þeim tengt á Álftanesi og í Búðardal. Ljóst er orðið að garðaklaufhali hefur sest að í Hólahverfi í Reykjavík en þar finnst hann árlega í nokkrum mæli á vissum stöðum.

Garðaklaufhalar hafa fundist víða um land, flestir á höfuðborgarsvæðinu, einnig í Grindavík, Búðardal, á Grundarfirði, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki og Akureyri, svo og undir Eyjafjöllum.

Garðaklaufhali nærist einkum á rotnandi plöntu- og dýraleifum og er einkar sólginn í skemmda ávexti. Dýrin athafna sig einkum að næturlagi og safnast þá gjarnan margir saman í æti. Á veturna koma kvendýrin sér fyrir í holu í jörðu og verpa þar á tímabilinu nóvember til mars. Þau annast eggin og sjá til þess að þau þroskist eðlilega og verði ekki sýkingum að bráð. Þegar eggin klekjast deyja mæðurnar og eru étnar upp af afkvæmum sínum.

Heimildir:
  • Bjarni Sæmundsson 1931. Nýjungar úr dýraríki Íslands. Skýrsla um Hið ísl. náttúrufræðisfélag 1929–30: 32–39.
  • Erling Ólafsson 1993. Athyglisverð skordýr: Garðaklaufhali. Náttúrufræðingurinn 63: 158.
  • Tuxen, S.L. 1938. Orthoptera and Dermaptera. Zoology of Iceland III, Part 38. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 5 bls.

Mynd:
  • Klaufhali. © Erling Ólafsson. Sótt 12.1.2010.

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Getið þið frætt mig um klaufhala? Sem fyrst og sem mest. Þeir eru ekki vinir mínir!!!


Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Svarið er birt hér í örlítið breyttri mynd.

Almennt um klaufhala af vef NÍ. (uppfært 15.5.2018)

Um garðaklaufhala af vef NÍ. (uppfært 15.5.2018)...