Húsfluga (Musca domestica) gæðir sér á kleinuhring.
Stoðgrind flugna mætti líkja við brynju miðaldariddara. Hún er gerð úr nokkrum lögum og er prótínið kítín mikilvægasta byggingarefnið í henni. Kítín er tiltölulega löng sameind og einingar þess eru bundnar saman í eins konar knippi sem gerir stoðgrindina í senn ákaflega sterka og sveigjanlega. Slík stoðgrind er hörð og hamlar vexti liðdýra en með reglulegu millibili geta þau losað sig við hana og tekið vænan vaxtarkipp. Það kallast hamskipti. Stoðgrind liðdýra ber þau uppi og tengist vöðvum líkt og hjá hryggdýrum en hún gegnir einnig öðrum hlutverkum. Til dæmis ver hún dýrið fyrir meiðslum og er góð vörn gegn afræningjum. Hún kemur einnig í veg fyrir vatnstap og ætla má að sá eiginleiki hafi ýtt undir landnám hryggdýra á sínum tíma. Mynd: Úr greininni „housefly“ á vefsetri Enclopædia Britannica
- Gísli Már Gíslason:
- Klara J. Arnalds og Valdís Guðrún Þórhallsdóttir: Hvað hefur húsflugan margar tær?