Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þurfti til þess að hryggdýr gætu hafið landnám?

Jón Már Halldórsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvaða umhverfisskilyrði og aðlaganir þurfti til þess að hryggdýr gætu hafið landnám? Hvar og hvenær er það talið hafa gerst?
Eitt af stærstu skrefum í þróun lífs á jörðunni var landnám hryggdýra. Þetta merka skref tók hópur holdugga (Sarcopterygii) á seinni hluta fornlífsaldar fyrir tæpum 400 milljónum ára.

Um miðbik Devon-tímabilsins urða miklar veðurfarsbreytingar sem leiddu til þess að gríðaleg flæmi af grunnum fenjavötnum og votlendi mynduðust víða á meginlöndum fornlífsaldarinnar. Vísindamenn telja að áar fyrstu landhryggdýranna hafi nýtt sér þessar aðstæður. Með því að nema land á nýjum búsvæðum gátu þau forðast harða samkeppni sem ríkti í hafinu og þar var ungviðið einnig öruggara fyrir afræningjum.

Á þessum tíma lifðu holduggar í djúpum vötnum. Þeir gátu orðið um fjórir metrar á lengd. Vísindamenn telja að forfeður fyrstu landhryggdýranna hafi verið holduggar. Meginrökin fyrir því eru samsvarandi beinagerð í útlimum holdugga og landdýra nútímans. (Þeir sem vilja fræðast nánar um þetta atriði er bent á að lesa Tetrapods Answers.)

Í þróun dýra frá holduggum til elsta þekkta fjórfætlingins (Ichthyostega) vantar nokkra hlekki. Þess vegna er ekki fulljóst hvernig lungu, sem er mikilvægasta aðlögunin að lífi á landi, þróuðust. Það sama á við um sterka stoðgrind landdýra og sterkbyggða fætur til að bera skrokk dýranna uppi á landi.

Menn hafa lengi glímt við þá spurningu, af hverju hryggdýr námu land. Þekktust er kenning bandaríska steingervingafræðingsins A. S. Romers. Hann taldi að eftir því sem leið á Devon-tímabilið hafi miklir árstíðabundnir þurrkar leitt til þess að vötn, tjarnir og annað votlendi þornaði upp. Holduggarnir þurftu þess vegna að skríða upp úr uppþornuðum pollum í leit að nýjum tjörnum annars staðar. Romer taldi að á milljón ára tímabili hafi fiskarnir þess vegna orðið að landdýrum.

Margir hafa gagnrýnt þessa kenningu Romers og bent á að þetta atferli holdugganna hafi varla leitt til þróunar fyrstu landdýranna þar sem fiskarnir hafi verið að sækjast eftir því að lifa áfram eins og fiskar. Sumir hafa bent á að samkeppni hafi verið drifkrafturinn landnámi fiska. Á Devon-skeiðinu ríkti mikil samkeppni í hafinu en á þurrlendi var gnægð fæðu. Hryggdýr sem gátu numið land voru því laus við samkeppni og afræningja.

Aðrir hafa bent á að súrefnisskortur í grunnum pollum hafi átt sinn þátt í landnámi fiskanna. Lækkandi yfirborð vatns hefur einnig hjálpað til við að þróa fyrstu lappirnar þar sem fiskarnir hafa þurft að krafsa sig áfram á botninum.

Margir vísindamenn telja að lungu hafi þroskast meðal tveggja fjarskyldra hópa holdugga án nokkurra innbyrðis tengsla. Þessir tveir hópar voru annars vegar lungnafiskar og hins vegar frumstæðir osteolepi eða fjórfætlingar. Ekki er ljóst hvenær þetta gerðist en lungnafiskar nútímans hafa, eins og nafnið gefur til kynna, starfhæf lungu. Frumstæðir fjórfætlingar fornlífsaldar eins og Acanthostega höfðu lungu og einnig tálkn en steingerðar leifar annars fjórfætlings (Hynerpeton) sem var uppi nokkrum miljónum ára síðar hafði ekki tálkn.

Ekki er ljóst hvar þetta merka landnám átti sér stað en þekktir fundarstaðir steingervinga Ichtyostega eru meðal annars í austurhluta Grænlands og Nova Scotia í Kanada.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.10.2002

Spyrjandi

Alexandra Klonowski

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað þurfti til þess að hryggdýr gætu hafið landnám?“ Vísindavefurinn, 14. október 2002, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2781.

Jón Már Halldórsson. (2002, 14. október). Hvað þurfti til þess að hryggdýr gætu hafið landnám? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2781

Jón Már Halldórsson. „Hvað þurfti til þess að hryggdýr gætu hafið landnám?“ Vísindavefurinn. 14. okt. 2002. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2781>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þurfti til þess að hryggdýr gætu hafið landnám?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvaða umhverfisskilyrði og aðlaganir þurfti til þess að hryggdýr gætu hafið landnám? Hvar og hvenær er það talið hafa gerst?
Eitt af stærstu skrefum í þróun lífs á jörðunni var landnám hryggdýra. Þetta merka skref tók hópur holdugga (Sarcopterygii) á seinni hluta fornlífsaldar fyrir tæpum 400 milljónum ára.

Um miðbik Devon-tímabilsins urða miklar veðurfarsbreytingar sem leiddu til þess að gríðaleg flæmi af grunnum fenjavötnum og votlendi mynduðust víða á meginlöndum fornlífsaldarinnar. Vísindamenn telja að áar fyrstu landhryggdýranna hafi nýtt sér þessar aðstæður. Með því að nema land á nýjum búsvæðum gátu þau forðast harða samkeppni sem ríkti í hafinu og þar var ungviðið einnig öruggara fyrir afræningjum.

Á þessum tíma lifðu holduggar í djúpum vötnum. Þeir gátu orðið um fjórir metrar á lengd. Vísindamenn telja að forfeður fyrstu landhryggdýranna hafi verið holduggar. Meginrökin fyrir því eru samsvarandi beinagerð í útlimum holdugga og landdýra nútímans. (Þeir sem vilja fræðast nánar um þetta atriði er bent á að lesa Tetrapods Answers.)

Í þróun dýra frá holduggum til elsta þekkta fjórfætlingins (Ichthyostega) vantar nokkra hlekki. Þess vegna er ekki fulljóst hvernig lungu, sem er mikilvægasta aðlögunin að lífi á landi, þróuðust. Það sama á við um sterka stoðgrind landdýra og sterkbyggða fætur til að bera skrokk dýranna uppi á landi.

Menn hafa lengi glímt við þá spurningu, af hverju hryggdýr námu land. Þekktust er kenning bandaríska steingervingafræðingsins A. S. Romers. Hann taldi að eftir því sem leið á Devon-tímabilið hafi miklir árstíðabundnir þurrkar leitt til þess að vötn, tjarnir og annað votlendi þornaði upp. Holduggarnir þurftu þess vegna að skríða upp úr uppþornuðum pollum í leit að nýjum tjörnum annars staðar. Romer taldi að á milljón ára tímabili hafi fiskarnir þess vegna orðið að landdýrum.

Margir hafa gagnrýnt þessa kenningu Romers og bent á að þetta atferli holdugganna hafi varla leitt til þróunar fyrstu landdýranna þar sem fiskarnir hafi verið að sækjast eftir því að lifa áfram eins og fiskar. Sumir hafa bent á að samkeppni hafi verið drifkrafturinn landnámi fiska. Á Devon-skeiðinu ríkti mikil samkeppni í hafinu en á þurrlendi var gnægð fæðu. Hryggdýr sem gátu numið land voru því laus við samkeppni og afræningja.

Aðrir hafa bent á að súrefnisskortur í grunnum pollum hafi átt sinn þátt í landnámi fiskanna. Lækkandi yfirborð vatns hefur einnig hjálpað til við að þróa fyrstu lappirnar þar sem fiskarnir hafa þurft að krafsa sig áfram á botninum.

Margir vísindamenn telja að lungu hafi þroskast meðal tveggja fjarskyldra hópa holdugga án nokkurra innbyrðis tengsla. Þessir tveir hópar voru annars vegar lungnafiskar og hins vegar frumstæðir osteolepi eða fjórfætlingar. Ekki er ljóst hvenær þetta gerðist en lungnafiskar nútímans hafa, eins og nafnið gefur til kynna, starfhæf lungu. Frumstæðir fjórfætlingar fornlífsaldar eins og Acanthostega höfðu lungu og einnig tálkn en steingerðar leifar annars fjórfætlings (Hynerpeton) sem var uppi nokkrum miljónum ára síðar hafði ekki tálkn.

Ekki er ljóst hvar þetta merka landnám átti sér stað en þekktir fundarstaðir steingervinga Ichtyostega eru meðal annars í austurhluta Grænlands og Nova Scotia í Kanada.

...