Hvaðan kemur sá siður að láta börn sofa úti í vagni á fyrstu ævi árunum? Hafa rannsóknir verið gerðar á kostum þess og göllum?Höfundur þessa svars veit ekki til þess að gerðar hafi verið athuganir eða rannsóknir á kostum eða göllum útisvefns í vagni. Reynslan hefur hins vegar kennt okkur að börn sofa oft vært og lengur í einu úti í vagni en inni í húsi og með tímanum hefur skapast hefð varðandi útisvefn ungbarna. En af hverju sofa börnin svona vel úti? Í fyrsta lagi skapast sú venja og börnin verða vön því að sofa úti, en regla á athöfnum daglegs lífs á vel við börn og veitir þeim öryggi. Síðan eru þau hæfilega klædd og umvafin eða búið þannig um þau að þeim líður vel í vagninum. Ruggið í vagninum getur líka virkað róandi á börnin, hvort sem það er vegna þess að vagninn er keyrður eða vindurinn/golan bærir hann hæfilega.

Það er ekki eingöngu á Íslandi sem börn sofa úti í vagni, þessi siður er vel þekktur á hinum Norðurlöndunum.
- http://news.discovery.com/human/health/zero-degrees-time-for-babys-outdoor-nap-130225.htm. (Sótt 18. 11. 2015).
- Er betra fyrir ungbörn að sofa úti eða inni á daginn? Hvenær er orðið of kalt fyrir þau að sofa úti?
- Hvers vegna hefur tíðkast á Íslandi að láta börn sofa úti í öllum veðrum og er þetta eingöngu gert hér á Íslandi?
- Af hverju tíðkast á Íslandi að láta ungabörn sofa úti í vagni? Hve lengi hefur siðurinn verið við lýði? Hafa rannsóknir verið gerðar á kostum þess og göllum?
Þetta svar er fengið af vefnum ljosmodir.is og er birt með góðfúslegu leyfi.