Sólin Sólin Rís 10:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:12 • Sest 13:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:52 • Síðdegis: 18:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:11 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:12 • Sest 13:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:52 • Síðdegis: 18:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:11 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru berklar?

Þuríður Árnadóttir

Berklar eru smitsjúkdómur, sem berst manna á milli um öndunarfæri. Meinvaldurinn er „baktería“ (sýkill). Sýklarnir komast inn í líkamann við öndun en berast frá öndunarfærum um líkamann með blóðrás. Berklasýklar geta hreiðrað um sig á ýmsum stöðum í líkamanum, svo sem: nýrum, beinum eða miðtaugakerfi. Algengast er þó að þeir valdi sjúkdómi í lungum. Þangað berast þeir fyrst og þar eru vaxtarskilyrði góð, einkum í lungnatoppunum.

Uppspretta berklasmits er sjúklingur með berklahósta. Smit berst ekki nema frá þeim sem hafa sjúkdómseinkenni, öfugt við það sem gerist til dæmis hvað varðar alnæmi. Við hósta berast sýklarnir út í andrúmsloftið, og því er erfitt að verjast smiti öfugt við það þegar smit berst á milli manna við kynmök eða með blóði. Berklar eru þó ekki mjög smitandi, samanborið við vírussjúkdóma eins og inflúensu og mislinga. Smithætta er, almennt talað, meiri eftir því sem samskipti við sjúkling eru nánari. Góð loftræsting og almennir “mannasiðir”, eins og það að halda fyrir munninn þegar hóstað er, draga verulega úr smithættu.

Berklasjúklingar smita ekki allir. Það er einkum sú tegund berklasjúkdóms sem einkennist af holumyndun í lungum og þar sem sýklarnir sjást við smásjárskoðun á hráka, sem er smitandi. Það smitast ekki allir sem umgangast berklasjúklinga og það veikjast ekki allir sem smitast af berklum. Það er hægt að vera smitaður alla ævina án þess að sjúkdómur komi fram.

Meðferð við berklum er fjöllyfjameðferð. Í dag er yfirleitt beitt sex mánaða meðferð þar sem gefin eru fjögur lyf fyrstu tvo mánuðina og svo tvö lyf í fjóra mánuði. Ef ekki er um lyfjaþolna sýkla að ræða, lagt er upp með rétta meðferð í upphafi og sjúklingurinn tekur lyfin eins og fyrir hann er lagt, þá er árangur meðferðar mjög góður.

Það er einkum tvennt sem er til vandræða hvað varðar berkla á okkar tímum. Annars vegar alnæmi sem er algengt í löndum þar sem berklar eru landlægir í dag og hins vegar lyfjaþolnir sýklar. Alnæmissmit eykur líkur að minnsta kosti hundraðfalt á að berklasmitaður einstaklingur fái berklasjúkdóm. Heilbrigt ónæmiskerfi heldur smiti í skefjum en þegar ónæmiskerfið bilar þá ná sýklarnir yfirhöndinni.

Lyfjaþolnir sýklar eru vaxandi ógn á heimsvísu. Ekki hafa komið fram ný berklalyf um nokkurt skeið, og meðferðarhorfur eru mun lakari ef um lyfjaþolna berklasýkla er að ræða. Auk þess er meðferðin margfalt dýrari. Til að koma í veg fyrir myndun lyfjaþols hjá sýklum, er mikilvægt að læknar og sjúklingar virði ákveðnar reglur varðandi notkun á berklalyfjum.

Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvernig var meðferð við berklum háttað fyrir tilkomu sýklalyfja?

Myndin er fengin af vefsetrinu Tuberculosis.

Höfundur

læknir, Landlæknisembættið - sóttvarnarsvið

Útgáfudagur

10.10.2002

Spyrjandi

Dagbjört Ósk Gunnarsdóttir
f. 1985

Tilvísun

Þuríður Árnadóttir. „Hvað eru berklar?“ Vísindavefurinn, 10. október 2002, sótt 28. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=2773.

Þuríður Árnadóttir. (2002, 10. október). Hvað eru berklar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2773

Þuríður Árnadóttir. „Hvað eru berklar?“ Vísindavefurinn. 10. okt. 2002. Vefsíða. 28. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2773>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru berklar?
Berklar eru smitsjúkdómur, sem berst manna á milli um öndunarfæri. Meinvaldurinn er „baktería“ (sýkill). Sýklarnir komast inn í líkamann við öndun en berast frá öndunarfærum um líkamann með blóðrás. Berklasýklar geta hreiðrað um sig á ýmsum stöðum í líkamanum, svo sem: nýrum, beinum eða miðtaugakerfi. Algengast er þó að þeir valdi sjúkdómi í lungum. Þangað berast þeir fyrst og þar eru vaxtarskilyrði góð, einkum í lungnatoppunum.

Uppspretta berklasmits er sjúklingur með berklahósta. Smit berst ekki nema frá þeim sem hafa sjúkdómseinkenni, öfugt við það sem gerist til dæmis hvað varðar alnæmi. Við hósta berast sýklarnir út í andrúmsloftið, og því er erfitt að verjast smiti öfugt við það þegar smit berst á milli manna við kynmök eða með blóði. Berklar eru þó ekki mjög smitandi, samanborið við vírussjúkdóma eins og inflúensu og mislinga. Smithætta er, almennt talað, meiri eftir því sem samskipti við sjúkling eru nánari. Góð loftræsting og almennir “mannasiðir”, eins og það að halda fyrir munninn þegar hóstað er, draga verulega úr smithættu.

Berklasjúklingar smita ekki allir. Það er einkum sú tegund berklasjúkdóms sem einkennist af holumyndun í lungum og þar sem sýklarnir sjást við smásjárskoðun á hráka, sem er smitandi. Það smitast ekki allir sem umgangast berklasjúklinga og það veikjast ekki allir sem smitast af berklum. Það er hægt að vera smitaður alla ævina án þess að sjúkdómur komi fram.

Meðferð við berklum er fjöllyfjameðferð. Í dag er yfirleitt beitt sex mánaða meðferð þar sem gefin eru fjögur lyf fyrstu tvo mánuðina og svo tvö lyf í fjóra mánuði. Ef ekki er um lyfjaþolna sýkla að ræða, lagt er upp með rétta meðferð í upphafi og sjúklingurinn tekur lyfin eins og fyrir hann er lagt, þá er árangur meðferðar mjög góður.

Það er einkum tvennt sem er til vandræða hvað varðar berkla á okkar tímum. Annars vegar alnæmi sem er algengt í löndum þar sem berklar eru landlægir í dag og hins vegar lyfjaþolnir sýklar. Alnæmissmit eykur líkur að minnsta kosti hundraðfalt á að berklasmitaður einstaklingur fái berklasjúkdóm. Heilbrigt ónæmiskerfi heldur smiti í skefjum en þegar ónæmiskerfið bilar þá ná sýklarnir yfirhöndinni.

Lyfjaþolnir sýklar eru vaxandi ógn á heimsvísu. Ekki hafa komið fram ný berklalyf um nokkurt skeið, og meðferðarhorfur eru mun lakari ef um lyfjaþolna berklasýkla er að ræða. Auk þess er meðferðin margfalt dýrari. Til að koma í veg fyrir myndun lyfjaþols hjá sýklum, er mikilvægt að læknar og sjúklingar virði ákveðnar reglur varðandi notkun á berklalyfjum.

Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvernig var meðferð við berklum háttað fyrir tilkomu sýklalyfja?

Myndin er fengin af vefsetrinu Tuberculosis....