Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getur þú sagt mér um kameljón?

Móeiður Una Ingimarsdóttir og Agnes Sigrún Diego

Kameljón (Chamaeleonidae) eru eðlur af undirflokknum Iguania en til eru um 160 tegundir af þeim. Þau finnast í Afríku, á Spáni, í Suður-Asíu og á Indlandi. Þau lifa einungis á hlýjum búsvæðum svo sem eyðimörkum en þó einkum í regnskógum. Fæætur kameljóna eru sérstaklega lagaðir til þess að klifra í trjám. Mörgum finnast kameljón sérkennileg í laginu en augu þeirra eru útstæð og geta hreyfst í sitthvora áttina. Auk þessa hafa þau hliðflatan skrokk, kamb á baki og langa, slímuga tungu til að veiða flugur og önnur skordýr. Stærri tegundir sækjast frekar eftir smáfuglum og stórum skordýrum.

Kameljón lifa einungis á hlýjum búsvæðum svo sem eyðimörkum eða regnskógum en fætur þeirra eru sérstaklega lagaðir til þess að klifra í trjám.

Sum afbrigði af kameljónum skipta litum eftir hita og dýrin geta haft samskipti með litabreytingunum. Flest kameljón eru 17–25 cm á lengd en minnsta kameljónið sem hefur fundist er 29 millimetrar og er frá Madagaskar. Kvendýr kameljóna verpir um 20 eggjum og það tekur þau allt að 4–12 mánuði að klekjast, eftir því hver tegundin er. Kvendýrin grafa eggin í 10–30 cm djúpa holu til að halda þeim öruggum og hlýjum. Kameljón eru almennt alætur og éta næstum allt, svo sem lauf, skordýr, ávexti og fleira. Sum afbrigði éta aðeins kjöt en önnur vilja aðeins grænmeti.

Hægt er að lesa meira um eðlur á Vísindavefnum í svari við spurningunni Getið þið sagt mér allt um eðlur? Eru einhverjar þeirra hættulegar mönnum?

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2014.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

18.6.2014

Spyrjandi

Þorri Magnússon

Tilvísun

Móeiður Una Ingimarsdóttir og Agnes Sigrún Diego. „Hvað getur þú sagt mér um kameljón?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51714.

Móeiður Una Ingimarsdóttir og Agnes Sigrún Diego. (2014, 18. júní). Hvað getur þú sagt mér um kameljón? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51714

Móeiður Una Ingimarsdóttir og Agnes Sigrún Diego. „Hvað getur þú sagt mér um kameljón?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51714>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getur þú sagt mér um kameljón?
Kameljón (Chamaeleonidae) eru eðlur af undirflokknum Iguania en til eru um 160 tegundir af þeim. Þau finnast í Afríku, á Spáni, í Suður-Asíu og á Indlandi. Þau lifa einungis á hlýjum búsvæðum svo sem eyðimörkum en þó einkum í regnskógum. Fæætur kameljóna eru sérstaklega lagaðir til þess að klifra í trjám. Mörgum finnast kameljón sérkennileg í laginu en augu þeirra eru útstæð og geta hreyfst í sitthvora áttina. Auk þessa hafa þau hliðflatan skrokk, kamb á baki og langa, slímuga tungu til að veiða flugur og önnur skordýr. Stærri tegundir sækjast frekar eftir smáfuglum og stórum skordýrum.

Kameljón lifa einungis á hlýjum búsvæðum svo sem eyðimörkum eða regnskógum en fætur þeirra eru sérstaklega lagaðir til þess að klifra í trjám.

Sum afbrigði af kameljónum skipta litum eftir hita og dýrin geta haft samskipti með litabreytingunum. Flest kameljón eru 17–25 cm á lengd en minnsta kameljónið sem hefur fundist er 29 millimetrar og er frá Madagaskar. Kvendýr kameljóna verpir um 20 eggjum og það tekur þau allt að 4–12 mánuði að klekjast, eftir því hver tegundin er. Kvendýrin grafa eggin í 10–30 cm djúpa holu til að halda þeim öruggum og hlýjum. Kameljón eru almennt alætur og éta næstum allt, svo sem lauf, skordýr, ávexti og fleira. Sum afbrigði éta aðeins kjöt en önnur vilja aðeins grænmeti.

Hægt er að lesa meira um eðlur á Vísindavefnum í svari við spurningunni Getið þið sagt mér allt um eðlur? Eru einhverjar þeirra hættulegar mönnum?

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2014.

...