Samkvæmt þessu rofnaði Madagaskar ásamt Indlandi frá meginlandi Afríku fyrir 125 m.á. og Madagaskar frá Indlandi fyrir 90 m.á. Þó eru ýmis jarð- og dýrafræðileg rök fyrir því að tengsl Madagaskar við Afríku hafi haldist að minnsta kosti þar til fyrir 50 milljónum ára, en þá rakst Indland á Asíu og Himalajafjöllin tóku að myndast. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Af hverju brotnaði Pangea upp? eftir Sigurð Steinþórsson
- Gefum okkur að Pangea hafi verið á tilteknum stað á jarðarkúlunni, hvað var þá hinum megin? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Hvernig stendur á því að meginlönd heims safnast fremur saman norðanvert á heimsknöttinn? eftir Leó Kristjánsson