Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Himalajafjöll eru fjallgarður í Asíu sem liggur í austur-vestur stefnu og aðskilur Indlandsskaga frá tíbetsku-hásléttunni. Fjallgarðurinn nær yfir sex þjóðríki; Bútan, Kína, Indland, Nepal, Pakistan og Afganistan. Orðið 'himalaja' kemur úr sanskrít og þýðir 'hima' snjór og 'ālaya' híbýli.
Hluti Himalajafjallgarðsins. Everest-tindur sem er hæsti tindur heims (8850 m y.s.), er í Himalajafjallgarðinum og hann sést hér fyrir miðri mynd fyrir neðan nafnið.
Himalajafjöll eru hæsti fjallgarður í heimi. Fjórtán tindar hans eru yfir 8000 m á hæð og um 100 tindar eru yfir 7200 m. Garðurinn er um 2400 km langur og 200-400 km breiður. Innan hans eru fræg fjallabelti, svo sem Hindu Kush-fjallgarðurinn og Karakoram-fjallgarðurinn. Margar stórar ár eiga upptök sín í Himalajafjöllum og má þar helst nefna Indus- og Yangstze-fljót. Um 2,2 milljarðar manna eiga heimkynni sín í Himalajafjöllum eða við rætur þeirra.
Skýringamynd sem sýnir færslu Indlandsflekans norður á bóginn og hvernig hann lokaði Teþys-hafinu á milli Asíu og hans.
Himalajafjöll byrjuðu að myndast fyrir 70 milljónum ára þegar Indlandsflekinn tók að færast norður á bóginn. Fyrir 50 milljónum ára hafði hann lokað Teþys-hafinu sem lá á milli Indlandsflekans og Lárasíu, meginlands sem samanstóð af Asíu, Evrópu og N-Ameríku nútímans. Síðan þá hafa flekarnir þrýst saman og risið upp mót hvor öðrum og myndað hinn gríðarlega fjallgarð. Indlandsflekinn færist um 67 mm á ári inn í Asíu og því má búast við að eftir 10 milljónir ára hafi hann færst um 6700 km í norður. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
Steinunn Stefánsdóttir og Vignir Már Lýðsson. „Hvað getið þið sagt mér um Himalajafjöll?“ Vísindavefurinn, 25. september 2007, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6817.
Steinunn Stefánsdóttir og Vignir Már Lýðsson. (2007, 25. september). Hvað getið þið sagt mér um Himalajafjöll? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6817
Steinunn Stefánsdóttir og Vignir Már Lýðsson. „Hvað getið þið sagt mér um Himalajafjöll?“ Vísindavefurinn. 25. sep. 2007. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6817>.