Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju brotnaði Pangea upp?

Sigurður Steinþórsson

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:
  • Voru allar heimsálfurnar einu sinni eitt land?
  • Verður nokkurn tíma til aftur meginland eins og Pangea?

Pangea varð til seint á perm (en perm-tímabilið var frá 285-250 milljónum ára) við samruna Gondwanalands og Evrameríku. Þetta risameginland náði milli heimskauta og tók yfir alla meginlandsfleka jarðar.

Pangea fór að gliðna á trías-tímabilinu við það að haf opnaðist úr austri, Tethys, sem skildi að núverandi Evrópu og Afríku. Á júra-tímabilinu hafði Tethys opnast svo langt til vesturs að Suður- og Norður-Ameríka skildust að. Suður-Ameríka gliðnaði ekki frá Afríku fyrr en á krítartímabilinu þegar Atlantshafið fór að opnast úr suðri. Norður-Ameríka fór að gliðna frá Afríku á mið-júra, eftir gömlu samskeytum Harz-fellingarinnar, og Norður-Atlantshaf tók að opnast seint á krít.

Rek meginlandanna síðustu 250 milljón árin.

Meginástæða þess að meginlönd klofna er sú að möttulstrókur rís undir þeim. Við það lyftist landið og klofnar loks. Flekahreyfingar bera svo meginlöndin fram og aftur um hnöttinn, en sennilegast er að möttulstrókar séu meginkrafturinn sem flytur til flekana, líkt og ólgandi vatn undir ís sem veldur því að ísjakar berast hingað og þangað. Lesa má meira um möttulstróka í svari sama höfundar við spurningunni Er heitur reitur undir Íslandi?

Til að svara því hvort öll meginlöndin muni einhvern tíma í framtíðinni sameinast aftur í eitt risameginland má minna á það sem vitur maður mælti forðum, að það sem hefur gerst getur gerst aftur. Hins vegar er það sennilega fremur ólíklegt, en almennt ræður hending því. Indland sameinaðist Asíu í upphafi tertíer-tímabilsins og Afríka er „á góðri leið“ með að sameinast Evrópu. Hins vegar er engin hreyfing í þá átt að Ameríka sameinist Evrasíu og Afríku.

Skoðið einnig svör við spurningunum:

Heimild og mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

5.8.2004

Spyrjandi

Jónína Sigurðardóttir
Dagmar Sigurðardóttir
Davíð Þorgeirsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Af hverju brotnaði Pangea upp?“ Vísindavefurinn, 5. ágúst 2004, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4443.

Sigurður Steinþórsson. (2004, 5. ágúst). Af hverju brotnaði Pangea upp? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4443

Sigurður Steinþórsson. „Af hverju brotnaði Pangea upp?“ Vísindavefurinn. 5. ágú. 2004. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4443>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju brotnaði Pangea upp?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum:

  • Voru allar heimsálfurnar einu sinni eitt land?
  • Verður nokkurn tíma til aftur meginland eins og Pangea?

Pangea varð til seint á perm (en perm-tímabilið var frá 285-250 milljónum ára) við samruna Gondwanalands og Evrameríku. Þetta risameginland náði milli heimskauta og tók yfir alla meginlandsfleka jarðar.

Pangea fór að gliðna á trías-tímabilinu við það að haf opnaðist úr austri, Tethys, sem skildi að núverandi Evrópu og Afríku. Á júra-tímabilinu hafði Tethys opnast svo langt til vesturs að Suður- og Norður-Ameríka skildust að. Suður-Ameríka gliðnaði ekki frá Afríku fyrr en á krítartímabilinu þegar Atlantshafið fór að opnast úr suðri. Norður-Ameríka fór að gliðna frá Afríku á mið-júra, eftir gömlu samskeytum Harz-fellingarinnar, og Norður-Atlantshaf tók að opnast seint á krít.

Rek meginlandanna síðustu 250 milljón árin.

Meginástæða þess að meginlönd klofna er sú að möttulstrókur rís undir þeim. Við það lyftist landið og klofnar loks. Flekahreyfingar bera svo meginlöndin fram og aftur um hnöttinn, en sennilegast er að möttulstrókar séu meginkrafturinn sem flytur til flekana, líkt og ólgandi vatn undir ís sem veldur því að ísjakar berast hingað og þangað. Lesa má meira um möttulstróka í svari sama höfundar við spurningunni Er heitur reitur undir Íslandi?

Til að svara því hvort öll meginlöndin muni einhvern tíma í framtíðinni sameinast aftur í eitt risameginland má minna á það sem vitur maður mælti forðum, að það sem hefur gerst getur gerst aftur. Hins vegar er það sennilega fremur ólíklegt, en almennt ræður hending því. Indland sameinaðist Asíu í upphafi tertíer-tímabilsins og Afríka er „á góðri leið“ með að sameinast Evrópu. Hins vegar er engin hreyfing í þá átt að Ameríka sameinist Evrasíu og Afríku.

Skoðið einnig svör við spurningunum:

Heimild og mynd: ...