Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver kleif Everest fyrst án súrefnis?

Grétar Stefánsson og Unnar Árnason

Edmund Hillary og Tenzig Norgay klifu fyrstir manna Everesttind árið 1953. Þeir notuðu súrefniskúta líkt og aðrir Everest-leiðangrar næstu áratugina. Á áttunda áratug 20. aldar var umræðan um gildi fjallgöngu með aðstoð súrefniskúta orðin hávær. Töldu menn það ýmist brjálæði að reyna klifur á hæstu fjöll heims án súrefnis, eða að hættulegt væri að nota hjálpartæki sem gætu brugðist allt í einu og þannig skapað bráðari hættu en var fyrir. Helstu forvígismenn seinna viðhorfsins voru fjallgöngumennirnir Reinhold Messner og Peter Habeler. Árið 1975 klifu þeir ellefta hæsta fjall í heimi, Gasherbrum, án þess að vera með súrefniskúta, og settu markið eftir það á að klífa Everest með sömu aðferð.

Rannsóknir frá 1961 höfðu sýnt að súrefnismagnið á toppi Everest-fjalls dygði aðeins fyrir líkama í hvíld, ekki á hreyfingu, og vísindalega var því talið að ómögulegt væri að klífa Everest án súrefniskúta. Þeir Messner og Habeler ákváðu þó, þrátt fyrir mótbárur lækna og annarra fjallgöngumanna, að leggja á fjallið árið 1978 og komu að rótum þess í marsmánuði það ár. Næstu vikur nýttu þeir til að skipuleggja leiðina upp fjallið og koma upp búðum (5 alls) en réðust í fjallgönguna sjálfa 21. apríl. Þeir hófu gönguna með austurrískum hópi en skildu við hann og náðu 3. búðum 23. apríl. Þar veiktist Habeler af matareitrun og Messner reyndi einn að komast á toppinn en varð að snúa við vegna veðurs sem neyddi allan hópinn niður að rótum fjallsins í grunnbúðirnar.

Í grunnbúðunum ræddu Messner og Habeler mikið um það hvort halda skyldi aftur á fjallið, með eða án súrefnis, en niðurstaðan varð að endurtaka tilraunina án súrefniskúta. Tveir kútar fylgdu þó með upp í 4. búðir til notkunar í neyðartilfelli, og snúið skyldi við ef annar hvor sýndi merki alvarlegs súrefnisskorts. Messner og Habeler lögðu í hann á ný 6. maí og komust aftur í 3. búðir (í 7.200 m hæð) léttilega. Daginn eftir klifu þeir upp í 7.986 m hæð og komu sér þar fyrir fram á kvöld. Þá voru þeir farnir að finna verulega fyrir súrefnisskorti.

Klukkan þrjú um nóttina þann 8. maí, réðust Messner og Habeler svo til uppgöngu á topp Everest. Eftir fjóra klukkutíma náðu þeir 5. búðum (í 8.500 m hæð) þar sem þeir hvíldu sig í hálftíma. Í 8.800 m hæð var súrefnisskorturinn orðinn það mikill að Messner og Habeler urðu leggjast niður eftir hverja 3-5 metra og hvíla sig áður en haldið var áfram. Þeir voru löngu hættir að tala sín á milli en notuðu táknmál til að spara súrefni. En síðustu metrana komust þeir þó og milli klukkan 13 og 14 þann 8. maí 1978, náðu þeir Messner og Habeler toppi Everest – fyrstir allra án súrefnis.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundar

grunnskólanemi í Ölduselsskóla

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

9.12.2002

Spyrjandi

Birgir Ólason

Efnisorð

Tilvísun

Grétar Stefánsson og Unnar Árnason. „Hver kleif Everest fyrst án súrefnis?“ Vísindavefurinn, 9. desember 2002, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2944.

Grétar Stefánsson og Unnar Árnason. (2002, 9. desember). Hver kleif Everest fyrst án súrefnis? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2944

Grétar Stefánsson og Unnar Árnason. „Hver kleif Everest fyrst án súrefnis?“ Vísindavefurinn. 9. des. 2002. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2944>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver kleif Everest fyrst án súrefnis?
Edmund Hillary og Tenzig Norgay klifu fyrstir manna Everesttind árið 1953. Þeir notuðu súrefniskúta líkt og aðrir Everest-leiðangrar næstu áratugina. Á áttunda áratug 20. aldar var umræðan um gildi fjallgöngu með aðstoð súrefniskúta orðin hávær. Töldu menn það ýmist brjálæði að reyna klifur á hæstu fjöll heims án súrefnis, eða að hættulegt væri að nota hjálpartæki sem gætu brugðist allt í einu og þannig skapað bráðari hættu en var fyrir. Helstu forvígismenn seinna viðhorfsins voru fjallgöngumennirnir Reinhold Messner og Peter Habeler. Árið 1975 klifu þeir ellefta hæsta fjall í heimi, Gasherbrum, án þess að vera með súrefniskúta, og settu markið eftir það á að klífa Everest með sömu aðferð.

Rannsóknir frá 1961 höfðu sýnt að súrefnismagnið á toppi Everest-fjalls dygði aðeins fyrir líkama í hvíld, ekki á hreyfingu, og vísindalega var því talið að ómögulegt væri að klífa Everest án súrefniskúta. Þeir Messner og Habeler ákváðu þó, þrátt fyrir mótbárur lækna og annarra fjallgöngumanna, að leggja á fjallið árið 1978 og komu að rótum þess í marsmánuði það ár. Næstu vikur nýttu þeir til að skipuleggja leiðina upp fjallið og koma upp búðum (5 alls) en réðust í fjallgönguna sjálfa 21. apríl. Þeir hófu gönguna með austurrískum hópi en skildu við hann og náðu 3. búðum 23. apríl. Þar veiktist Habeler af matareitrun og Messner reyndi einn að komast á toppinn en varð að snúa við vegna veðurs sem neyddi allan hópinn niður að rótum fjallsins í grunnbúðirnar.

Í grunnbúðunum ræddu Messner og Habeler mikið um það hvort halda skyldi aftur á fjallið, með eða án súrefnis, en niðurstaðan varð að endurtaka tilraunina án súrefniskúta. Tveir kútar fylgdu þó með upp í 4. búðir til notkunar í neyðartilfelli, og snúið skyldi við ef annar hvor sýndi merki alvarlegs súrefnisskorts. Messner og Habeler lögðu í hann á ný 6. maí og komust aftur í 3. búðir (í 7.200 m hæð) léttilega. Daginn eftir klifu þeir upp í 7.986 m hæð og komu sér þar fyrir fram á kvöld. Þá voru þeir farnir að finna verulega fyrir súrefnisskorti.

Klukkan þrjú um nóttina þann 8. maí, réðust Messner og Habeler svo til uppgöngu á topp Everest. Eftir fjóra klukkutíma náðu þeir 5. búðum (í 8.500 m hæð) þar sem þeir hvíldu sig í hálftíma. Í 8.800 m hæð var súrefnisskorturinn orðinn það mikill að Messner og Habeler urðu leggjast niður eftir hverja 3-5 metra og hvíla sig áður en haldið var áfram. Þeir voru löngu hættir að tala sín á milli en notuðu táknmál til að spara súrefni. En síðustu metrana komust þeir þó og milli klukkan 13 og 14 þann 8. maí 1978, náðu þeir Messner og Habeler toppi Everest – fyrstir allra án súrefnis.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

...