Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig stendur á því að meginlönd heims safnast fremur saman norðanvert á heimsknöttinn?

Leó Kristjánsson (1943-2020)

Jörðin myndaðist að öllum líkindum fyrir 4600 milljón árum. Fljótlega skildist hún sundur í kjarna sem er að mestu úr járni og nikkel að talið er, og möttul, sem er úr ýmsum samböndum járns, kísils, áls, magnesíns og fleiri frumefna við súrefni.

Vegna varmamyndunar í þessu efni af völdum geislavirkni, efna- og fasabreytinga, eru hægfara efnishreyfingar í möttlinum líkt og í potti á heitri hellu (iðustraumar). Ýmis tiltölulega létt efni hafa í aldanna rás skilist frá möttlinum og mynda hina svonefndu jarðskurn eða steinhvel (lithosphere), sem er þunnt (um 100 km). Meginlöndin og landgrunn kringum þau eru úr léttara efni en úthöfin. Nýtt efni bætist við jarðskurnina á úthafshryggjum og í svonefndum heitum reitum, en sums staðar hverfur efni aftur niður í möttulinn, einkum við eyjaboga kringum Kyrrahafið. Jarðskurninni má líkja við skán eða froðu á pottinum.

Iðustraumarnir hafa breytt sér nokkrum sinnum á ævi jarðar, og við hverja slíka breytingu brotna meginlöndin og höfin upp og brotin færast til. Síðasta breyting hefði getað hafist fyrir um 150 milljón árum, þegar stórt meginland nefnt Pangea brotnaði í marga parta sem fóru hver í sína áttina. Það virðist að mestu hafa verið fyrir tilviljun, að núverandi meginlönd hafa lent á norðurhveli jarðar.

Ályktanir um þetta hafa jarðvísindamenn dregið af ýmsum gögnum svo sem loftslagsbeltum sem ummerki finnast um í jarðlögum, segulstefnu í bergi, fornum fjallgarðamyndunum á meginlöndunum og fleiru, en allar þessar ályktanir eru nokkuð ágiskanakenndar og enn í þróun.

Mynd:

Höfundur

Leó Kristjánsson (1943-2020)

jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun

Útgáfudagur

15.2.2000

Spyrjandi

Guðmundur Ólafsson

Tilvísun

Leó Kristjánsson (1943-2020). „Hvernig stendur á því að meginlönd heims safnast fremur saman norðanvert á heimsknöttinn?“ Vísindavefurinn, 15. febrúar 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=98.

Leó Kristjánsson (1943-2020). (2000, 15. febrúar). Hvernig stendur á því að meginlönd heims safnast fremur saman norðanvert á heimsknöttinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=98

Leó Kristjánsson (1943-2020). „Hvernig stendur á því að meginlönd heims safnast fremur saman norðanvert á heimsknöttinn?“ Vísindavefurinn. 15. feb. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=98>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig stendur á því að meginlönd heims safnast fremur saman norðanvert á heimsknöttinn?
Jörðin myndaðist að öllum líkindum fyrir 4600 milljón árum. Fljótlega skildist hún sundur í kjarna sem er að mestu úr járni og nikkel að talið er, og möttul, sem er úr ýmsum samböndum járns, kísils, áls, magnesíns og fleiri frumefna við súrefni.

Vegna varmamyndunar í þessu efni af völdum geislavirkni, efna- og fasabreytinga, eru hægfara efnishreyfingar í möttlinum líkt og í potti á heitri hellu (iðustraumar). Ýmis tiltölulega létt efni hafa í aldanna rás skilist frá möttlinum og mynda hina svonefndu jarðskurn eða steinhvel (lithosphere), sem er þunnt (um 100 km). Meginlöndin og landgrunn kringum þau eru úr léttara efni en úthöfin. Nýtt efni bætist við jarðskurnina á úthafshryggjum og í svonefndum heitum reitum, en sums staðar hverfur efni aftur niður í möttulinn, einkum við eyjaboga kringum Kyrrahafið. Jarðskurninni má líkja við skán eða froðu á pottinum.

Iðustraumarnir hafa breytt sér nokkrum sinnum á ævi jarðar, og við hverja slíka breytingu brotna meginlöndin og höfin upp og brotin færast til. Síðasta breyting hefði getað hafist fyrir um 150 milljón árum, þegar stórt meginland nefnt Pangea brotnaði í marga parta sem fóru hver í sína áttina. Það virðist að mestu hafa verið fyrir tilviljun, að núverandi meginlönd hafa lent á norðurhveli jarðar.

Ályktanir um þetta hafa jarðvísindamenn dregið af ýmsum gögnum svo sem loftslagsbeltum sem ummerki finnast um í jarðlögum, segulstefnu í bergi, fornum fjallgarðamyndunum á meginlöndunum og fleiru, en allar þessar ályktanir eru nokkuð ágiskanakenndar og enn í þróun.

Mynd:...