Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Það er rétt að menn geta dáið vegna geislavirkni en það gerist þó ekki með verulegum líkum nema hún sé mikil eða langvarandi.
Geislar frá geislavirkum efnum geta valdið margvíslegum breytingum í efni sem þeir fara um. Þeir geta meðal annars jónað frumeindir í efnunum en það þýðir að rafeindir losna frá frumeindunum og eftir situr rafhlaðin eind sem kallast jón. Hún víxlverkar síðan við efnið í kring og getur til dæmis valdið röskun á efnasamböndum.
Breytingar af þessu tagi skipta sérlega miklu þegar um lífverur er að ræða. Í þeim er mikið af stórum og flóknum sameindum og lítils háttar breytingar á þeim geta skipt miklu máli fyrir starfsemi efnanna. Þetta á ekki síst við um erfðaefnið sjálft og önnur efni sem stjórna starfsemi lífsins, til dæmis í frumunum. Þannig getur geislavirkni til dæmis ýtt undir myndun krabbameinsfrumna en einnig má stundum nota hana til að eyða slíkum frumum. Á því byggjast geislalækningar sem eru mikið notaðar í baráttunni gegn krabbameini nú á dögum.
Þegar geislavirkni leiðir menn til dauða er krabbamein oft milliliðurinn, ekki síst blóðkrabbi eða hvítblæði. Glöggt dæmi um þetta er þegar afurðir kjarnaklofnunar berast út í umhverfið, annaðhvort frá kjarnorkusprengju eða frá biluðu kjarnorkuveri eins og verinu í Tsjernobyl á sínum tíma.
Við kjarnaklofnun myndast geislavirkar samsætur tiltekinna frumefna. Þessar samsætur hegða sér í umhverfinu eins og ógeislavirkar samsætur sömu frumefna, safnast fyrir á sömu stöðum og svo framvegis. Þannig safnast geislavirkt sesín fyrir í skjaldkirtlinum og geislavirkt strontín í beinum eins og venjulegt strontín og kalk, en strontín hefur einmitt sömu efnafræðilega eiginleika og kalk. Þetta leiðir til þess að geislavirkni getur orðið býsna mikil í tilteknum líffærum þó að það eigi ekki við um líkamann í heild. Og dánartala af völdum krabbameins hækkar á þeim svæðum sem verða fyrir geislavirkni af þessu tagi.