Þótt grænkun á kartöflum (myndun blaðgrænu) og aukning á sólaníninnihaldi séu aðskildir efnaferlar eru þeir oft tengdir einkum þegar kartöflur verða grænar í sólarljósi. Mikið hnjask og sólarljós stuðlar að myndun efnisins. Rannsóknir á kartöfluafbrigðum sem ræktuð eru hér á landi hafa sýnt fram á að þau innihalda almennt sólanín undir þeim hámarksgildum sem gefin eru upp í reglugerð um aðskotaefni í matvælum. Hámarksgildi fyrir sólanín í kartöflum er 200 mg/kg. Þegar talað er um eitrun þá er magn sólaníns sem menn neyta töluvert yfir hámarksgildum. Eituráhrif á fólk er í flestum tilfellum vegna tveggja efna, það er a-sólanín og a-chacónín. Hefðbundin einkenni sólanín eitrunar í fólki eru bæði meltingartruflanir og áhrif á taugakerfið. Meltingartruflanir hafa verið uppköst, niðurgangur og slæmir kviðverkir. Áhrif á taugakerfið hafa verið dofi, sinnuleysi, uppnám, þróttleysi og depurð og stundum meðvitundarleysi. Venjulega koma einkennin fram 8-12 klukkustundum eftir neyslu. Einnig getur hækkandi líkamshiti, hraður veikur púls, lágur blóðþrýstingur og hröð öndun fylgt eitrun. Til eru dæmi um um að fólk hafi látist af völdum sólaníns en það hefur gerst við mjög óvenjulegar aðstæður, það er kartöflurnar hafa verið ónýtar og fólk borðað verulegt magn af þeim. Til þess að koma í veg fyrir sólanín-eitrun í kartöflum er eftirfarandi mikilvægt:
- Framleiðendur og pökkunaraðilar eiga að flokka grænar kartöflur frá í framleiðslu.
- Pökkunaraðilar verða að sjá til þess að kartöflurnar séu geymdar í myrkri meðan þær stoppa hjá þeim.
- Verslanir verða að sjá til þess að sem minnst lýsing sé á kartöflum meðan þær eru í búðinni, til dæmis geyma þær í dimmum kössum sem viðskipavinir taka kartöflurnar úr eða í dökkum umbúðum.
- Neytendur ættu að geyma kartöflur á dimmum stað heima fyrir.
- Varist að borða skemmdar og/eða grænar kartöflur.
- Hvort er betra að geyma kartöflur í ísskáp eða við herbergishita? eftir Björn Sigurð Gunnarsson
- Út af hverju eru íslenskar kartöflur rauðar? eftir Jón Guðmundsson
- Hvar og hvenær var fyrsta kartaflan ræktuð á Íslandi? eftir Valgerði G. Johnsen
- World News. Sótt 3.2.2010.
Eiturefni í kartöflum. Er það virkilega hættulegt eða veldur það eingöngu saklausum meltingartrufllunum? Hvað þarf að innbyrða mikið magn, 1,2 eða 100??
Þetta svar er örlítið breytt útgáfa af umfjöllun um sólanín í kartöflum á vef Matvælastofnunar og birt með góðfúslegu leyfi.