Sólin Sólin Rís 10:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:12 • Sest 13:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:52 • Síðdegis: 18:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:11 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:12 • Sest 13:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:52 • Síðdegis: 18:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:11 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Út af hverju eru íslenskar kartöflur rauðar?

Jón Guðmundsson

Kartöflur komu til Evrópu frá Ameríku seint á 16 öld en bárust fyrst til Íslands árið 1758. Þær hafa borist hingað margoft síðan og þau yrki sem nú eru ræktuð eru öll komin hingað að utan. Þær kartöflur sem hægt er að segja að séu íslenskar eru þær sem búið er að rækta á Íslandi í langan tíma, hafa að einhverju leyti sérstöðu, til dæmis íslenskt nafn, og eru lítt kunnar erlendis.

Þær sem helst falla í þennan flokk eru Rauðar íslenskar og Gular íslenskar. Yrkið Gullauga er ekki eins íslenskt og þau fyrrnefndu, því að það yrki er einnig ræktað í Skandinavíu og er vel þekkt þar. Rauðar íslenskar eru reyndar líka til í Skandinavíu og eru þá kallaðar til dæmis Gamlar sænskar. Rauðar íslenskar eru mikið ræktaðar hér á landi en ræktun þeirra gulu hefur lagst af.

Liturinn á kartöflum ræðst af styrk litarefna sem eru í einhverjum mæli í öllum kartöflum. Litarefnin eru af flokki karótena sem eru einkum í hnýðinu (holdinu) og gefa gulan lit, og flavenóíða, sem einnig er í hnýðinu og gefur gulan lit. Ef styrkur litarefna í þessum flokkum er lágur er holdið hvítt. Þriðji flokkur litarefna er flokkur antócyana sem eru rauðleit eða bláleit litarefni. Styrkur antócyana er mestur við brum, þá í hýði eða rétt undir hýðinu og stundum í leiðsluvef.

Í Rauðum íslenskum er rautt litarefni um allt hýðið og stundum um mikinn hluta leiðsluvefjar inni í kartöflunni sjálfri.

Í íslensku afbrigðunum er rautt litarefni ríkjandi í Rauðum íslenskum og gult í Gulum íslenskum. Miðað við mörg önnur yrki er magn litarefnis mikið í þessum yrkjum. Í Rauðum íslenskum er litarefnið um allt hýðið og stundum um mikinn hluta leiðsluvefjar inni í kartöflunni sjálfri. Þá sést rauður hringur þegar kartaflan er skorin í sundur. Í mörgum öðrum yrkjum er rauða litarefnið mun minna og þá einkum við brumin (augun) til dæmis í Gullauga.

En hvað ræður vali okkar á kartöflum? Vinsældir kartafla ráðast af bragðgæðum, uppskeru, geymsluþoli og hefðum, svo að eitthvað sé nefnt. Norðurlandabúar virðast vilja hafa kartöflur með lit, og þá rauðum eða gulum, en í Norður-Ameríku og Bretlandi eru vinsæl yrki hvít, það er án litarefna í hýði. Um alla Mið- og Suður-Ameríku er fjöldi yrkja, enda er kartaflan upprunnin þar og fjölbreytnin því langmest.

Rauðar íslenskar þykja bragðgóðar og hafa gott geymsluþol sem skýrist af því að þurrefnisinnihald þeirra er hátt miðað við mörg önnur yrki. Hve mikið liturinn hefur að segja er óvíst en ekki virðist hann spilla fyrir.

Mynd:

Höfundur

Jón Guðmundsson

plöntulífeðlisfræðingur

Útgáfudagur

24.5.2002

Síðast uppfært

13.1.2021

Spyrjandi

Elísabet Jónsdóttir, f. 1993

Tilvísun

Jón Guðmundsson. „Út af hverju eru íslenskar kartöflur rauðar?“ Vísindavefurinn, 24. maí 2002, sótt 28. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=2414.

Jón Guðmundsson. (2002, 24. maí). Út af hverju eru íslenskar kartöflur rauðar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2414

Jón Guðmundsson. „Út af hverju eru íslenskar kartöflur rauðar?“ Vísindavefurinn. 24. maí. 2002. Vefsíða. 28. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2414>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Út af hverju eru íslenskar kartöflur rauðar?
Kartöflur komu til Evrópu frá Ameríku seint á 16 öld en bárust fyrst til Íslands árið 1758. Þær hafa borist hingað margoft síðan og þau yrki sem nú eru ræktuð eru öll komin hingað að utan. Þær kartöflur sem hægt er að segja að séu íslenskar eru þær sem búið er að rækta á Íslandi í langan tíma, hafa að einhverju leyti sérstöðu, til dæmis íslenskt nafn, og eru lítt kunnar erlendis.

Þær sem helst falla í þennan flokk eru Rauðar íslenskar og Gular íslenskar. Yrkið Gullauga er ekki eins íslenskt og þau fyrrnefndu, því að það yrki er einnig ræktað í Skandinavíu og er vel þekkt þar. Rauðar íslenskar eru reyndar líka til í Skandinavíu og eru þá kallaðar til dæmis Gamlar sænskar. Rauðar íslenskar eru mikið ræktaðar hér á landi en ræktun þeirra gulu hefur lagst af.

Liturinn á kartöflum ræðst af styrk litarefna sem eru í einhverjum mæli í öllum kartöflum. Litarefnin eru af flokki karótena sem eru einkum í hnýðinu (holdinu) og gefa gulan lit, og flavenóíða, sem einnig er í hnýðinu og gefur gulan lit. Ef styrkur litarefna í þessum flokkum er lágur er holdið hvítt. Þriðji flokkur litarefna er flokkur antócyana sem eru rauðleit eða bláleit litarefni. Styrkur antócyana er mestur við brum, þá í hýði eða rétt undir hýðinu og stundum í leiðsluvef.

Í Rauðum íslenskum er rautt litarefni um allt hýðið og stundum um mikinn hluta leiðsluvefjar inni í kartöflunni sjálfri.

Í íslensku afbrigðunum er rautt litarefni ríkjandi í Rauðum íslenskum og gult í Gulum íslenskum. Miðað við mörg önnur yrki er magn litarefnis mikið í þessum yrkjum. Í Rauðum íslenskum er litarefnið um allt hýðið og stundum um mikinn hluta leiðsluvefjar inni í kartöflunni sjálfri. Þá sést rauður hringur þegar kartaflan er skorin í sundur. Í mörgum öðrum yrkjum er rauða litarefnið mun minna og þá einkum við brumin (augun) til dæmis í Gullauga.

En hvað ræður vali okkar á kartöflum? Vinsældir kartafla ráðast af bragðgæðum, uppskeru, geymsluþoli og hefðum, svo að eitthvað sé nefnt. Norðurlandabúar virðast vilja hafa kartöflur með lit, og þá rauðum eða gulum, en í Norður-Ameríku og Bretlandi eru vinsæl yrki hvít, það er án litarefna í hýði. Um alla Mið- og Suður-Ameríku er fjöldi yrkja, enda er kartaflan upprunnin þar og fjölbreytnin því langmest.

Rauðar íslenskar þykja bragðgóðar og hafa gott geymsluþol sem skýrist af því að þurrefnisinnihald þeirra er hátt miðað við mörg önnur yrki. Hve mikið liturinn hefur að segja er óvíst en ekki virðist hann spilla fyrir.

Mynd: ...