Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2179 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um ryklýs?
Ryklýs (Psocoptera) eru smávaxin skordýr um það bil 1-10 mm á lengd, ljósleit með mjúkan líkama. Bæði þekkjast vængjaðar og vænglausar tegundir. Fálmarar þeirra eru langir og margliða og hjá sumum tegundum hefur myndast sérstakur bitmunnur. Latneska heitið Psocoptera er komið úr grísku og dregið af orðunum psoc...
Af hverju hlæjum við?
Það er erfitt að svara þessari spurningu. Hlátur getur bæði verið sjálfrátt og ósjálfrátt viðbragð. Til dæmis getum við hlegið ef okkur langar til. Sumir stunda meðal annars svonefnt hláturjóga. Það er hins vegar ósjálfráða viðbragðið sem er erfiðara viðfangs. Flestar kenningar um hlátur fjalla um tvennt: Að ...
Hver var Daniel Defoe?
Daniel Defoe (1660-1731) var enskur rithöfundur og blaðamaður. Hann var afar afkastamikill og gaf út fjölda blaðagreina, bæklinga og bóka um ýmis málefni, svo sem stjórnmál, trúmál og glæpi. Hann var einnig frumkvöðull á sviði viðskiptablaðamennsku. Hann þótti oft óvæginn í greinaskrifum sínum, jafnvel harðsvíraðu...
Hvernig getur trukkurinn í Star Wars farið hraðar en ljósið?
Þegar við segjum eða skrifum eitthvað "upp úr okkur" þarf það ekki að hafa neitt með veruleikann að gera. Okkur er sem betur fer frjálst að láta okkur detta í hug hvað sem er, segja frá því og skrifa um það með penna eða myndavél og svo framvegis. Þegar ég sit hérna við skjáinn get ég til dæmis auðveldlega hugsað ...
Hvað er hálsrígur og hvað orsakar hann?
Hálsrígur lýsir sér helst sem verkur og stífni í hálsi, sem oft fylgja erfiðleikar við að snúa eða hreyfa höfuðið. Ekki er til nein ákveðin læknisfræðileg skilgreining á hálsríg þar sem hugtakið getur haft ólíka merkingu fyrir einstaklingum. Fólk fær helst hálsríg eftir að hafa haft hálsinn í óþægilegri stöðu í le...
Hvaðan kemur sá háttur að nota orðið skúr í karlkyni, þá þegar talað er um rigningarskúr?
Ýmis orð í íslensku máli eru notuð í fleiri en einu kyni og er notkunin oft svæðisbundin. Bæði karlkyns og hvorugkyns eru til dæmis orðin fress, hor, hrís, kögur, plús, sykur. Kvenkyns og hvorugkyns eru til dæmis bjúga, hnoða, hveiti, jógúrt, saft, smíði, tál, þúsund. Í þremur kynjum eru skurn og vikur. Kvenkyns o...
Á hvaða aldri er 103 ára gamall langafi minn?
Síðari liðurinn -ræður er vel þekktur í orðunum áttræður, níræður, tíræður og er í hljóðskiptum við liðinn -rað í hundrað. Fram að áttræðu er notaður síðari liðurinn -tugur, tvítugur, þrítugur, fertugur, fimmtugur, sextugur, sjötugur, það er taldir eru þeir tugir sem viðkomandi hefur lifað. Á x-tugs aldri merkir þ...
Er meðalgreind mannkynsins að hækka eða lækka?
Svo virðist sem meðalgreind mannkyns, eins og hægt er að mæla hana í greindarprófum, sé að aukast. Frammistaða fólks í greindarprófum hefur batnað alls staðar í heiminum með hverri kynslóð. Meðalgreindarvísitala hækkar að jafnaði um þrjú stig á hverjum áratug. Það var nýsjálenski stjórnmálafræðingurinn James R. Fl...
Er eitthvað til í því að gos og bjór í glerflöskum bragðist betur en sömu drykkir í áldósum?
Líklega hefur þetta meira að gera með hvernig fólk upplifir að drekka úr dós samanborið við flösku. Varmaleiðni umbúðanna gæti skipt máli í þessu samhengi en gler er verri varmaleiðari en ál og innihaldið helst því lengur kalt í hendi sé það í flöskum. Það má hins vegar færa sterk rök fyrir því að glerflöskur ...
Eru til hættulegir páfagaukar?
Það er ágæt þumalfingursregla að öll dýr geta verið hættuleg undir vissum kringumstæðum. Því stærri sem dýrin eru, þeim mun meira tjóni geta þau yfirleitt valdið. Stærstu páfagaukarnir eru með geysilega öfluga gogga og geta bitið fók illa. Einnig eru klær páfagauka hættulegar. Ósjaldan hafa orðið slys þegar stórva...
Hvað eru til margar tegundir af maurum?
Maurar (Formicidae) tilheyra æðvængjum (Hymenoptera) en það er ævaforn ætt með mikla útbreiðslu. Þeir finnast í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu. Maurar eru ekki hluti af náttúrlegri fánu nokkurra stórra eyja, svo sem Íslands, Grænlands og Hawaii auk margra eyja í Kyrrahafinu. Rúmlega 12.000 tegundu...
Hvenær er best að fjarlægja geitungabú?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Sæll vertu! Það er nokkuð myndarlegt bú við einn stofugluggann, sem snýr út að veröndinni. Er einhver ástæða til að eyða? Sjálfur er ég ekki hræddur við geitunga - bjó lengi erlendis. Þeir leita ekki inn í húsið þótt allt sé haft opið í steikjandi sólinni. Beztu kveðjur o...
Hvernig reikna ég út mitt kolefnisspor?
Kolefnisspor er sú heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem einstaklingur, viðburður, fyrirtæki eða framleiðsla tiltekinnar vöru veldur á einu ári. Kolefnisspor er yfirleitt gefið upp í tonnum koltvísýringsgilda (tonn CO2-ígilda). Þegar um einstaklinga er að ræða er þetta meðal annars vegna ferðalaga, matarvenja, or...
Getur þráðlausa netið mitt skaðað nágranna mína?
Í svari við spurningunni Hvort telja vísindamenn að geislun frá þráðlausu neti sé hættuleg eða hættulaus? kemur meðal annars fram að svo lengi sem geislun sé innan viðmiðunarmarka sem mælt er með í löggjöf Evrópusambandsins séu engin greinanleg skaðleg áhrif á heilsu. Þar kemur líka fram að styrkur geislunar frá þ...
Hvers vegna var talið óhætt að flytja til Eyja skömmu eftir gos, meðan Grindavík er nú varanlega ótraust?
Réttast er að þeir aðilar sem standa að ákvörðun í þessu máli, það er Almannavarnir og Veðurstofan, svari spurningunni. Frá sjónarhóli jarðvísindanna vega þessi þrjú atriði þó þyngst: Það eru bara tveir þéttbýlisstaðir á landinu þar sem eldgos getur orðið innan bæjarmarkanna, það er Vestmannaeyjar og Grinda...