Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær er best að fjarlægja geitungabú?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Sæll vertu! Það er nokkuð myndarlegt bú við einn stofugluggann, sem snýr út að veröndinni. Er einhver ástæða til að eyða? Sjálfur er ég ekki hræddur við geitunga - bjó lengi erlendis. Þeir leita ekki inn í húsið þótt allt sé haft opið í steikjandi sólinni. Beztu kveðjur og þakkir! Jósep

Yfir vetrartímann liggja geitungadrottningar í dvala. Hér á landi fara þær yfirleitt aftur á kreik seinnihlutann í maí og leggja þá drög að byggingu bús á hentugum stað. Geitungabúið er síðan „lifandi“ oftast vel inn í ágúst og september en þá afleggur drottningin búið og íbúar þess flosna upp frá því. Eftir það stendur búið autt og er algjörlega hættulaust að fjarlægja það þá. Geitungar nýta aldrei bú frá fyrra sumri aftur árið eftir.

Það getur verið erfitt að mæla með því hvenær best er að eyða geitungabúum. Oft kallar fólk í meindýraeyði um leið og bú finnast. Ef búin eru á stöðum þar sem ónæði er af þeim, til dæmis undir palli eða heitum potti eða þar sem börn eru að leik, er mælt með að fjarlægja þau sem fyrst, enda geta geitungar verið ansi árásargjarnir þegar þeir telja sig verða fyrir truflun eða þeim er ógnað.

Ef geitungabú finnast yfir vetrartímann er alveg óhætt að fjarlægja það. Geitungar yfirgefa búin sín hér á landi í ágúst/september og nýta ekki sama búið tvisvar.

Það er þó óþarfi að kalla til fagmann ef búið finnst eftir að flugurnar hafa yfirgefið það, enda eru þá engar flugur til staðar í búinu og viðkvæmur pappamassinn brotnar einfaldlega niður í vetrarveðrum og vætu sem einkennir kaldari hluta ársins.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.2.2020

Spyrjandi

Jósep Örn Blöndal

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvenær er best að fjarlægja geitungabú?“ Vísindavefurinn, 14. febrúar 2020, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77862.

Jón Már Halldórsson. (2020, 14. febrúar). Hvenær er best að fjarlægja geitungabú? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77862

Jón Már Halldórsson. „Hvenær er best að fjarlægja geitungabú?“ Vísindavefurinn. 14. feb. 2020. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77862>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær er best að fjarlægja geitungabú?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Sæll vertu! Það er nokkuð myndarlegt bú við einn stofugluggann, sem snýr út að veröndinni. Er einhver ástæða til að eyða? Sjálfur er ég ekki hræddur við geitunga - bjó lengi erlendis. Þeir leita ekki inn í húsið þótt allt sé haft opið í steikjandi sólinni. Beztu kveðjur og þakkir! Jósep

Yfir vetrartímann liggja geitungadrottningar í dvala. Hér á landi fara þær yfirleitt aftur á kreik seinnihlutann í maí og leggja þá drög að byggingu bús á hentugum stað. Geitungabúið er síðan „lifandi“ oftast vel inn í ágúst og september en þá afleggur drottningin búið og íbúar þess flosna upp frá því. Eftir það stendur búið autt og er algjörlega hættulaust að fjarlægja það þá. Geitungar nýta aldrei bú frá fyrra sumri aftur árið eftir.

Það getur verið erfitt að mæla með því hvenær best er að eyða geitungabúum. Oft kallar fólk í meindýraeyði um leið og bú finnast. Ef búin eru á stöðum þar sem ónæði er af þeim, til dæmis undir palli eða heitum potti eða þar sem börn eru að leik, er mælt með að fjarlægja þau sem fyrst, enda geta geitungar verið ansi árásargjarnir þegar þeir telja sig verða fyrir truflun eða þeim er ógnað.

Ef geitungabú finnast yfir vetrartímann er alveg óhætt að fjarlægja það. Geitungar yfirgefa búin sín hér á landi í ágúst/september og nýta ekki sama búið tvisvar.

Það er þó óþarfi að kalla til fagmann ef búið finnst eftir að flugurnar hafa yfirgefið það, enda eru þá engar flugur til staðar í búinu og viðkvæmur pappamassinn brotnar einfaldlega niður í vetrarveðrum og vætu sem einkennir kaldari hluta ársins.

Mynd:...