Skur er fyrir nordann mascul. hann skurinn, mikill skur. fyrir vestan og sunnan fæm. hun skurin, mikil skur. (AM 226 b 8vo)Árni hefur því þekkt skúr sem karlkynsorð á Norðurlandi en sem kvenkynsorð á Vestur- og Suðurlandi. Sama hefur Páll Vídalín að segja í riti sínu Skýríngar yfir fornyrði lögbókar þeirrar, er Jónsbók kallast en það er skrifað á fyrsta þriðjungi 18. aldar.
Norðlínga kennum vér af generibus vocum grammaticis, svo sem „skúr“ er hjá þeim karlkennt, en kvennkent hjá Sunnlíngum.Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru dæmi um skúr í kvenkyni frá 1617 og fram á þennan dag. Í Ritmálssafninu er dæmi Árna Magnússonar elst um karlkynsmynd og þekkist sú notkun einnig fram á þennan dag. Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, ritara Árna Magnússonar, sem hann vann að mikinn hluta 18. aldar kemur fram að hann þekkti karlkynsmyndina af Norðurlandi en kvenkynsmyndina af Suðurlandi. Kvenkynsmyndin er eldri og vísar Jón á dæmi úr Fóstbræðra sögu. Spurst var fyrir um orðið skúr í þættinum Íslenskt mál fyrir rúmum þremur áratugum. Flestir Norðlendingar virtust nota orðið í karlkyni sem og fólk á Austurlandi. Sunnlendingar virtust flestir nota kvenkynið en í öllum landsfjórðungum þekktust þó bæði kynin. Mynd:
- Rain - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 4.7.2012).