Þetta frelsi mitt til að hugsa mér hvað sem er er í sjálfu sér algerlega óháð því hvort fyrirbærin sem um ræðir "eru til" í raunveruleikanum eða kannski í einhverjum öðrum skilningi. Hins vegar getur oft komið sér vel fyrir mann sjálfan að gera sér líka grein fyrir því hvort hluturinn sé til. Ef ég ætla til dæmis að kaupa mér flugfarmiða til einhverrar borgar sem allir aðrir telja ekki vera til, þá er að minnsta kosti hætt við að ég sói tímanum til einskis. Ef ég er að aka yfir Hellisheiðina og sé skyndilega eitthvað sem ég kalla draug og held að hann sé til í raun og veru, þá getur það til dæmis orðið til þess að ég keyri útaf með hörmulegum afleiðingum. Þannig getur verið betra að gera sér grein fyrir því hvað "er til" í raun og veru og hvað er bara til í huga eins manns eða margra. Kvikmyndirnar um Star Wars eru skáldverk í svipaðri merkingu og skáldsögur. Það sem þar er sagt eða sýnt styðst að vísu stundum við "raunveruleikann" en stundum alls ekki. Höfundunum er engan veginn skylt að halda sig við fyrri flokkinn, heldur mega þeir gjarnan lýsa hverju því sem þeim dettur í hug. Við þurfum bara að hafa þetta ríkt í huga þegar við horfum á myndirnar. Samkvæmt þekkingu nútímans geta engir hlutir í heimi veruleikans farið hraðar en ljósið. Trukkurinn í Star Wars getur hins vegar gert það af því að hann á heima í heimi skáldskaparins. Mynd:
Þetta frelsi mitt til að hugsa mér hvað sem er er í sjálfu sér algerlega óháð því hvort fyrirbærin sem um ræðir "eru til" í raunveruleikanum eða kannski í einhverjum öðrum skilningi. Hins vegar getur oft komið sér vel fyrir mann sjálfan að gera sér líka grein fyrir því hvort hluturinn sé til. Ef ég ætla til dæmis að kaupa mér flugfarmiða til einhverrar borgar sem allir aðrir telja ekki vera til, þá er að minnsta kosti hætt við að ég sói tímanum til einskis. Ef ég er að aka yfir Hellisheiðina og sé skyndilega eitthvað sem ég kalla draug og held að hann sé til í raun og veru, þá getur það til dæmis orðið til þess að ég keyri útaf með hörmulegum afleiðingum. Þannig getur verið betra að gera sér grein fyrir því hvað "er til" í raun og veru og hvað er bara til í huga eins manns eða margra. Kvikmyndirnar um Star Wars eru skáldverk í svipaðri merkingu og skáldsögur. Það sem þar er sagt eða sýnt styðst að vísu stundum við "raunveruleikann" en stundum alls ekki. Höfundunum er engan veginn skylt að halda sig við fyrri flokkinn, heldur mega þeir gjarnan lýsa hverju því sem þeim dettur í hug. Við þurfum bara að hafa þetta ríkt í huga þegar við horfum á myndirnar. Samkvæmt þekkingu nútímans geta engir hlutir í heimi veruleikans farið hraðar en ljósið. Trukkurinn í Star Wars getur hins vegar gert það af því að hann á heima í heimi skáldskaparins. Mynd: