Þótt páfagaukar séu yfirleitt dagfarsprúðir geta þeir sýnt mikla árásarhneigð. Því miður kunna margir ekki að lesa í hegðun þeirra en páfagaukurinn varar menn oft við með einhverju atferli. Ef páfagaukurinn bítur þurfa menn iðulega að leita aðstoðar læknis. Í Bandaríkjunum er mælst til þess að búr páfagauka séu höfð þar sem börn ná ekki til. Páfagaukar geta verið hættulegir eins og önnur dýr og ber að umgangast þá með vissri varúð. Þetta eru öflugir fuglar og rétt umgengni við þá er lykilatriði í að koma í veg fyrir slys. Slíkt á einnig við um önnur vinsæl húsdýr eins og hunda. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvað getið þið sagt mér um grænvængja-arann (Ara chloroptera) og blágula arann (Ara aracuna)? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvað er það sem gefur páfagaukum umfram aðra fugla möguleikann á að geta lært að tala? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvað geta gára-páfagaukar lifað í mörg ár og hvert er meðaltalið? eftir HMS og MBS
- Hvað er páfagaukaveiki og er hún enn til? eftir Jón Má Halldórsson