Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig reikna ég út mitt kolefnisspor?

EDS

Kolefnisspor er sú heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem einstaklingur, viðburður, fyrirtæki eða framleiðsla tiltekinnar vöru veldur á einu ári. Kolefnisspor er yfirleitt gefið upp í tonnum koltvísýringsgilda (tonn CO2-ígilda). Þegar um einstaklinga er að ræða er þetta meðal annars vegna ferðalaga, matarvenja, orkunotkunar heimilis og annarrar neyslu á vörum og þjónustu.

Umhverfisáhrif vegna athafna okkar byggja á því vali sem við stöndum frammi fyrir á hverjum degi, sérstaklega hvað varðar ýmsar vörur, þjónustu, ferðir og matvæli.

Víða á netinu eru síður þar sem hægt er að reikna kolefnisspor einstaklinga, fyrirtækja eða viðburða. EFLA verkfræðistofa og Orkuveita Reykjavíkur (OR) hafa saman unnið að þróun kolefnissreiknis fyrir einstaklinga sem tekur mið af íslenskum aðstæðum. Þar getur fólk reiknað út kolefnisspor sitt með því að setja inn upplýsingar um ferðir sínar, matarvenjur, húsnæði og neyslu. Niðurstöðuna er svo hægt að bera saman við spor meðal Íslendings og hversu stórt spor viðkomandi þyrfti að vera til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun árið 2100 innan 1,5°C.

Kolefnisreikninn er að finna á slóðinni: kolefnisreiknir.is en þar er einnig að finna nánari upplýsingar um aðferðafræðina.

Mynd:


Margir hafa spurt Vísindavefinn spurninga um útreikninga á kolefnisspori og einnig um alls konar samanburð sem því tengist. Þetta svar og reiknivélin sem hér er bent á ætti að gagnast mörgum til að gera almenna útreikninga á kolefnisspori.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

1.4.2020

Spyrjandi

Heimir Þorleifur og fleiri spyrjendur

Tilvísun

EDS. „Hvernig reikna ég út mitt kolefnisspor?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2020, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78914.

EDS. (2020, 1. apríl). Hvernig reikna ég út mitt kolefnisspor? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78914

EDS. „Hvernig reikna ég út mitt kolefnisspor?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2020. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78914>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig reikna ég út mitt kolefnisspor?
Kolefnisspor er sú heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem einstaklingur, viðburður, fyrirtæki eða framleiðsla tiltekinnar vöru veldur á einu ári. Kolefnisspor er yfirleitt gefið upp í tonnum koltvísýringsgilda (tonn CO2-ígilda). Þegar um einstaklinga er að ræða er þetta meðal annars vegna ferðalaga, matarvenja, orkunotkunar heimilis og annarrar neyslu á vörum og þjónustu.

Umhverfisáhrif vegna athafna okkar byggja á því vali sem við stöndum frammi fyrir á hverjum degi, sérstaklega hvað varðar ýmsar vörur, þjónustu, ferðir og matvæli.

Víða á netinu eru síður þar sem hægt er að reikna kolefnisspor einstaklinga, fyrirtækja eða viðburða. EFLA verkfræðistofa og Orkuveita Reykjavíkur (OR) hafa saman unnið að þróun kolefnissreiknis fyrir einstaklinga sem tekur mið af íslenskum aðstæðum. Þar getur fólk reiknað út kolefnisspor sitt með því að setja inn upplýsingar um ferðir sínar, matarvenjur, húsnæði og neyslu. Niðurstöðuna er svo hægt að bera saman við spor meðal Íslendings og hversu stórt spor viðkomandi þyrfti að vera til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun árið 2100 innan 1,5°C.

Kolefnisreikninn er að finna á slóðinni: kolefnisreiknir.is en þar er einnig að finna nánari upplýsingar um aðferðafræðina.

Mynd:


Margir hafa spurt Vísindavefinn spurninga um útreikninga á kolefnisspori og einnig um alls konar samanburð sem því tengist. Þetta svar og reiknivélin sem hér er bent á ætti að gagnast mörgum til að gera almenna útreikninga á kolefnisspori....