Kolefnissspor:
Sú heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem einstaklingur, viðburður, fyrirtæki eða framleiðsla tiltekinnar vöru veldur á einu ári, venjulega gefin upp í tonnum koldíoxíðígilda (tonn CO2-íg).Sótspor:
Stundum notað í sömu merkingu og kolefnisspor. Orðið er villandi og gefur ranga mynd af viðfanginu, þar sem sót hefur lítil og að mestu leyti aðeins óbein tengsl við losun gróðurhúsalofttegunda.Vistspor:
Áhrif einstaklings, vöru eða samfélags á umhverfið, venjulega gefin upp í fjölda hektara á landi og láði sem þarf til að útvega þær náttúruauðlindir sem viðkomandi neytir og til að taka við þeim úrgangi sem fellur til við neysluna.
Kolefnisspor einstaklings er sú losun gróðurhúsalofttegunda sem verður vegna ferðalaga, matarvenja, orkunotkunar heimilis og annarrar neyslu á vörum og þjónustu.
- Reduce Your Carbon Footprint : 7 Instant Ways - CO2 Living. (Sótt 26.2.2020).