- Það eru bara tveir þéttbýlisstaðir á landinu þar sem eldgos getur orðið innan bæjarmarkanna, það er Vestmannaeyjar og Grindavík. Langtímalíkur á slíkum atburði eru miklu hærri í Grindavík en í Vestmannaeyjum.
- Flest bendir til að við séum enn í miðjum atburði í Grindavík. Kvikusöfnunin undir Svartsengi hefur þegar leitt til þriggja alvarlegra atburða (tvö gos, eitt gangainnskot án goss), og er enn í fullum gangi.
- Grindavík er við flekaskil og sprunguhreyfingar eru þar verulegur hluti af atburðarásinni. Mest af tjóni á húsum og innviðum stafar af sprunguhreyfingum, ekki af hrauni eða skjálftum, að minnsta kosti ekki fram til þessa. Enn á eftir að finna viðunandi lausn til að draga úr hættu af sprungum. Þessi vá var nánast ekki fyrir hendi í Vestmannaeyjum.
- Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Hve skömmu eftir gos flutti fólk aftur til Eyja og hvers vegna var það talið óhætt, meðan Grindavík er nú varanlega ótraust?