Draga má þann lærdóm af síðustu Vestmannaeyjagosum, að ef gos verður einhversstaðar í nálægð Heimaeyjar þá er allt eins líklegt að gjósi einnig á Heimaey. Jafnframt má reikna með gosi hvenær sem er í Vestmannaeyjaeldstöðinni.Þetta þýðir meðal annars að svarið við spurningunni er nokkuð afdráttarlaust já: Það gýs nokkuð örugglega aftur í Heimaey þó að hitt kunni að vera erfiðara að segja til um hvenær það gerist nákvæmlega. Hér má líka minna á að Helgafell í Heimaey er myndað í eldgosi á svipaðan hátt og Eldfellið myndaðist í gosinu 1973. Síðast mun hafa gosið við Helgafell fyrir 6000 árum.
Mun einhvern tíma gjósa aftur í Heimaey?
Útgáfudagur
7.5.2004
Spyrjandi
Kristín Ólafsdóttir
Tilvísun
ÞV. „Mun einhvern tíma gjósa aftur í Heimaey?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4239.
ÞV. (2004, 7. maí). Mun einhvern tíma gjósa aftur í Heimaey? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4239
ÞV. „Mun einhvern tíma gjósa aftur í Heimaey?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4239>.